Eignarréttarvernd stjórnarskrá Flashcards
1. Ákvæði 72. gr. stjskr. - Friðhelgi eignarréttar - Almennt um skerðingu eignarréttar 2. Endurskoðun stjórnarskrár - eignarréttarákvæði 3. Helstu markatilvik 1. mgr. 72. gr. stjskr. 4. Réttindi sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. - Nánar um atvinnuréttindi, lífeyrisréttindi og kröfuréttindi 5. Aðilar eignarréttinda sem njóta verndar 6. Nánar um 2. mgr. 72. gr. stjskr.
Ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar
„Eingarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.“
Hvað felst í upphafsmálslið 1. mgr. 72. gr. stjskr?
Stefnuyfirlýsing og meginregla. - Afgerandi orðalag um að ekki megi hrófla við eignarréttinum.
Allar skerðingar á eignaréttindum verður að skoða í ljósi meginreglunnar.
Stuðlar að réttaröryggi
Skerðing eignarréttar. (almennt)
- mgr. 71. gr. gerir aðeins ráð fyrir einni tegund undantekninga frá meginreglunni um friðhelgi eingarréttar. - Það er heimildin til eignarnáms að þeim skilyrðum uppfylltum sem seinni málsliður 1. mgr. segir fyrir um.
Gengið hefur verið út frá því að eignaréttinum verði sett fleiri takmörk heldur en heimild til eignarnáms rúmar. - Almennar takmarkanir eignarréttar. Heimildir sem yfirvöld hafa til að setja notkun og ráðstöfun eigna skorður í almannaþágu, bótalaust.
Valdheimild löggjafans til almennra takmarkana eignarrétar er dregin af 2. gr. stjskr. en ekki 72. gr.
Helstu markatilvik 1. mgr. 72. gr. stjskr.
Tvenns konar mörk 1. mgr. 72. gr. sem helst þarfnast athugunar:
Hvaða verðmæti verði felld undir vernd ákvæðisins?
Hvar liggja mörk eignarnáms og almennra takmarkana eignarréttar?
Réttindi sem njóta verndar 72. gr.
Fjárhagsleg verðmæti og ófjárhagsleg. - Oftast er um að ræða fjárhagsleg verðmæti en þó er ekki hægt að gagnálykta á þann veg að hluti sem ekki hafa fjárhagslegt gidli njóti ekki verndar.
Einstaklingsréttur / Einkaréttur - Það verða að vera til staðar ákveðin tengsl milli eignar og eiganda til að hægt sé a ðsegja að stofnast hafi eignarréttur sem nýtur verndar stjórnarskrárákvæðsins
Hvernig eru réttindin tilkomi? - Einkaréttarleg eðlis eða af meiði opinbers réttar? Ekki hægt að nota mælikvarðan um uppruna réttinda til að leysa úr því hvort þau falli undir vernd 72. gr. - Mörg takmarkatilvik, t.d. laun æviráðinna embættismanna.
Þau réttindi sem helstu verður litið á eru atvinnuréttindi, lífeyrisréttindi og kröfuréttindi.
Réttindi sem njóta verndar 72. gr.
Atvinnuréttindi
Réttindi manns til að stunda tiltekna atvinnu: - réttindi sem byggjast á sérstöku leyfi eða löggildingu: - heimildir manns til að stunda áfram þau störf sem þeir hafa tekið upp.
Kunna að vera metin til fjárhagslegra gæða og geta fallið undir vernd 1. mgr. 72. gr. sem eignarréttindi
Verndin alla jafna takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignaréttinda
Löggjafinn hefur nokkuð rúma heimild til íhlutunar í þessi réttindi.
Atvinnuréttindi / Atvinnufrelsi - Tengsl 72. gr. og 75. gr. stjskr.
H. Sundmarðardómur, Frami, Tóbaksdómur og Björgun
Réttindi til lífeyrisgreiðslna
Réttur til greiðslna samkvæmt almannatryggingalöggjöf: - fellur almennt utan réttarverndar 72. gr. (ath. Öryrkjadómur I) - Gjaldfallnar bætur njóta verndar.
Réttur manna til greiðslna á grundvelli lífeyrisréttinda sem myndast hafa í lífeyrissjóðum að hluta til vegna framlaga hans sjálfs: - Slík réttindi njóta verndar 72. gr. en þó hefur verið viðurkennt að þau kunni að vera háð breytingum í löggjöf að vissu marki.
Hrd. Gildi Lífeyrissjóður (ath. sératkvæði VMM) og Sparisjóður Vestmannaeyja
Aðilar eignarréttinda sem njóta verndar 72. gr.
Einstaklingar og lögaðilar - Það að eignaréttarákvæðið er í mannréttindakaflanum gefur vísbendingu um það að þau gildi fyrst og fremst um einstaklinga en líkt og önnur mannréttindaákvæði gilda þau að vissu marki einnig um lögaðila.
Ríki og sveitarfélög - Mest álitamál um réttarstöðu sveitarfélaga gagnvart mannréttindum. Ekki til dómaframkvæmd sem sker úr um að hvaða marki verndin er fyrir hendi fyrir sveitarfélög.
Erlendir aðilar - Ákvæði í 2. mgr. um heimild til að takmarka rétt erlendra aðila til að eignast eignir, en það ákvæði breytir því ekki að erlendir aðilar eiga hér eignir og njóta þeir sömu verndar og aðrir.
Nánar um 2. mgr. 72. gr. stjskr.
„Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.“
- lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991. (einkum útgerð og fiskvinnsla, virkjanaréttindi og fyrirtæki í orkuvinnslu og orkudreifingu, flugrekstur)
- Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966:
Meginregla: Íslenskt ríkisfang eða lögheimili hér er skilyrði fyrir því að mega öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi. Sé um að ræða félög eru m.a. gerðar kröfur um íslenskt ríkisfang eða lögheimili eigenda eða stjórnenda og í hlutafélögum skulu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra ríkisborgara
Lögin hafa að geyma heimildir til að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. þ.e. ráðherra getur veitt til þess leyfi í tveimur tilvikum
- Samkvæmt umsókn frá þeim sem hefur rétt til að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til beinnar notkunar í atvinnustarsemi sinni eða til að halda þar heimili.
- Ef annars þykir ástæða til ( Yeah … about that.)
Grímsstaðamálið
Lögskýring Innanríkiráðuneytis: Markmiðsskýring - Þröng túlkun (undanþáguákvæði)
Jafnræðisregla, stærð landsvæðisins.
Kaupandi var félag, sbr. ströng skilyrði laganna fyrir því að hlutafélög öðlist eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi.
Niðurstaða ráðuneytisins var synjun undanþágu.