Kvika og storkuberg 1.vika Flashcards
Úr hverju er kvika?
Í kviku eru 3 fasar
- Fast efni : kristallar sem hafa myndasti í kvikunni (frumsteindir)
- Vökvi : bráðin sjálf- hreyfanlegar jónir (aðallega kísill og súrefni.
- Gas : uppleyst í bráðinni (mismunandi gerðir t.d. vatnsgufa, koltvíoxíð og brennisteinstvíoxíð)
Megingerðir kviku?
Súr (feldspöt og síliköt) 66-76% kísilsýra : Ljóst berg
Ísúr 52-66% kísilsýra
Basísk (magnesium og járnrík) 45-52% kísilsýra
Útbasísk 38-45% kísilsýra
Samsetning kviku
samsetning ræður eðlisþyngd, bræðslumarki og seigju.
kísilsýruinnihald er mikilvægast
- kísilsýrurík kvika er þykk og seig
- kísilsýrusnauð kvika er lapþunn.
efnasamsetning ræður því hvernig gos verður.
Storknunaraðstæður
tveir meginflokkar?
- Gos - storknun á eða við yfirborð
- kólnar hratt og kristallar ná ekki að þroskast vel - Innskot - Kólnun undir yfirborði
- kólnar hægt og kristallar ná að þroskast vel
Flæðigos
Hraunflæði - flákar af storknaðri kviku
- hraun kemur upp úr eldstöð og flæðir frá henni
- hraunið kólnar smámn saman og storknar fyrir rest
- basalthraun eru heit og þunnfljótandi og geta runnið langar vegalengdir
Sprengigos
Sprengivirkni myndast þegar seig súr kvika bygir upp þrýsting inn í eldstöðinni.
ofstafengnar sprengingar brjótast út með miklu magni af loftbornum gosefnum - gjóska
- gjóska getur lagst yfir stór landsvæði
Dæmi : Eyjafjallajökull
Innskot
Innskotsberg kólnar hægt undir yfirborði jarðar.
Kvika treðst inn í kaldara grannberg og :
- hitar upp grannbergið og getur bætt það upp
- treðst inn í sprungur og brýtur grannbergið meira upp
- Brot úr grannbergi geta borist í kvikuna, framandsteinar (Xenolítar)
- efnabreytingar í grannbergi vegna hita og vatns.
Tvær megingerðir af innskotum?
Gangberg - gangar og sillur
Djúpberg - berghleifar og bergeitlar
Gangberg og tvær megingerðir þess?
Er kvika sem treður sér inn í sprungur. Tvær megin gerðir: 1. Sillur /innskotslög - liggja eins 2. Gangar - liggja þvert á grannbergið
Gangar og sillur?
gangar og sillur eru alltaf þverstuðluð
- stuðlar myndast alltaf hornrétt á kólnunarflöt
Stuðlar?
Stuðlar eru kólnunarfyrirbæri í hraunum, eru marghyrndir - 6,7 og 8 hyrndir
myndast alltaf hornrétt á kólnunarflöt
Gangar?
gangar eru oft aðfærsluæðar eldstöðva
Djúpberg
Mikill meirihluti kviku nær aldrei til yfirborðs og storknar djúpt í jörðu.
tvær megingerðir:
1. Stór djúpbergsinnskot - Berghleifar (plutons)
2. Minni innskot - Bergeitlar (laccoliths)
Berghleifar
- berghelifar eru algengir á sökkbeltum þar sem þeir geta runnið saman og myndað massíva Batholíta sem finnast oft í rótum fellingafjalla