Eignarnám og almennar takmarkanir eignarréttar Flashcards

Eignarnám. - hugtakið eignarnám - Skilyrði eignarnáms - hvaða tjón fær eignarnámsþoli bætt? - Ákvörðun eignarnámsbóta Almennar takmarkanir eignarréttar - inngangur - mörk eignarnáms og almennra takmarkana.

1
Q

Hugtakið eignarnám.

A

Eignarnám er sú skerðing eignarréttar sem 1. mgr. 72. gr. stjsk.r heimilar að uppfylltum þeim skilyrðum sem ákvæðið lýsir: - Eigandi er skyldaður til að láta eign sína af hendi að öllu eða nokkru leyti. - Getur beinst hvort heldur að eigna sem undirorpin er beinum eignarrétti eða að óbeinum eða takmörkuðum eignarréttindum. - Oftast skapast nýr samsvarandi réttur öðrum til handa. (ekki þó algilt, sbr. H. Fossgata), eign kann að vera eyðilögð, sbr. H. Rottukofi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Lög um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973 (almennt)

A

Taka fyrst og fremst til ákvörðunar bóta fyrir eignarnám.

Miðast einkum við eignarnám fasteigna og tengdra réttinda en verður einnig beitt um annars konar eignarréttindi.

  1. gr.: „Ef eigi leiðir annað af heimildarlögum, má með eignarnámi afla eignarréttar að landi og mannvirkjum ásamt því, sem þeim fylgir, skerða um ákveðinn tíma eða fyrir fullt og allt eignarrétt eða takmörkuð eignarréttindi yfir fastieng og sofna eða fella niður afnotaréttindi, ítaksréttindi og önnur takmörkuð eignarréttindi yfir fasteignum. Þegar eignarréttar er aflað með eignarnámi, skulu öll takmörkuð eignarréttindi jafnframt afnumin, nema annað sé sérstaklega ákveðið.“
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Skilyrði eignarnáms

A

Lagaheimild.

Almenningsþörf

Fullt verð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Skilyrði eignarnáms - Lagaheimild.

A
  1. gr. veitir ekki sjálfstæða heimild til eignarnáms. Það verður að vera heimild í almennum lögum. - Lagaheimildirnar er hægt að flokka í svo flokka.

Sérstök lagaheimild - tiltekin eign: t.d. lög um vatnaréttindi í Andakílsá ofl. Lög sett sérstaklega til að taka tilteknar lóðir eignarnámi.

Almenn lagaheimild - heimild til eignarnáms þegar tilteknar aðstæður eru fyrir hendi. t.d. lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í hörðu. (Þrenns konar eignarnámsheimildir: Í þágu nýtingarleifishafa, ríkið, sveitarfélög.) Löggjafinn framselur ákvörðunarvald um það, hvort og hvenær eignarnámi skuli beitt, til framkvæmdavaldsins. Stjórnvöld meta hvort nauðsynlegt, tímabært (lokaúrræði), hvert skuli vera umfang eignarnámsins o.s.frv. Ákvörðun stjórnvalds um eignarnám er stjórnvaldsákvörðun - þarf að gæta stjórnsýslulaga. Endurskoðunarvald dómstóla - Um hvort fullnægjandi lagaheimild sé til staðar og hvort stjórnvöld hafi farið að settum skilyrðum og gætt réttra málsmeðferðarreglnaþ Þegar um er að ræða eignarnámsheimild með matskenndum skilyrðum er alltaf spurning hversu langt dómstólar geta gengið í endurskoðun á frjálsu mati stjórnvalda. Hæstiréttur er farinn að ganga mun lengra í því en áður, það er þó ennþá umdeilt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Skilyrði eignarnáms - Almenningsþörf.

A

Matskennt skilyrði.

Vísar til samfélagslegra hagsmuna: - Athuga hér eignarnám í þágu einstaklinga eða einstakra lögaðila, t.d. 1. mgr. 29. gr. auðlindalaga sbr. 17. gr.

Felur í sér tvo þætti:

Réttlætingarþátturinn - að tiltekin starfsemi eða aðstaða sé í sjálfu sér svo þýðingarmikið að réttlætanlegt sé að svipta menn eignum sínum í þágu hennar. t.d. vegagerð, hafnargerð o.s.frv.

Nauðsynjaþátturinn - að nauðsynlegt sé í tilteknu tilviki að svipta mann eignum sínum í þágu slíkrar starfsemi en í þessu sambandi verður að gæta þess að ekki sé gengið lengra en nauðsynlegt er til að ná því markmiði sem að er stefnt.

Það er löggjafans að taka afstöðu til réttlæginarþáttarins en löggjafinn framselur oft mat á nauðsynjaþættinum til stjórnvalda, þ.e. þegar eignarnámsheimildin er almenn. Þegar heimildin er sérstök þá hefur löggjafinn metið báða þætti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Skilyrðu eignarnáms - Almenningsþörf: Endurskoðunarvald dómstóla

A

Dómstólar endurskoða almennt ekki mat löggjafans á réttlætingarþættingum

Hafa frjálsari hendur með endurskoðun á nauðsynja þættinum og geta endurskoðað ákvörðun stjórnvalda sem tekin er í skjóli almennrar eignarnámsheimildar.

Almennt talið að dómstólar endurmeti ekki réttætingarþáttinn - það sé löggjafans, en frjálsar hendur um nauðsynjaþáttinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Skilyrði eignarnáms - Fullt verð.

A

Byggir á því sjónarmiði að eignarnámsþoli skuli eftir eignarnámið vera eins settur og fyrir það.

Í skilyrðinu felst einnig krafa um: Að bætur séu tryggðar, þær séu rétt ákvarðaðar og að takmarkað sé hvaða kostnaður verði lagður á eignarnámsþola.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvaða tjón fær eignarnámsþoli bætti?

A

Fjárhagslegt tjón: Ófjárhagslegt tjón er ekki bætt. - Persónulegt minjagildi ekki bætt.

Óhagræði og kostnaður: Eignarnámsþoli á rétt á bótum fyrir óhagræði sem eignarnámið hefur í för með sér og sem leiðir til fjárhagslegs tjóns fyrir hann. Eignarnámsþoli á ekki að verða fyrir tilfinnanlegum útgjöldum vegna reksturs eignarnámsmálsins.

Sannanlegt tjón, orsakasamband - skaðabótareglur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Ákvörðun eignarnámsbóta.

A

Lög um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973

Matsnefnd eignarnámsbóta: Stjórnsýslunefnd, úrskurðum ekki skotið til æðra stjórnvalds, má leggja fyrir dómstóla.

Efnisreglur um ákvörðun eignarnámsbóta: Lög 11/1973 (fyrst og fremst málsmeðferðarreglur) 10. gr. eldri laga nr. 61/1917 - Matsverð eignar skyldi miðað við það gangverð sem eignin mundi hafa í kaupum og sölum. Að mestu byggt á ólögfestum reglum, mótaðar af dómstólum og matsnefnd eignarnámsbóta.

Sérreglur um fjárhæð eignarnámsbóta: Taka til afmarkaðra atriða varðandi bótaákvörðunina, t.d. vatnalög, vegalög, auðlindalög og raforkulög.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Meginsjónarmið við verðlagninu eignarnuminnar eignar.

A

Miða við tjón eignarnámsþola en ekki ávinning eignarnema. (ath. þó bætur fyrir jarðefni). - Bæta skal verðgildi eignarinnar fyrir eignarnámsþola á þeim tíma sem eignarnámið fer fram, fjárhagslegur ávinningur eignarnámsþola, t.d. ef aðrar eignir hans eða aðrir hlutar eignar hans hækka í verði við eignarnámið, kemur til frádráttar. Á þó aðeins við um sérstakan ávinning - ekki verðhækkunar sem ná einnig til annarra eigna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Þrjár leiðir við ákvörðun eignarnámsbóta.

A

Söluverð (meginreglan) - miðað við það verð sem ætla má að fengist fyrir eign við frjálsa sölu á markaði: Viðmiðanir: Fyrra söluverð (framreiknað), verið sambærilegra eigna (erfitt að ákveða hvað er sambærilegt), ef fyrir liggur kauptilboð (fyrirvari um málamyndatilboð) - Þýðing skipulags, leyfilegrar notkunar, staðsetningar, gæða eignar, ástands o.fl. Að hve miklu leyti ber að taka mið af framtíðarnýtingu? - Yfirleitt er viðurkennt að tillit sé tekið til þessa en þó þannig að það þurfi að vera raunhæfar líkur á þeirri framtíðarnýtingu sem gerð er krafa um að sé bætt. (skipulag, áform eiganda, eiginleikar jarðar.)

Notagild - Bætur miðaðar við þann arð sem hafa má af eigninni með lögmætri og heimilli nýtingu. Kemur til skoðunar ef eignarnámsþoli getur sýnt fram á að hann skili hætti bótum en söluverð.

Enduröflunarverð. Bætur miðast við kostnað sem eignarnámsþoli hefur af því að afla sér sambærilegrar eignar. Beitt í undantekningatilvikum. Litið til þess hagræðis sem eignarnámsþoli hefur af þ´vi að fá nýja eign í stað gamallar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Almennar takmarkanir eignarréttar.

A

Löggjafnum er heimilt að setja mönnum skorður varðandi nýtingu og ráðstöfun eigna sinna án þess að fyrir það komi bætur.

Settar vegna almannahagsmuna

Mörg slík ákvæði í umhverfislöggjöfinni - náttúruverndarlög, löggjöf um friðun ýmissa dýrategunda, lög um mat á umhverfisáhrifum, auðlindalöggjöf, ákvæði um leyfisskyldu o.fl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Mörk eignarnáms og almennra takmarkana

A

Hversu langt er hægt að ganga í að takmarka heimildir manna sem felast í eignarrétti hans án þess að það verði talið fela í sér eignarnám og það með bótaskyldu?

Grundvöllur bóta vegna skerðingar eignarréttinda:

Eignarnám - eignarnámsbætur.

Ólögmæt skerðing, t.d. ófullnægjand lagastoð - skaðabætur.

Ekki alltaf skýrt af lagaákvæðum - H. Laxá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Sjónarmið um mörk bótaskyldar eignarskerðinga og annarra skerðinga.

A

Er stofnað til nýrra eignarheimilda til handa öðrum aðila? - Yfirfærsla eignarrétinda - meiri líkur á að um eignarnám sé að ræða.

Að hverjum beinist eignarskerðingin og hversu víðtæk er hún? - Ná til allra eigna af tilteknu tagi - líklegt að þær teljist almennar. Skerðingar sem beinast að fáum og tilteknum eignum eru líklegri til að teljast fela í sér eignarnám: Jafnræðissjónarmið í þessu sambandi.

Hvaða rök eru að baki eignarskerðingunni? - Hættueiginleikar (H. Sundmarðardómur) - Umhverfissjónarmið (H. Björgun) „Neyðarréttur“ (Neyðarlagadómurinn)

Hversu umfangsmikil eða þungbær er skerðingin? - Ef skerðing er minni háttar og hefur lítil áhrif á réttindin eða heimildir eigandanst eru meiri líkur á að hún yrði talin almenn (H. Laxá)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly