Jarðskjálftar 4. vika Flashcards
Hvað er jarðskjálfti?
Við köllum það jarðskjálfti þegar yfirborð jarðar hristist vegna snöggrar spennulosunar í skorpu.
- Losnar um spennu vegna flekahreyfinga (berg brotnar)
- Bylgjur breiðast út frá upptökum
- Bylgjur frá skjálfta geta fundist um allan hnöttinn.
- Þeir eru misstórir og verða á hverjum einasta degi.
Hvað veldur jarðskjálfta?
Geta orðið af völdum :
- eldgosa og kvikuhreyfinga
- hruns og sprenginga
- þrýstingsá brotalínum á flekamörkum : gliðnun (rólegir skjálftar), samknýting eða sniðgengi (öflugir jarðskjálftar)
- Flesti jarðskjáltar á Íslandi eru vægir en þeir sem valda tjóni eru á þverbrotabletinu (sniðgeng flekamörk)
Gerðir jarðskjálfta
Brotaskálftar : verða þegar skorpa brotnar vegna plötuhreyfinga - siggengi, gjár og sniðgengi
Eldsumbrotaskjálftar : verða í tenglsum við eldgos þegar kvika er að brjóta sér leið til yfirborðs.
· venjulega ekki stórir og eru snarpastir í byrjun gosa
Hrunskjálftar : Verða þegar t.d. hellisþök á kalksteinshellum brotna eða þegar stórar bergskriður falla
Jarðskjálftabylgjur?
Þegar bergið brotnar verður jarðskjálfti, við hann losnar um uppsafnaða orku og þessi orka breiðist út frá upptakastað með bylgjuhreyfingum í þrívíðu plani.
Litlir skjálftar fyrir og eftir eru algengir
Djúpbylgjur ?
Fara í gegnum jörðina (þannig ehv skjálfti hér gæti fundist í Ástralíu ef hann væri mjög stór)
P- bylgjur(primary) eru fyrstu bylgjurnar
- hreyfingin er þrýsti tog
- fara í gegnum fast berg og bráðið berg
- hröðustu bylgjurnar
S- bylgjur (secondary) þær koma næst
- hreyfingin er eins og hristingur upp og niður
- ferðast aðeins í gegnum fast berg ekki bráðið
- fara hægar en p-bylgjurnar
Yfirborðsbylgjur?
Ferðast eftir yfirborði jarðar.
- Love bylgjur (L-bylgjur) : hreyfast til hliðanna eins og snákur
- Rayleigh bylgjur (R-bylgjur) : hringlaga bylgjuhreyfingar eins og öldur á vatni
Þessar bylgjur ferðast hægt og eru mjög “eyðileggjandi”. Allt sem er á yfirborðinu verður fyrir þessum bylgjum.
Mæling á jarðskjálftabylgjum?
Jarðskjálftamælar eru tæki sem mæla jarðskjálfta og mæla skjálfta allstaðar á jörðinni.
Jarðskjálftamælar mæla einnig stærð og hægt að nota þá til að finna upptök jarðskjálfta
Skjálftarit:
Á skjálftariti kemur fram ;
- hvenær bylgjan kemur og hversu langt er á milli þeirra
- stærð hreyfingarinnar
Röð bylgjanna:
- fyrst koma p-bylgjurnar
- síðan koma s-bylgjurnar
- seinast koma yfirborðsbylgjurnar (L og R bylgjurnar)
Þetta er allt skráð á skjálftaritið
Staðsetning skjálftamiðju?
Þar sem P og S bylgjur ferðast með mismunandi hraða er hægt að ákvarða fjarlægð í skjálftamiðju.
- því lengra sem er í skjálftamiðjuna því lengra líður á milli bylgjanna
En er maður er með 3 eða fleiri jarðskjálftamæla er hægt að finna skjálftamiðjuna.
- fjarlægð í skjálftamiðju er radíus hrings
- þar sem þessir hringir með mismunandi stóra radíusa skerast er skjálftamiðja
Hvar verða skjálftar
Jarðskjálftar verða helst á flekamótum.
- grunnir skjálftar verða á gliðnunarbeltum og sniðgengum flekamótum
- dýpri skjálftar verða á sökkbeltum
Dýpi skjálfta er fundið með því að bera saman komutíma P- og S bylgna til yfirborðsins og endurkasti P-bylgnanna
Misgengi?
Flestir jarðskjálftar verða á misgengjum.
- misgengi eru sprungur í skorpu þar sem hreyfing verður í jarðskjálftum
- færslan er varanleg og getur verið mismikil
- færslan sést oft á föstum merkjum t.d. á girðingum
Sprungur :
Sprungur geta verið óvirkar og virkar.
- óvirkar sprungur eru t.d. kólnunarsprungur í stuðlabergi
- virkar sprungur eru sprungur sem hreyfingar verða á.
Jarðskjálftasprungur?
Eru virkar sprungur og geta verið bæði hallandi og lóðréttar.
· Á hallandi fleti eru brotin skilgreind sem :
- Fláveggur (Footwall) : stykkið fyrir neðan sprunguna
- Slúttveggur (hanging wall) : stykkið fyrir ofan sprunguna
Stefna jarðskálftasprungu?
Lóðrétt sprunga myndar : gjá
Hallandi sprunga eru:
Siggengi og samgengi - stykkin færast upp eða niður eftir brotfleti
Sniðgengi - stykki fræast meðfram hvert öðru