Rennandi vatn og stöðuvatn 5. vika Flashcards
Hvað er á eða vatnsfall?
Þetta er vatn sem rennur undan halla, í ákveðnum farvegi og ber með sér bergbrot og uppleyst efni
Farvegur og rennsli áar?
Rennsli áa og vatnsmagn sem fer um farveginn er breytilegt og farvegurinn er stöðugt að breytast:
- dýpkar / grynnist
- breikkar / mjókkar
- lengist / styttist
- breytingar geta verið bæði tímabundnar og varanlegar
Straumvötn
Straumvötn eru mikilvægur þáttur í landmótun á yfirborði jarðar
Straumvötn :
- Rjúfa, flytja og skila af sér seti
- móta landslag
Jörðin er eina plánetan í okkar sólkerfi með rennandi vatn
Án rennandi vatns myndi jörðin líta úr eins og Mars
Vatnasvið vatnsfalla:
- Er það svæði sem öll úrkoma á ákveðnu svæði rennur til ákveðins vatnsfalls
- Mörk milli vatnasviða nefnist vatnaskil og fylgja þau venjulega hæðardrögum
- Stærð vatnsviðisins ræður miklu um stærð vatnsfallsins
- Íslensk vatnsföll greinast eftir uppruna og eðli í 3 meginflokka:
· Dragár : vatnsvið í fjalllendi
· Lindár : grunnvatnsstraumar, vatnasvið neðanjarðar
· Jökulár : Ákveðinn jökull, vatnasvið á jökli og hefur ísskil
Vatnasvið - vatnaskil
- Vatnasvið getur verið af mismunandi stærðum t.d. mývatn og laxá
- Mörk vatnasviða kallast vatnaskil
- Vatnasvið á meginlöndum geta beint rennsli til mismunandi úthafa
Myndun straumvatna
Upphaf straumvatna er að úrkoma fellur á land og hefur mislangan dvalartíma á þurru landi.
Hvað er á og hvað er ekki á?
Sírennsli:
- Áin flæðir allt árið
- Úrkoma er næg og áin fellur ekki niður fyrir grunnvatnsborð
- Rennsli getur þó verið mismikið eftir árstíðum
Farvegur : tímabundið rennsli:
- Áin flæðir ekki allt árið
- Úrkoma er ekki meiri en svo að afrennsli á yfirborði er mjög tímabundið. Grunnvatnsborð fellur niður fyrir árbotn
- Flæðið er að mestu í reglulegum eða óreglulegum flóðum.
Vatnsföll:
Vatnsföll eru að uppruna ýmist; (t.d. á Íslandi)
- Afrennsli af þéttum berggrunni
- Grunnvatn úr gropnum jarðlögum
- Leysingarvatn úr snjó eða jöklum
3 meginflokkar vatnsfalla?
- Dragár
- afrennsli er á yfirborði í sístækkandi farvegum - Lindár
- Upptök árinnar eru í ákveðnum lindum þar sem grunnvatn streymir fram - Jökulár
- Upptök árinnar er undirj jöklum
Myndun Dragáa
- Afrennsli byrjar sem þunn vatnshula (sheetwash) sem rennur undan halla.
- Safnast saman og verður að seytlum
- mynda að lokum lítinn læk í ákveðnum farvegi
- lækirnir dragast smámn saman og fara að renna í víðari og dýpri farvegi
- farvegurinn grefst síðan lengra inn í landið með tímanum (headward erosion) og við fáum gljúfur
- lækirnir og árnar skera sig oft niður í gegnum veik jarðlög eða sprungur
Um Dragár
Helst að finna Dragár á eldri svæðum landsins
- þær hafa engin glögg upptök heldur safnast lækir saman í sístækkandi læki og ár
- Berggrunnurinn er orðin þéttur : holur og sprungur í berggrunninum hafa fyllst af holufyllingum og fínkorna seti
- úrkoma streymir eftir yfirborði
- farvegir eru grýttir og árset nær langt út frá bökkum
- rennsli ánna er mjög háð veðurfari og úrkomu : lítið rennsli í köldu veðri, mikil rennsli í hlýju veðri og ringingu og ísstíflur eru algengar
Einkenni Dragáa
Árnar renna úr gilskorningum í stærri ár
- flóð mjög algeng og bakkar árinnar og umhverfi eru þaktir árseti
Árvatnið er yfirleitt tært, nema í flóðum en þá verður vatnið gruggugt og mórautt
Hitastig fer eftir veðri
Jökulár
Eru afrennsli leysingavatns undan jöklum.
- koma undan jökli í mörgum kvíslum sem sameinast síðan oft í eina á
Bera með sér ógrynni af seti
- á láglendi og við árósa flæmist áin um stórt svæði og myndar víðáttumikla sand
Mikil árstíð og dægursveifla er í jökulám
Mikið rennsli á sumrin
- síðdegis á heitum sumardögum og minnsta rennslið undir morgun
- jökulár eru yfirleitt fremur kaldar 1-4 gráður
Grunnstingull og lagnaðarís myndast auðveldlega
- flæðir niður ánna og myndar klakastíflur sem veldur því að áin flæðir yfir bakka sína
Einkenni jökuláa
Grafa voldug gljúfur á hálendisbrúninni
- mikill straumhraði
- mikið magn af seti sem sverfur
Þær eru kolmórauðar vegna gríðalegs magns af seti
- Botnskrið
- Svifaur
Mynda víðáttumikla sanda á láglendi
- áin flæmist um sandanna og setur af sér et og verður því að finna sér nýjan farveg
Mikil árstíða og dægursveifla
Lindár
Þær eiga sér glögg upptök í lindum á hrauna-, móbergs og grágrýtissvæðum Íslands
- mjög algengar á Reykjanesi og í Ódáðahrauni
- Berggrunnurinn er ennþá mjög gropin og úrkoma hripar niður
Rennsli í þeim er mjög jafnt og flóð fátíð þar sem rennslið er ekki háð aðstæðum á yfirborði
- flóð geta þó komið þegar asahláku gerir síðla vetrar, en þá streymir yfirborðsvatn í lindánna
Hitastig er um 4 gráður jafnt vetur sem sumar
- lindár leggur sjaldan, sérstaklega næst upptökum
Bakkar lindáa eru gróðursælir og lítið um stórgrýti á botninum
Einkenni lindáa
Fallegir og gróðursælir staðir
- bakkarnir eru grónir
- rennslið getur verið mikið og vatnið spýst upp úr lindinni