Eignarhald á fasteignum. Mörk fasteigna og flokkun. Flashcards

- Hugtakið fasteign - Mörk fasteigna Merki milli fasteigna utan þéttbýlis / í þéttbýli, skrár yfir fasteignir Efnisreglur um mörk fasteigna Merki í lækjum, ám og vötnum Mörk gagnvart sjó Mörk gagnvart jöklum Eignarráð landeiganda undir yfirborði jarðar Eignarráð landeiganda í loftrýminu yfir landi hans - Flokkun fasteigna.

1
Q

Hugtakið fasteign. (hin heðbundna skilgreining)

A

Afmarkað land ásamt eðlilegum hlutum þess, lífrænum og ólífrænum, og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.

„Afmarkað“ - Með lóðarmerkjum. Þarf að liggja fyrir lýsing sem sýnir að um sé að ræða afmarkaðan landhluta

„Lífrænir / ólífrænir hlutar“ - Lífrænir eru gróður. Ólífrænir eru t.d. jarðvegur og grjót. Um leið og búið er að aðskilja, t.d. slá tún og taka heyið í burtu, er það ekki hluti fasteignar heldur lausafé.

„Varanlega við landið skeytt“ - Þarf að huga að tveimur atriðum: I. Hvort frágangur mannvirkis sé með þeim hætti að það sé varanlega tengt við landið. II. Hvort það sé raunveruleg heimild til að láta mannvirkið standa þar sem það stendur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hugtakið fasteign. - Lagaskilgreiningar.

A
  1. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.: „Fasteign samkvæmt lögum þessum er afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.“ - Bætt inn réttindum venga þess að lögin fjalla um skráningu og mat fasteigna og því eðlilegt að réttindi sem fylgja viðkomandi fasteign séu höfð með.
  2. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002.: „Fasteign samkvæmt lögum þessum telst vera afmarkaður hluti lands, ásamt eðlilegum hlutum þess, lífrænum og ólífrænum, og mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt. Með fasteign er einnig átt við eignarhluta í húsi eða öðru mannvirki sem skiptist í fleiri en einn slíkan.“ - Vegna þess að í fkpl. er oft verið að selja íbúðir og því þurfti að víkka út skilgreininguna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Mörk fasteigna í þéttbýli

A

Lög um mælingu og skrásetingu lóða og landa í lösagnarumdæmi Reykjavíkur nr. 35/1914 og samskonar lög um Akureyri nr. 16/1951.- Sérlög sem kveða á um skyldu stjórnvalda til að mæla lóðir og gera nákvæman uppdrátt. Lögin eru að verða söguleg því að í dag eru skýr ákvæði um þetta í skipulagslögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Merki milli fasteigna utan þéttbýlis

A

Allt frá tíma Grágásar hefur íslensk löggjöf gert ráð fyrir að mörk jarða væru afmörkuð með landamerkjum.

Landamerkjalög nr. 5/1882 kveða á um almenna skyldu landeigenda eða umráðamanna lands til að setja glögg landamerki fyrir jörðum sínum og halda þeim við.

Landamerkjalög nr. 41/1919 kveða á um skyldu til að gera landamerkjaskrá / landamerkjabréf. Þar skal landamerkjum lýst og ítök og hlunnindi skráð. Áritun landeigenda aðliggjandi landa er krafa og eftir að sú áritun er fengin er bréfinu þinglýst.
Nokkur misbrestur varð á því að landamerkjabréf væru gerð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Skrár yfir fasteignir

A
  1. gr. skipulagslaga- landeignaskrár.
    Lög um skráningu og mat fasteigna - fasteignaskrá

Þjóðskrá Íslands varð til við sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár íslands.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Efnisreglur um mörk fasteigna.

A

Engar efnisreglur í landamerkjalögum um það hvernig setja skuli niður merki eða hvernig leysa skuli úr ágreiningi um þau.

Almennar reglur:
Lagareglur um mörk við tilteknar aðstæður, t.d. vatnalög
Óskráðar reglur sem mótast hafa í dómaframkvæmd.

Helstu álitaefni eru merki í lækjum, ám og vötnum og mörk við sjó. (sér spjöld)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hugtakið ríki og fjögur grundvallaratriði sem eru óhjákvæmilegar forsendur fyrir tilvist ríkis

A

Hugtakið ríki hefur verið skilgreint sem mannlegt samfélag, sem hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu landsvæði, býr við lögbundið skipulag og lýtur stjórn, er sækir vald sitt samfélagsins sjálfs, en ekki til annarra ríkja, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu, óháð valdhöfum annarra ríka, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu, óhálð valdhöfum annarra ríkja að öðru leyti en því sem leiðir af reglum þjóðaréttarins.

Samkvæmt þessari skilgreiningu eru fjögur grundvallaratrðið óhjákvæmilegar forsendur fyrir tilvist ríkis, þ.e. fólk, land, lögbundið skipulag og stjórnarfarslegt sjálfstæði. - Vanti einhver þessara atriða, er ekki um ríki að ræða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Af hverju er mikilvægt að afmarka íslenskt forráðasvæði gagnvart forráðasvæðum erlendra ríka og gagnvart svæðum, t.d. úthafinu, sem ekkert ríki getur slegið eing sinni á eða áunnið sér þar forréttindi umfram önnu ríki.

A

Þjóðaréttur og lands´rettur eru tvær sjálfstæðar réttarheildir. Réttarreglur landsréttar lúta að lögskiptum þegnanna í innbyrðis samskiptum þeirra í þjóðfélaginu og að sambandi þerira og ríkisvaldsins. Viðfangsefni alþjóðlegs einkamálaréttar er íslensk einkaréttarlögsaga, þ.e. hvers lands lögum ber að beita við úrlausn mála fyrir íslenskum dómstólum, þegar sakarefni eða málsaðila eiga til tenglsa að telja við rétt fleiri ríkja en eins. Viðfansefni alþjóðlegs refsiréttar er hins vegar íslensk íslensk refsilögsaga. REfsilögsagan felur í sér bæði vald til þess að setja refsilög og vald til þess að framfylgja þeim með rannsókn, dómi og fullnustu. Því er mikilvægt að afmarka íslenskt forráðasvæði gagnvart forráðasvæðum erlendra ríka og gagnvart svæðum, t.d. úthafinu, sem ekkert ríki getur slegið eign sinni á.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Úthafið

A

Úthafið er hafsvæði, sem er utan ríkislögsögu einstakra ríkja, og er það öllum frjálst til umferðar og nota. Ekkert ríki getur slegið eign sinni á hluta þess eða áunnið sér þar forréttindi umfram önnur ríki. Aldagömul þjóðréttarhefð liggur að baki grundvallarreglunni um frelsi á höfunum, og var sú þjóðarréttarregla á sínum tíma staðfest í Genfarsamningnum frá 1958 um úthafið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Íslenskt landssvæði (almennt)

A

Heimild Íslendinga til landsins byggðist eins og nánar verður rakið síðar á landnámi, og síðan hefur landið óslitið verið byggt af íslensku þjóðinni. Takmörk landsins eru skýr, þar sem það er sævi gyrt á alla vegu, og eru því ekki deilur um landamæri ríkisins sjálfs. Þótt ekki séu deilur um landamæri ríkisins sjálfs, geta risið og hafa risið deilur um innbyrðis skiptingu landsins. Þannig má nefna deilur um kjördæmamörk, sýslumörk og staðarmörk sveitarfélaga annars vegar, og hins vegar deilur um eignarhald á landi, þ.e. annars vegar deilur um mörk tveggja eða fleiri fasteigna, eða deilur um mörk eignarlanda og þjóðlendna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Flokkun íslensks landssvæðis.

A

Annars vegar flokkun sem styðst við opinbera hagsmuni, þ.e. flokkun landsins sem byggir á skiptingu þess í kjördæmi, sveitarfélög, stjórnsýsluumdæmi og dómstólaskipan.

