Stofnunarhættir eignarréttinda. Flashcards

1. Stofnun eignaréttinda - Frumstofnun - nám, taka (venjuréttur) - nám, landnám Íslands, réttarstaða ríkisins Taka - veiði, reki og vogregi, forngripir -Venjuréttur - Afleidd stofnun - afsalsgerningar, önnur afleidd stofnun - Útrýmandi stofnun - traustnám, vanlýsing, hefð. 2. Nánar um hefð - skilgreining, hefðarlög, hvað er hægt að hefða? skilyrðu fyrir því að hefð vinnist, slit hefðar. 3. Eignarréttur stofnast með lögum og fleiri efni.

1
Q

Stofnhættir eignarréttinda

A

Frumstofnun: Nám, taka (venjuréttur)

Afleidd stofnun: Afsalsgerningar (gjöf, kaup, skipti) Önnur afleidd stofnun (erfðir, eignarnám, nauðungarsala, forkaupsréttur o.fl.)

Útrýmandi stofnun: Traustnám, hefð, vanlýsing.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Frumstofnun eignarréttinda

A

Nám - hugtakið notað um fasteignir

Taka - hugtakið einkum notað um lausafé

Venjuréttur.

Óbein eignarréttindi yfir landi geta hugsanlega stuðst við venjurétt sbr. Landmannaafréttudómur I

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Landnáma

A

Helsta heimildin um hvernig landi var numið.

Talið hefur verið að við landnám hafi stofnast eignarréttur landnámsmanna yfir landsvæðum sem þeir lögðu undir sig.

Talin rituð á fyrri hluta 12. aldar.

Hefur þýðingu við úrlausn dómsmála um ágreining um eignarrétt yfir landi, t.d. í þjóðlendu málum.

Dómstólar hafa talið skýrar lýsingar Landnámu á umfangi landnáms hafa sönnunargildi við mat á því hvort stofnast hafi til eignarréttar yfir tilteknu landsvæði. Hins vegar ef lýsingar eru takmarkaðar eða óskýrar hefur það verið talið mæla gegn því að viðkomandi landsvæði hafi verið numið og þannig orðið háð beinum eignarrétti.

Frásagnir landnámu benda til þess að landnám hafi í einhverjum tilvikum náð lengra inn til landsins en lýst er í landamerki jarða á síðari tímum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Nám sem stofnunarháttur eignarréttinda

A

Nám er ekki lengur mögulegur stofnunarháttur.

Þjóðlendulög nr. 58/1998, 8. mgr. 3. gr. „Frá og með gildistöku laga þessara er ekki unnt að öðlast eignaréttindi innan þjóðlendna fyrir nám eða hefð.“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Réttarstaða ríkisins.

A

Í H. 33/1978 (Botn Mývatns) taldi Hæstiréttur hvorki sóknaraðila (landeigendur) né ríkið hafa sýnt fram á eignarrétt yfir botni Mývatns, utan netlaga, og þ.a.l. væri enginn eignarréttur fyrir hend en tekið var fram að ríkisvaldið væri bært til að setja reglur um meðferð og nýtingu landsvæða sem enginn gæti gert eignarrétt til.

Sama klausa var endurtekin í Hrd. 199/1978 (Landmannaafréttardómur II) „Um eignartilkall ríkisins er þess fyrst að geta, að eigi hafa af þess hálfu verið settar fram fullnægjandi röksemdir fyrir því, að ríkið hafi eignast landsvæði þetta þegar við stofnun allsherjarríkis á landi hér.“ - „Gögn fyrir því, að ríkið hafi öðlast eignarrétt að þessu landsvæði fyrir eignarhefð eru eigi haldbær“

Hafnað að eignartilkall ríkisins yrði reist á almennum lagarökum og lagaviðhorfum - „Hins vegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis þess, sem hér um ræður […]“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Taka (5 atriði)

A

Veiði: Eignarréttur stofnast við umráð

Reki: Hlutir sem rekur á land af sjó eða finnast í flæðarmálinu eða rétt utan við það. (Rekabálkur Jónsbókar)

Vogreg: Hlutir sem rekur á land en eru merktir eða þannig tilkomnir að ætla má að eigandi sé að þeim. Lög um skipsströnd og vogarek nr. 42/1926.

Forngripir: Lög um menningarminjar nr. 80/2012 - Forngripir teljast eign ríkisins en finnandi kann að eiga rétt á greiðslu vegna kostnaðar. Sérreglur um forngripi úr eðalmálmum eða eðalsteinum

Res derelictae: Hlutir sem eigandi hefur gefið upp eignarrétt sinn að.

Res perditae: Munir sem hafa týnst og aðstæður eru þær að útilokað má telja að gengið verði úr skugga um hver sé eigandinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Afleidd stofnun eignarréttinda

A

Eignarréttindi stofnast í skjóli eldri réttinda

  1. Stofnast með afsalsgerningi: Kaup (lkpl, fkpl, nkpl., skipti, gjafir.
  2. Stofnast við önnur aðilaskipti: erfðir, eigendaskipti á grundvelli eingarnáms, beitingar forkaupsréttar og kaupréttar, við nauðungarsölu, útlagningu við skipti, cessio legis (lögbundið framsal)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Útrýmandi stofnun eignarréttinda

A

Traustfang: Einhver ávinnur sér rétt með því að vera í góðri trú um rétt sinn, aðili sem fær rétt yfir hlut heldur áfram þeim rétti enda þótt hann fari í bága við eignarréttindi þriðja aðila yfir sama hlut.

Vanlýsing: Þegar lagareglur gera ráð fyrir að réttindum sé lýst innan tiltekins frests og gerist það ekki glatast réttindin.

Hefð: Þegar eigandi neytir ekki eingarréttinda sinna af einhverjum ástæðum en annar aðili tekur að beita þeim réttindum eins og hann væri réttur aðili að þeim og þetta ástand hefur staðið í tiltekinn tíma. Þegar svo háttar til og að uppfylltum vissum skilyrðum færast eignarréttindin frá fyrri eiganda (hefðarþola) til hins nýja (hefðanda)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Traustnám (traustfang)

A

Traustfangsreglur leiða til þess að nýr eigandi öðlast meiri rétt en hann hefði í raun átt að fá.

Grandleysi er almennt forsenda traustfangsreglna.

Fasteignir: Víðtækar traustfangsreglur gilda um fasteignir sbr. 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaga. (UT í 2. mgr. 33. gr)

Viðskiptabréf: einnig víðtækar traustfangsreglur.

Ef eign eyðist í notkum sem maður fær í grandleysi ber maður enga skaðabótaábyrgð, enda grandlaus.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly