Eignarréttarvernd MSE Flashcards
1. Alþjóðleg mannréttindavernd 2. Ákvæði 1. gr. 1. viðauka við MSE 3. Aðferð MDE við beitingu 1. gr. 1. viðauka 4. Réttindi sem falla undir vernd ákvæðisins 5. Eignarskerðingar 6. Skilyrði fyrir eignarskerðingum
Eignaréttarvernd í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna
- gr.
- Öllum skal heimilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra.
- Enginn skal að geðþótt sviptur eign sinni
Ekki náðist samstaða á vettvangi SÞ um frekari vernd eignarréttinda í bindandi alþjóðasamningum. - Engin ákvæði um eignarrétt í mannréttindasamningum SÞ (að ofan er úr mannréttindayfirlýsingunni)
Evrópusamvinna um mannréttindavernd
Ekki samstaða um eignarréttarákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu þegar hann var undirritaður 1950.
Ákvæðu um vernd eignarréttar er í 1. gr. 1.. viðauka við sáttmálann frá 1952.
Meiri tvíhyggja um efnahagslegt skipulag þegar MSE var gerður og efnaréttar umræða viðkvæm. Breyttist eftir hrun kommunismans og viðhorf eru mun einsleitnari í dag.
ÞÓ að menn hafi náð saman um þetta ákvæði var afstöðu munurinn ekki leystur og ákvæði ber merki um að þetta var viðkvæmt mál og ekki var hægt að takmarka völd sumra þjóða til að takmarka eignarréttindi borgara um of.
Ákvæði 1. gr. 1. viðauka við MSE
„Öllum mönnum og lögaðilum ber réttur til að njóta eigna sinna í friði. Skal engan svipta eign sinni, nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðarréttar.
Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynlegt til þess að geta haft hönd í bagga um notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga.“
Uppbygging greinarinnar er lík ýmsum öðrum ákvæðum MSE: Fyrst eru réttindin staðhæfð, síðar er fjallað um skilyrði fyrir því að rétturinn sé skertur. - Snýst um að finna jafnvægi á milli hagsmuna einstaklingsins og almennings - Rauði þráðurinn í starfi MDE.
Í ákvæðinu felast 3 reglur.
Fyrsta regla 1. gr. 1. viðauka MSE. (reglurnar þrjár)
Fyrsta reglan kemur fram í 1. málsl. 1. mrg.: „Öllum mönnum og lögaðilum ber réttur til að njóta eigna sinna í friði.“
Hún er almenn meginregla um rétt manna til að njóta eigna sinna í friði (peaceful enjoyment of possession)
Yfirlýsing um réttindin. Sambærilegt upphafsmálslið 72. gr. stjskr. (almenn meginregla)
Önnur regla 1. gr. 1. viðauka MSE. (reglurnar þrjár)
Önnur reglan kemur fram í 2. málsl. 1. mgr.: „Skal engan svipta eign sinni, nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðaréttar.“
Hún tekur til sviptingar eigna og bindur hana þrenns konar skilyrðum.
- Almannahagsmunir, lagaáskilnaður og að gætt sé meginreglna þjóðaréttar.
Hliðstætt eignarnámi.
Reglan kveður ekki á um bætur vegna eignarsvipting en það leiðir af meðalhófsreglunni að fyrir eignasviptingu komi bætur, þær eru þó ekki endilega alltaf fullar. Getur verið að almannahagsmunir krefjist þess að bæturnar séu ekki markaðsvirði.
Þriðja regla 1. gr. 1. viðauka MSE.
Þriðja reglan kemur fram í 2. mgr.: „Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynlegt til þess að geta haft hönd í bagga um notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga.“
Hún viðurkennir rétt samningsríkja til þess, m.a. að hafa stjórn á nýtingu eigna í samræmi við almannahagsmuni.
Almennar takmarkanir eignaréttar.
Reglurnar þrjár (saman.. vinstæl prófspurning)
- Réttur manna til að njóta eigna sinna í friði. Kemur fram í 1. málsl. 1. mgr.
- Skal engan svipta eign sinni nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðaréttar: (Eignarsvipting / Deprevation) Tekur til sviptingar eigna og bindur þrenns konar skilyrðum. Kemur fram í 2. málsl. 1. mgr.
- Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynlegt til þess að geta haft hönd í bagga um notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga: - Almennar takmarkanir eignarréttar. - Almannahagur og meðahóf eru skilyrði.