Hins vera er sú flokkun sem byggir á skiptingu landsins eftir því, hvernig háttað er eignarhaldi á landsvæðum.
Áður fyrr tíðkaðist að flokka íslenskt landsvæði á þessum grundvelli í eignarlönd, afrétti og almenninga. Á þessu var gerð breyting með lögum 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Í þeim lögum er eignarland skilgreint í 1. gr. sem landsvæði, sem háð er einkaeignarrétti, þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka, sem lög segja til um á hverjum tíma. Þjóðlenda er hins vegar landsvæði utan eignarlanda, þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Afréttur er skilgreindur sem landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notaður til sumarbeitar fyrir búfé.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Landhelgi Íslands

A

Almennt er viðurkennt að sérhvert strandriki eigi yfirráð yfir því hafsvæði, sem næst liggur ströndinni.
Um landhelgi Íslands er mælt í lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
Samkvæmt 1. gr. skal landhelgi Íslands afmörkuð með línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu, sem dregin er milli þeirra staða, sem tilgreindir eru í ákvæðinu.
Í 2. gr. segir að fullveldisréttur Íslands nái til landhelginnar, hafsbotnsins innan hennar og loftrýmis yfir henni. Framkvæmd fullveldisréttarins fer eftir íslenskum lögum og ákvæðum alþjóðalaga.
Í fullveldisrétti ríkisins í landhelginni felst, að þar fer ríkið með fullan og óskorðaðan ríkisyfirráðarétt, sambærilegan að flestu leyti við þann rétt, sem það fer með yfir íslensku landi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Íslensk efnahags- og mengunarlögsaga.

A

Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelginnar, sem afmarkast af línu, sem alls staðar er 200 sjómlur frá grunnlínum, sbr. 3. gr. laga nr. 41/1979.
Er hin eiginlega efnahagslögsaga því 188 sjómílur, þar sem landhelgin er 12 sjómílur.

Þar sem skemmra er en 400 sjómílur milli grunnlína Færeyja og Grændlands annars vegar og Íslands hins vegar skal efnahagslögsagan markast af miðlínu. Innan efnahagslögsögunnar fer íslenska ríkið einkum með tvenns konar valdheimildir, þ.e. fullveldisrétt að nokkru leyti en lögsögu að öðru leyti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Fullveldisréttur innan efnahagslögsögu.

A

Innan efnahagslögsögunnar hefur Ísland skv. 4. gr. laga nr. 41/1979 fullveldisrétt að því er varðar rannsóknir, hagnýtingu, verndun og stjórnun auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni og í honum, í hafinu yfir honum svo og aðrar athafnir varðandi efnahagslega nýtingu og rannsóknir innan svæðisins, svo sem framleiðslu orku frá sjávarföllum, straumum og vindi.

Takmarkaðri rétt, þ.e. einungis lögsögu, fer íslenska ríkið með innan svæðisins að því er varðar byggingu mannvirkja og afnot af þeim, vísindalegar rannsóknir, verndun hafsins og önnur réttindi og skyldur samkvæmt alþjóðalögum.

Ríkið fer með mun minni réttindi í efnahagslögsögunni en í landhelginni og verður að viðurkenna þar ýmis réttindi annarra ríkja, sem þau njóta einnig á úthafinu.
Efnahagslögsagan er ´vi blandað lögsögubleit, sem hefur einkenni bæði af réttarskipan landhelginnar og úthafsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Landgrunn Íslands.

A

Landgrunnið er það neðansjávarsvæði, sem gengur út frá ströndum landsins og er eðlilegt framhald þess. Landgrunn Íslands nær til hafsbotnsins og neðansjávarsvæða utan landhelgi, sem eru framlenging landsvæðisins, allt að ytri mörkum landgrunnsvæðisins, þó að 200 sjómílna fjarlægð frá grunnlínum landhelginnar, þar sem ytri mörkum landgrunnsvæðisins ná ekki þeirri fjarlægð, sbr. 5. gr. laga nr. 41/1979.

