Skriðuföll 4. vika Flashcards
Skriðuföll
Eru mikilvægur þáttur í hringrás bergs.
- fyrsta skrefið í flutningi sets til hafdjúpa
- Allt efni í hallandi landslagi er óstöðugt og breytist í sífellu
- Athafnir manna geta komið af stað skriðföllum
Flokkun skriðufalla
Flokkunin byggist á 4 þáttum :
- Gerð efnis sem fer af stað (grjót, jarðvegur, snjór o.fl.)
- Hraði hreyfingarinnar (hratt, hægt eða mjög hægt)
- Hvers konar efni fer af stað (ryk, aur eða bergbrot)
- Umhverfi (á þurru landi eða neðansjávar)
Sil (creep)skriðufall
Sil (creep) - róleg færsla jarðefnis undan halla
- verður vegna útþenslu og samdráttar :
- Blautt og þurrt
- Frost og þíða (holklaki)
- Kornin hreyfast:
- Rísa upp af berggrunni við útþenslu
- Síga beint niður við samdrátt
Dæmi um sil (creep) : hallandi tré , legsteinar og girðingar
Jarðföll skriðufall
Jarðföll (slumping)
hraðfara - massin hreyfist úr stað í samhangandi stykkjum
- Hreyfing eftir bogalaga flötum (skúfflötum)
- Eru bæði stór og smá (m til km á breidd)
- Hraði breytilegur (mm/dag til tuga m/dag)
Eðjuflóð og aurflóð skriðföll
Eðjuflóð og aurflóð (hraðfara) - blanda af vatni og bergmolum
Eðjuflóð (mudflow) - úr vatni og fínefnum
Aurflóð (debris flow) - Samskonar súpa en með stærri molum
Lahar (eðjuflóð)
Er hraðfara flóð sem er gert úr gosefnum og vatni.
- gosefni úr yfirstandandi gosi eða nýlegu
- Rigningarvatn, snjór eða bráðnaður jökulís
Berghlaup
Hraðfara.
Skrið massa á hallandi fleti
- Hreyfing er skyndileg og oft mjög hættuleg
· Hreyfingin verður á eða um veikleika í berggrunni
· massinn getur færst langt út frá hrunstað
- Vegna minnkunar viðnáms milli massans og undirlags
- Getur náð allt að 300 km hraða á klst
Flóð skriðufall
Hraðfara.
Massi af efnisbrotum og lofti
- snjóflóð - þurr/blaut - flekar/kóf
- Bergflóð - bergbrot og ryk blandast lofti
- Ferðast með allt að 250 km/klst á loftpúða
- Falla í rásum oft úr giljum
Grjóthrun skriðfall
hraðfara. Grjóthrun/seinkast berg molar losna úr klettum og safnast saman fyrir neðan klettanna og mynda: - skriður og urðir (talus - Stórgrýtisurðir ("hraun") - Skriðukeilur (cones) - Samfellar skriður (Aprons)
3 helstu skriður á sjávarbotni
3 gerðir skriðufalla á sjávarbotni:
- Jarðföll (slump)
- Aurskrið (debris flow)
- eðjustraumar (turbidity current)
Skriður á sjávarbotni
þær eru oftast stærri en skriðurnar á landi.
- landgrunnsbrúnir eru töluvert einsleitar á stórum svæðum
- Geta valdið mjög stórum Tsunamis
- Stóregga skriðurnar fyrri 600,800 og 30.0000 árum
Orsakir skriðufalla
Jarðlög í halla geta verið stöðug eða óstöðug.
Stöðuleiki er samspil tveggja krafta:
- Þyngdarafl togar massan niður á við
- Viðnámskraftar - ýmis einkenni á jarðefnunum sem halda efninu á sínum stað
Skriðuföll verða þegar þyngdaraflið yfirvinnur viðnámskraftana
Skriðhorn:
Skriðhorn er það horn sem laust steinefni er stöðugt við.
Það byggir á kornastærð, kornalögun og hrýfi
Algeng skriðhorn :
- Finn þurr sandur
- grófur sandur
- kantaðar völur
Veikleikafletir
Eru veik lög : efni sem liggur fyrir ofan getur brotnað frá eða runnið yfir.
- Vatnsmettaður sandur eða leirlög
- sprungur sem eru samsíða yfirborði
- harðfenni undir lausari snjó
Tektóník skriðuföll
Jarðhnik (tectonics) hefur mikil áhrif á skriðuföll:
- með landrisi / hæðarmun
- með myndun sprungna
- með molum bergs
jarðskjálftar geta komið af stað skriðum.