Aðferð Mannréttindadómstólsins við mat á því hvort eignarskerðing hafi átt sér stað sem brjóti gegn 1. gr. 1. viðauka.
Við mat á því hvort eignarskerðing hafi átt sér stað sem brjóti gegn 1. gr. 1. viðauka skoðar MDE:
- Réttindi? - Er um að ræða réttindi sem geta talist eign í merkingu greinarinnar.
- Skerðing? - Hafa réttindin verið skert með einhverjum hætti?
- Hvers konar skerðing? - Fellur skerðingin undir 2. eða 3. reglu eða er um að ræða einhvers konar aðra skerðingu á réttindum sem 1. reglan fjallar um?
- Eru skilyrði fyrir skerðingu uppfyllt? - Er skerðingin réttmæt í ljósi þeirra skilyrða sem sett eru fram í greininni (lögmælt og í þágu almannahagsmuna)?
- Var meðalhófs gætt?
Réttindi sem falla undir vernd 1. gr. 1. viðauka MSE.
(Hugtakið eign, hlutbundin og óhlutbundin verðmæti)
Hugtakið eign (posession): Víðtæk merking. MDE leggur sjálfstæða merkingu í hugtakið eign (autonomous concept)
„The court recalls that the notion ‘possession’ (in French: biens) in Article 1 of Protocol 1 has an autonomous meaning which is certainly not limited to ownership of physical goods: certain other rights and interests constituting assets can also be regarded as ‘property rights’ and thus as ‘possessions’, for the purpose of this provision.“
Hlutbundin og óhlutbundin verðmæti: Hlutabréf, einkaleyfi, viðskiptavild og ýmis konar atvinnuréttindi sem byggð eru á útgefnum leyfum. Réttindi sem hægt er að sýna fram á að maður hafi að minnsta kosti lögmæta væntingar til að verði virk.
Lögmætar væntingar kunna að njóta verndar 1. gr. 1. viðauka sbr. Pine Valley Developments Ltd. gegn Írlandi.
Lífeyrisréttindi sbr. mál Kjartans Ásmundssonar gegn Íslandi.
Eignarskerðingar (MSE)
**Eignarsvipting (deprivation) ** Fyrst og fremst ráðstafanir sem fela í sér afnám eða yfirfærslu eignarréttar, t.d. eignarnám eða þjóðnýting: Eignanám í raun (de facto expropriation) t.d. Papamichapoulos o.fl. gegn Grikklandi.
**Takmarkanir á notkun eigna. ** Heimild yfirvalda til að setja noktun eigna skorður í almannaþágu. Vald sem ríkið hefur til að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga. t.d. Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi.
**Almenna reglan um rétt manna til að njóta eigna sinna í friði. ** Þær skerðingar á eignarrétti sem ekki falla undir regluna um eignarsviptingu né regluna um takmörkun á notkun eigna eru skoðaðar í ljósi meginreglunnar um rétt manna til að njóta eigna sinna í friði. t.d. Sporrong og Lönnroth gegn Svíþjóð.
Skilyrði fyrir eignarskerðingum (MSE)
Lagaheimild: Lagaáksilnaðarreglan hér skýrð á sama hátt og í öðrum ákvæðum sáttmálans. Þrjú skilyrði. 1. Reglan sem skerðir réttindin þarf að eiga formlega stoð í viðurkenndum réttarheimildum landsréttar. 2. Reglan þarf að vera aðgengileg borgurum. 3. Reglan þarn að vera nægilega skýr til þess að beiting hennar sé fyrirsjáanleg.
Almannahagsmunir: Aðildarríkin yfirleitt talin hafa víðtækt svigrúm til að ákveða hvaða markmið þjóni almannahagsmunum
**Meðalhófsregla: ** Gerir kröfu um að við íhlutun í réttindi einstaklinga sé þess gætt að réttlátt jafnvægi ríki milli almannahagsmuna og grundvallarréttinda einstaklingsins. - Quote á glærum úr Chassagnou um „wide margin of appreciation“ - Mat aðildarríkjanna.
Jafnvægi (markmið ákvæðisins, rauði þráðurinn) ekki náð ef óhófleg byrði er lögð á einstaklinginn. sbr. t.d. Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi
Við mat á því hvort meðalhófs hafi verið gætt við eignarsviptingu skiptir máli hvort eigandanum hafi verið greiddar bætur. Ekki þó trygging fyrir fullum bótum.