Af þessu leiðir, að landgrunn Íslands nær ætíð að 200 sjómílum frá grunnlínum, án tillits til dýptar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Fiskveiðilögsaga Íslands

A

Með 1. gr. laga nr. 44/1948 um vísindalega verndun landgrunnsins var svo ákveðið, að sjávarútvegsráðuneytið skyldi ákvarða takmörk verndarsvæða innan endimarka landgrunnsins, þar sem allar veiðar skyldu háðar íslenskum reglum og eftirliti. Lögin byggja á þeirri forsendu, að landgrunnið tilheyri Íslandi og lúti yfirráðum þess.
Með útgáfu reglugerðar 46/1950 um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi og reglugerð 21/1952 um verndun fiskimiða umhverfis Ísland var markalínan dregin 4 sjómílur frá tilteknum grunnlínupunktum.
Með reglugerð 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Íslands var landhelgin færð út í 12 sjómílur frá sömu grunnlínupunktum. Með regluregð nr. 189/1972 í 50 sjómílur..

Með reglur gerð frá 1975 var fiskveiðilandhelgin færð út í 200 sjómílur. Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar voru erlendum skipum bannaðar allar veiðar í fiskveiðilandhelginni samkvæmt ákvæðum þágildandi laga nr. 33/1922 um rétt til fikveiða í landhelginni.

17
Q

Hafalmenningar við Íslnd.

A

Menn greindi lengi á um það, hvar almenningar væru hér á landi og hvernig eignarrétti að þeim væri háttað, en í sjálfu sér var ekki ágreiningur um, að þeir gætu verið til, enda hefur löggjöf ótvírætt lengi gert ráð fyrir tilvist þeirra. Voru menn almtnn sammála um, að almenningar væru landsvæði, sem enginn gæti talið til einstaklingsbundins eignarréttar yfir, þótt ekki væri útilokað, að menn kynnu að eiga þar ákveðin og afmörkuð réttindi.

Hafalmenningur er það svæði sjávar við strendur landsins, sem tekur við utan netlaga, en netlög eru sjávarbelti, sem nær 115 metra frá stórstraumsfjörumáli landeignar. Um hafalmenninga er það að segja, að frá upphafi Íslandsbyggðar og allt fram yfir miðja þessa öld hefur sú meginregla verið viðurkennd, að hafið utan netlaga væri almenningur, þar sem öllum væri heimil veiði. Reglan kemur fram í Grágás, Landabrigðaþætti Konungsbókar. „Menn eigu allir að veiða fyrir utan netlög að ósekju“ og í Landabrigðaþætti Staðarhólsbókar. „Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlag að ósekju ef vilja. Í Jónsbók er reglan í 61. kapítula Landleigubálks, rekabálki, 2. kapitula „Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlög að ósekju.“ Er ákveði þetta enn tekið upp í Íslenska lagasafnið.

18
Q

Fjara og netlög.

A

Ekki eru bein ákvæði um það í íslenskum rétti, hvar séu merki fasteigna við sjó. Þó hefur verið talið, að þegar landaeign liggur að sjó, fylgi fjaran fram af henni, en fjara merkir í þessu sambandi svæðið milli stórstraumsflóðmáls og stórstraumsfjörumáls. REgla þessi á rætur að rekja til Grágásar og Jónsbóka og hefur verið gengið út frá henni í dómaframkvæmd og lagasetningu.

Meiri ágreiningur hefur verið um hvernig háttað sé heimildum þeirra jarðeigenda sem eiga land að sjó til hinna svokölluðu netlaga. Sá ágreiningur er tvíþættur: I. Hver mrök netlaganna séu II. hvort netlög í sjó séu ha´ð sömu eignarráðum fasteignareiganda og landið fyrir ofan, eða hvort landeigendum séu aðeins veittar tilteknar og afmarkaðar hagnýtingarheimildir í þeim.

Í Grágás og Jónbók miðuðust netlagamörkin við dýpt, - „En það eru netlög utast er selnet stendur grunn 20 möskva djúpt að fjöru og koma þá flár upp úr sjá …“ hver sú dýpt er nákvæmleg er óvíst en hún getur varla verið mikið meiri en 2.9 metrar.

Netlög í síðari tíma löggjöf heru þannig mörkuð, að þau nái 60 faðma frá stórstraumsfjöruborði sbr. 3. gr. tilskipun um veiðar á ÍSland frá 1949.

