Dómar Flashcards

1
Q

H. 562/2008 (Skálmholtshraun)

A

Varðaði vatnsréttindi í Þjórsá. (mikilvæg m.a. vegna virkjanaframkvæmda) Vatnsréttindin voru í eigu ríkisins, höfðu verið seld ríkinu á fyrri hluta síðustu aldar. Því var haldið fram að réttindin væru niður fallin því þeim hefði ekki verið lýst í kjölfar áskorunar í lögbirtingarblaði skv. lögum nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum.
Hæstiréttur féllst ekki á þetta.
Hins vegar skoðaði Hæstiréttur ákvæði vatnalaga sem heimila að skilja vatnsréttindi jarða frá jörðu og komst að því að þau hefðu sambærilega stöðu eignaréttidna yfir jörðum, væru sjálfstæð réttindi og gætu þ.a.l. ekki talist ítök.
*- flokkar óbeinna eignarréttidna, *

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

H. 210/2007 (Jarðir í Ásahreppi)

A

Um var að ræða samningsbundinn forkaupsrétt sem áhöld voru um hvernig ætti að túlka. Í dóminum segir „forkaupsréttur er íþyngjandi fyrir eiganda þar sem hann setur ákveðnar hömlur á ráðstöfunar-rétt eignar. Við skýringu ákvæða er lúta að afmörkun og útfærslu forkaupsréttar verður jafnan að leggja til grundvallar að þau leggi ekki önnur höft á eignarráð eignada en þau sem ráða má með sæmilegri vissu af samningi með orðskýringu.“

  • forkaupsréttarákvæði skýrð þröngt.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

H. 33/1978 (Botn Mývatns)

A

Deilt var um eignarétt að botni Mývatns undan netlaga. Landeigendur í kringum Mývatn kröfðust þess að þeir ættu botninn, utan netlaga, í óskiptri sameign. Héraðsdómur tók fram að hvoki í Grágás né Jónsbók væri að finna ákvæði um eignarétt stöðuvatns og ekkert í Íslenskum rétti utan vatnalaga (netlög). Gagnályktað var út frá 17. tl. 4. mgr. 1 gr. vatnalaga (netlög) og talið að þar sem Landeigendur ættu 115 metra út þá ættu þeir ekkert fyrir utan það, þ.e. innar í vatninu. Þá taldi héraðsdómur að þar sem landeigendur ættu botninn ekki þá ætti ríkið hann.
Hæstiréttur snéri héraðsdómi og tók fram að ekkert í vatnalögum gæfi ríkinu eignarrétt yfir umræddu svæði, ríkið hefði ekki sýnt frarm á að aðrar réttarheimildir renndu stoðum undir eingarétt þeirra og féllst þar með ekki á að slíkur eignaréttur væri fyrir hendi. Þar með áttu hvorki landeigendur né ríkið botn Mývatns. Hæstiréttur tók þó fram í dóminum að ríkisvaldinu væri bært að setja reglur um meðferð og nýtingu landsvæða sem enginn gæti gert eignarétt til. (sama klausa og í Landmannaáréttudómum).
- stofnhættir eignaréttinda, réttarstaða ríkisins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

H. 570/2009 (Donna)

A

Stefnandi sjónvarpsmiðstöðin tók húsnæði á leigu 1988, félag eignaðist húsnæðið 1989 sem var sífellt framlengdur til 2001. Forkaupsréttarákvæði hafði verið bætt inn í leigusamninginn 1990ogietthvað.
Eigandi atvinnuhúsnæðisins fór síðan í félaga-leikfimi og breytti rekstrarformi og gerðu eignartilfærslur. Sjónvarpsmiðstöðin taldi að sala hefði átt sér stað og krafðist þess að eignayfirfærslan hefði virkjað forkaupsrétt. Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem að í raun var engin sala heldur bara breyting á rekstrarformi.
- skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

H. 180/2006 (Veiðifélagið Bláskógar) *

A

Ábúandi jarðar hafði forkaupsrétt og krafðist þess að eigendur að félagi yrðu dæmdri til að þola forkaupsrétt hans vegna yfirfærslu jarðarinnar á milli félaga (eignartilfærsla) Veiðifélagið bláskógar eignaðist jörðina 1965 en 1995 var stofnað einkahlutafélag.
Um var að ræða breytingu á félagaformi og þ.a.l. var forkaupsréttur ekki virkur.
- skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

H. 470/2008 (Feminin Fashion)*

(Forkaupsréttur að hlut af eign)

A

Aðili átti hluta í húseign og vildi fá viðurkenningu á forkaupsrétti þegar öll húseignin var seld. Hann vildi kaupa sinn hlut á sama verði og kaupendur skv. kaupsamningi. Kaupendur héldu því fram að hans hluti væri verðmætari en aðrir hlutar eignarinnar og því ekki rétt að hann fengi að kaupa sinn hluta á hlutfallslega sama verði og eignin var seld á. Og að forkaupsrétturinn ætti ekki að vera virkur vegna þess að aðeins hann ætti aðeins forkaupsrétt að hluta en verið var að selja alla eignina.
Hæstiréttur taldi forkaupsréttinn virkan.
- skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur / hvað er sala

