Eyðimerkur og vindrof 4. vika Flashcards
Eyðimerkur:
- Eyðimerkur þekja um 25% af þurrlendi jarðar.
- Plötuhreyfingar ábyrgar fyrir flestum eyðimerkum
- Eyðimerkur eru sérstakar og geta verið mjög fallegar.
Helstu einkenni eyðimarkar:
- Mjög lítil loftraki, geta verið heitar og kaldar
- Sérstæð jarðfræðileg ferli
- Einstakt lifríki og venjulegast fámennar.
Hvað er eyðimörk?
Þar er jörðin mjög þurr
- mikil uppgufun
- mjög lítill gróður
- rignir sjaldan og lítið
Geta verið í bæði heitu og köldu loftslagi
Heit eyðimörk:
- Nálægt miðbaug
- Land liggur lágt
- Langt frá sjó
Köld eyðimörk
- Nálægt pólunum
- Land liggur hátt
- Nálægt köldum sjávarstraumum
5 megingerðir eyðimarka:
- Eyðimerkur í hlýtempraða beltinu (t.d. Sahara, Arabía Kalahari)
- Eyðimerkur í regnskugga (Austur Oregon, fyrir norðan vatnajökul)
- Eyðimerkur á strandsvæði (Atacama)
- Eyðimerkur langt inn á meginlöndum (Gobi)
- Eyðimerkur á pólsvæðum (Antarctica)
Eyðimerkur í hlýtempraða beltinu:
Myndast vegna ríkjandi vindátta.
Við miðbaug :
- Vatn gufar upp vegna sólar og er hlýtt og mjög rakt
- Loftið kólnar og þenst út þegar það rís og rakinn fellur til jarðar sem rigning.
Í hlýtempraða beltinu (20°-30°N&S)
- þurrt kjöt streymir niður
- landsvæðið fyrir neðan þornar upp
- Stærstu eyðimerkur jarðar myndast við þessar aðstæður
Eyðimerkur í regnskugga:
Rakt loft frá sjó streymir yfir fjallgarða
- Loftið rís, þennst út og kólnar
- Raki í loftinu fellur sem rigning sjávarmegin í fjöllunum.
(regnskógar og fjölbreytt gróðurlíf)
Hlémgin streymir loftið niður og hitnar:
- Þar sem loftið er þurrt þá sogar það í sig þann raka sem fyrir er í landinu
Eyðimerkur á strandsvæðum:
Loft sem streymir yfir köldum sjávarstraumum er yfirleitt fremur þurrt
- loftið sogar því í sig þann raka sem er í landinu þegar það streymir á land og hitnar
- Atacama eyðimörkin í Perú er einn þurrasti staður á jörðinni.
Eyðimerkur inn á meginlöndum:
- Loft sem streymir inn yfir land tapar smámn saman rakanum
- Svæði sem liggja langt inn á meginlöndunum verða mjög þurr
- Gobi eyðimörkin í Mongólíu er mjög gott dæmi um þetta
Eyðimerkur á pólsvæðum:
Kalt loft á pólunum er mjög þurrt
- Loftstraumar bera loft til pólanna
- loftið er svo kalt að það er nánast þurrt
Helstu ferlar í eyðimörkum?
Helsti þátturinn í landslagsmótun eyðimarka er skortur á vatni.
Landslag í eyðimerkum er nokkuð sérstakt og einkennist helst af:
- Vindrofi
- Jarðvegsmyndun
- Veðrun
- Setmyndun
-
Veðrun
Aflræn veðrun er einkennandi:
- efnaveðrun er sjaldgæf en þekkist þó í litlum mæli
- Uppgufunarsteindir (salt) bæði brýtur niður grjót og bindur agnir saman.
Húðun:
Algengt er að klettar og steinar í eyðimörkum sé með nokkurs konar húðun (desert varnish)
- yfirborðið dökknar vegna járn og magnesíum húðar
- Myndast mjög hægt af völdum baktería, ryks og smá vatns
- Indjánar í Ameríku rispuðu þessa húð af í listrænum tilgangi.
Jarðvegur í eyðimörkum:
- Jarðvegur í eyðimerkum er yfirleitt mjög þunnur
- Litur jarðvegsins ræðst af berggrunni í nágrenninu.
- Snefilefni geta þó gert jarðvegin litríkan
Vatnsrof
Skortur á rótarkerfi jurta gerir jarðveg og laus jarðlög í eyðimörkum mjög auðgæf og viðkvæm fyrir vatnsrofi.
Vindrof og flutningur með vindi:
Þar sem lítill gróður er í eyðimörkum eru laus jarðlög berskjölduð fyrir vindi.
· Sandur og fínni efni lyftast upp frá jörðu og hreyfast með vindi
- skrið (surface load), kornin skríða eftir jörðinni
- hopp og skopp (saltation), sandkornið skoppar og rekst á önnur korn og kemur þeim af stað
- svif (suspended load), fínni setkorn þyrlast upp
Sterkir vindar geta borið rykið yfir heimshöfin
- Stærri korn eru of þung til að lyftast upp í vindi
- efsta lagið í yfirborði lausra jarðlaga samanstendur því af stærri steinum eða fínni möl
Eyðimerkurset
Set sest til í eyðimörkum með margvíslegum hætti eins og annars staðar á jörðinni.
Efni sem losnar úr berggrunni sest þó oftast til nærri upptökum.
- skriður úr fremur stórum köntuðum kornum myndast fyrir framan kletta
Aurkeilur (eyðimerkurset)
Aurkeilur myndast fyrir framan gil, aðallega í sjaldgæfum flóðum.
- Vatnið missir burðargetuna þegar það streymir fram úr gilinu
- grófasta efnið næst gilkjaftinum
- fínni efni berast lengra út á skriðuvænginn
Uppþornuð stöðuvötn
Í flóðum safnast vatn fyrir í lægðum sem hafa ekkert afrennsli
- uppgufunarset, fellur út úr vatninu þegar vatnið gufar upp.
- salt, gifs og borax
Eyðimerkurlandslag - Rofleifar
Rofleifar úr berggrunni algengar.
- Berggrunnur er með allskonar sprungum sem aflveðrum vinnur á
- Flatir klettar, stakir eða hluti af sléttu sem halda áfram að veðrast.
Eyðimerkurlandslag - Malarsléttur
- Þunnar víðáttumiklar aurkeilur
- þunnir viðáttumiklar skriðusvuntur
Eyðimerkurlandslag - sandöldur
Stórar hrúgur af vindbornum sandi
- vindborin sandur strandar á einhverri fyrirstöðu
- með tímanum stækkar sandaldan og fer að færast undan vindi
- mjög gróf skálögun
Gríðalega stórar sandöldur myndast í sumum eyðimörkum
Dæmi : Arabíu skaganum og Namibíu
Líf í eyðimörkum
Lífverur í eyðimörkum þurfa að búa við miklar öfgar:
- vatnsskort
- gríðalegar hitasveiflur