Af Hrd. 1996:2518 verður að öllum líkindum að draga þá ályktun, að netlög jarða beri þegar um veiði sjávarfiska er að ræða, að afmarka út frá dýptarreglu Jónsbókar, en ekki mæla hana í föðumum eða metrum út frá stórstraumsfjörumáli.

19
Q

Lofthelgi Íslands

A

Lofthelgin tekur til loftrýmisins yfir landinu, yfir innsævi og landhelginni. Það er almennt viðurkennt að hvert ríki hafi óskorðuð yfirráð í lofti yfir landi sínu og landhelgi. Sú regla er staðfest með samþykktinni um alþjóðaflugmál sem var gerð í Chicago 7. desember 1944 sem Ísland er aðili að. Lofthelgin hefur engin ákveðin takmörk upp á við, heldur er hún talin ná eins langt og komist verður á hverjum tíma. Sérhvert ríki hefurrétt til að setja reglur um umferð í lofthelgi sinni og önnur þau efni varðandi hana er þurfa þykir, sbr. lög um loftferðir.

Einnig skulu nefnd lög um fjarskipti, en í 4. gr. þeirra kemur fram að íslenska ríkið eitt hefur rétt til þess að veita leyfi til rekstur fjarskiptaþjónustu hér á landi, í íslenskri land- og lofthelgi og til þess ða veita letyfi til almenns fjarskiptanets.

Hvað eignarrétt varðar skiptir máli hversu langt í loft upp eignarráð fasteignareiganda ná. Í íslenskum rétti eru ekki bein ákvæði í settum lögum um takmörk eignarráða fasteignareiganda í loft upp. Ólafur Lárusson taldi rétt, að sama regla gilti um eignarráð fasteignareiganda að rúminu yfir eign hans og um eignarráð niður á við í hörðu, þ.e. hann gæti haft not af landi sínu, sem heyrðu til venjulegrar hagnýtingar á eignarétti hans að fasteignum. Hann myndi þannig geta mótmælt því ,að nágranni hans byggði svo á lóð sinni, að húsið slútti inn yfir hans eign, en afnot annarra af loftrýminu yfir landii hans, sem ekki kæmu í bága við venjulega hagnýtingu hans á eigninni, myndi hann ekki geta bannað.

Síðan er Ísland aðili af þjóðarréttarsamningum um geimrétt..

20
Q

Efnisreglur um mörk fasteigna. - Merki í lækjum, ám og vötnum.

A

Merki í lækjum, ám og vötnum. 3. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Ef á eða lækur skilur landareignir þá miðast landamerki við miðjan farveg miðað við venjulegt lágfræði. Hægt er að semja um aðra tilhögun. Merki breytast ekki þó farvegur breytist.

Ef landaeign liggur að stöðuvatni nær réttur landeiganda 115 metra út í vatnið en það eru kölluð netlög. Svæði utan netlaga er almenningur.
Ef stöðuvatn nær ekki 230 metra breidd ræður miðlína nema önnur lögmæt skipan hafi verið gerð.
Þegar tvær landareignir liggja við vatn sömu megin, regla 5. gr.
Reglunni er líka beitt um ágreining landamerkja í ám.
Merki í stöðuvötnum eru ákveðin miðað við lágfræði í vatni.

21
Q

Efnisreglur um mörk fasteigna. - Mörk gagnvart sjó.

A

Fjara framundan landareign sem liggur að sjó fylgir henni sem fullkomið eignarland nema annað hafi verið ákveðið.
Fjara telst svæðið milli stórstraumsfjörumáls og stórstraumsflóðmáls.

Helsta vafamál varðandi mörk gagnvart sjó er hvernig líta beri á netlögin: Hvernig á að ákvarða ytri mörk netlaga? Hvaða eignarheimildir fylgja netlögum?

Í ákvæðum fornlaga - ytri mörk miðuð við ákveðna dýpt, réttur til reka og fiskveiða.
Tilskipun um veiði frá 1849 - eigendur sjávarjarða eiga veiði á haf út 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli.