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

H. 199/1978 (Landamannaafréttardómur II)

A

Snérist um eignartilkall til Landamannaafréttu. Í fyrra málinu var því hafnað að aðliggjandi hreppar ættu eignartilkall. Í seinna málinu gerði ríkið eignartilkall og byggði á nokkrum málsástæðum, m.a. þeirri að við stofnun ríkis hafi ríkið eignast allan rétt yfir ladni þangað til einstaklingar hafi getað sannað eignarétt sinn.
Í héraði var fallist á að ekki væri til að dreifa öðrum aðila en ríkinu sem gæti átt eignartilkall, þ.a.l. ætti ríkið eignartilkall. Hæstiréttur hafnaði því og sagði: „Um eignartilkall ríkisins er þess fyrst að geta, að eigi hafa af þess hálfu verið settar fram fullnægjandi röksemdir fyrir því að ríkið hafi eignast landsvæði þetta þegar við stofnun allsherjaríkis hér á landi.“ Einnig var tekið fram að eignarhefð hefði ekki myndast og eignarstoð ætti sér ekki stoð í settum lögum og yrði ekki byggt á almennum reglum (norrænum rétti sem var ein af málsástæðum). „Gögn fyrir því að ríkið hafi öðlast eignarrétt að þessu landsvæði fyrir eignarhefð eru eigi haldbær“.
„Hins vegar verður að telja að handhafar ríkisvalds sem til þess eru bærir, geri í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis þess, sem hér er um að ræða […]“
- réttarstaða ríkisins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

H. 274/1996 (Laugavellir)

A

Deilt var um eignarrétt yfir jörð sem hefur verið í eyði í langan tíma en nýtt að einhverju marki, helst í beit. Þannig háttaði til að Eiríkur átti Laugavelli og að öllum líkindum seldi hann Einari jörðina fyrir 1920. Árið 1924 skuldbindur umboðsmaður Einar hann til að selja Þorvaldi Laugavelli. Kaupsamningur var gerður og undirritaður 4. okt. 1924. Þá kom í ljós að aldrei hafði verið gengið frá afsali á milli Eiríks og Einars og var það því gert 20. okt. 1924. Eftir það fer Þorvaldur, nýr eigandi Laugavalla, með jörðina sem sína eign og hans afkomendur á eftir honum þar til undir aldamótin 2000 þegar afkomendur Einars uppgötvuðu að hann var þinglýstur eigandi jarðarinnar því hann hafði aldrei gefið út afsal til Þorvalds.
Málið snérist því um hvort afkomendur Einars eða Þorvaldar ættu landið. Það var til kaupsamningur en engar sannanir um greiðslur og ekkert afsal. Afkomendur Þorvaldar báru fyrir sig hefðarlög og sýnt var fram á að Þorvaldur hafði farið með eignina sem sína eigin, greitt af henniskatta og sveitungar höfðu ávallt staðið í þeirri trú að hann ætti jörðina Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að staðfesta að eignarétturinn byggðist á kaupsamningnum en hins vegar væri búið að uppfylla skilyrði hefðalaga fyrir því að hefði hefði stofnast.
- hefð getur stutt við aðrar eignarheimildir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

H. 145/2007 (Kirkjubæjarskóli)

A

Varðaði eignarétt yfir spildu sem skólinn var reistur áþ Hafði verið partur af landi aðila og hreppurinn hafði á sínum tíma samið um kaup á spildunni en það fór ekki almennilega fram og afsal var ekki gefið út. Sýnt var fram á að hreppurinn hafði strax girt landið, ræktað lóðina og byggt mannvirki og sýnt fram á óslitið eignarhald í nægan tíma.
- skilyrði hefðalaga, hefðandi ber sönnunarbyrði fyrir því að um eignarhald hafi verið að ræða sem hafi staðið óslitið í fullan hefðartíma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

H. 386/2006 (Hlíðarendi)*

A

H efði hlut móður sinnar, I, í jörðinni Hlíðarenda, en hún hafði átt jörðina með bræðrum sínum og taldi sig hafa keypt hana af þeim. H krafðist þess að viðurkenndur yrði með dómi eignarréttur hans og byggði á því að móðir hans hefði keypt eignirnar af sameigendum sínum. Ekki hafði verið gengið frá neinu skriflega. Hæstiréttur taldi Helga ekki hafa tekist sönnun um að móðir hans hefði keypt eignirnar (aðalkrafa) en á hinn bóginn höfðu stefndu ekki heldur leitt líkur ða því að móðir hans hefði fengið eignirnar til láns eða á leigu eða með öðrum hætti skuldbindið sig beint eða óbeint til að skila þeim afutr og hafi ekki mátt vænta þess að um tímabundin afnot væri að ræða. Því stæði 3. mgr. 2. gr. hefðarlaga því ekki í vegi að hefð geti unnist og eignarréttur H viðurkenndur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