Lög um beitutekju nr. 39/1914.
Hér er hugtakið netlög notað um tiltekið hafsvæði eða sjávarbelti og í tengslum við réttindin sem eigendur sjávarjarða áttu þar.

Sjá einnig: 1. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.
3. gr. laga um varnir gegn engun hafs og stranda nr. 33/2004

Merking hugtaksins netlög hefur færst yfir á rétt yfir vatnsbotninum eða hafsbotninum.
Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins nr. 73/1990.
Auðlindalög nr. 57/1998.
Jarðalög nr. 81/2004 o.fl.

H. Grásleppuveiðar

22
Q

Efnisreglur um mörk fasteigna. - Mörk gagnvart jöklum.

A

Álitaefni koma upp þegar landamerki miðast við jökul og jökulrönd hopar eða skríður fram.

Tryggvi Gunnarsson setti fram þrjár mögulegar leiðir:
I. Að miða landamerki við jökulbrún þegar landamerkin voru skráð eða ákveðin
II. Að miða við elstu þekktu jökulbrún
III. Að miða við að landamerkin séu breytileg og miðist við jökulbrúnina eins og hún er hverju sinni.

Þjóðlendulög - almennar niðurstöður óbyggðanefndar.
Gildistaka þjóðlendulaganna hafi haft í för með sér endanlega skiptingu lands í annars vegar eignarland og hins vegar þjóðlendur og að merki séu endanlega fastsett.
Jöklar landsins séu stærri nú en á landnámstíma.
Gengur út frá því að merki jarða eru miðuð við jaðar jökuls og þeim því ekki lýst nema að takmörkuðu leyti í landamerkjabréfi beri að miða við stöðu jökuljaðarins 1. júlí 1998. þ.e. á þeim degi sem þjóðlendulögin tóku gildi.

23
Q

Eignarráð landeiganda undir yfirborði jarðar.

A

Hagsmunareglan - eignarráð nái tul umráða og hagnýtingar en þó aðeins svo langt sem eðllegt geti talist að viðurkenna af tilliti til hagsmuna landeigandans.
Eignarráðin nái svo langt niður sem nauðsynlegt er til að landeigandi geti haft þau not af landi sínu sem heyra til venjulegrar hagnýtingar á eignarrétti yfir fasteign (úr jarðgangadómi)

  1. gr. auðlindalaga.: Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðun, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.
    Orðað sem beinn eignarréttur - áður hafði verið notað orðalagið umráða- og hagnýtingarréttur.
    Ekki skýrt af greinargerð hvort eignarrétturinn sem lögin kveða á um lúti einhverjum takmörkunum.
    Miðað við nýtingu sem er tæknilega möguleg eða fýsileg.
24
Q

Hagsmunareglan

A

Að eignarráð nái til umráða og hagnýtingar en þó aðeins svo langt sem eðlilegt geti talist að viðurkenna af tilliti til hagsmuna landeigandans.

25
Q

Eignarráð landeiganda í loftrýminu yfir landi hans.

A

Engar skráðar reglur um það hvað nýtingarréttur landeiganda nær langt upp í loftrýmið.
Andrúmsloftið sem slíkt hefur verið talið óeignarhæft.

Hagsmunaregla - litið svo á að landeigandi eigi rétt til að nýta loftrýmið að því marki sem hann hefur eðlilega hagsmuni af því.

Ýmsar takmarkanir - t.d. mannvirkjalög (hæð bygginga), grenndarreglur, reglur sem varða flugöryggi o.fl.

26
Q

Flokkun fasteigna

A

Fasteignir flokkaðar með ýmsum hætti í lögum
Miðað fyrst og fremst við tilgang viðkomandi laga
Landmerkjalög nr. 41/1919 - jarðir/afréttir og óbyggðar lendur
Jarðalög nr. 81/2004 - Jarðir og jarðarhlutar utan þéttbýlis / fasteignir í þéttbýli.

Þjóðlendulög nr. 58/1998 - eignarlönd / þjóðlendur
Ný skipting, byggir á eignarhaldi.

27
Q
A