H. 80/2001 (Vestari-Hóll)*

A

Bóndi krafðist þess að sér yrði dæmdur eignaréttur af hörðinni. Taldi sig hafa fengið hana afhenta við andlát móðurbróðir síns. Gengi það ekki upp krafðist hann þess að sér yrði dæmdur eignaréttur fyrir hefð.
Ættingjar mótmæltu kröfum hans og bentu á að hann hefði aldrei verið lögmætur eigandi jarðarinnar og að vera hans á eigninni myndi ekki skapa honum eingarrétt. Búskapur gengi ekki framar lögmætum eignarrétti.
Hann hafði verið þar í 20 ár eða lengrur en aðrar mótbárur frá stefndu voru m.a. að 2. mgr. 2. gr. hefðalaga stæði því í vegi að hann fengi jörðina fyrir hefð. Það var talið að þó hann hefði ekki aflað sér þinglýsingar trði það ekki metið honum til óráðvendi í merkingu 2. mgr. 2. gr. hefðalaga – Gáleysi nægir ekki ti la ðþað sé uppfyllt og því var fallist á að hann hefði eignast jörðina fyrir hefð. þ.e. hann gat sýnt fram á að 1. mgr. 2. gr. væru uppfyll og þá er það hinna (stefndu) að sanna ða svo sé ekki.
- huglæg afstaða hefðanda – ásetningu, gáleyis ekki nóg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

H. 162/2013 (Flugskýli 7)

A

Ríkið höfðaði mál gegn dánarbúi Helga Jónssonar og krafðist þess að viðurkenndur yrði eignaréttur ríkisins að tilteknu flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þótti sannað að flugmálayfirvöld hefðu látið reisa flugskýilið og farið með eignarráð þess í upphafi og síðan heimilar F hf. endurgjaldslaus afnot af skýlinu. Hefði F hf. síðar framselt afnotarétt sinn til H. Einnig var ljóst að H, og þeir sem bærir voru til að binda hann að lögum, höfðu á árunum 1969 til 1997 byggt á því að ríkið nyti eignaréttar af flugskýlinu. Grunnrök að baki 3. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð stóðu því í vegi að H hefði getað unnið hefð yfir skýlinu. Var því viðurkenndur eignaréttur ríkisins að flugskýlinu.
- hefðandi veit að hann á að skila eigninni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

H. 101/2005 (Vatnsendablettur)*

A

Deilt var um eignaréttindi af lóð að Vatnsendabletti 102 í Kópavogi. Upphaflega var gerður leigusamningur um 3.000 fm lóð en án afmörkunar hvar lóðin væri. Stefnendur telja að þeir og fyrri eigendur lóðarinanr hafi nýtt 2.078 fm umfram það sem samningurinn tiltekur og er skírlega afmarkað innan girðingar eða alls 5.078 fm. Gerð var krafa um viðurkenningu eignarréttar af heildareigninni (5078fm) og til vara viðurkenningar á afnotarétti og til þrautavara leiguréttur. Kröfum var hafnað með vísað til 1. mgr. 2. gr. hl. þ.e. dómurinn taldi að skilyrði um eignarhald í 20 ár hefði ekki verið uppfyllt. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm en bætti við að ekki væri hægt ða hefða eign sem hefðandi veit að hann á að skila sbr. 3. mgr. 2. gr.
- hefðandi veit að hann á að skila eigninni (er með hana á leigu..)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

H. 401/2006 (Efsti-dalur)*

A

Deilt var um sumarbústaðalóð sem var hluti af stórri jörð. Aðili vildi fá viðurkenndan eingarétt sinn yfir lóðinni. Hann vildi meina að hann hefði fengið lóðina að launum fyrir vinnnu fyrir þáverandi bónda jarðarinnar á árunum 1964-1966.
Hann byggði aðallega á því að hann hefði fengið líðina að launum en til vara að hann hafi eignast lóðina fyrir hefð.
Hæstiréttur taldi ekki nægilega vel sannað að E hefði fengið lóðina fyrir vinnu sína. Aftur á móti lá fyrir að jarðaskikinn var girtur af skömmu eftir að E fékk umráð yfir lóðinni og hafði hann haft afnot af henn í fullan hefðartíma. skv. 1. mgr. 2. gr. hefðalaga.
Eigendur jarðarinnar báru fyrir sig að um hafi verið að ræða leigu í skilninig 3. mgr. 2. gr. hefðalaga um að hann hefði verið með lóðina í láni eða á leigu en Hæstiréttur tali þau ekki hafa lagt fram nægilegar sannanir fyrir því að og hafnaði því að 3. mgr. gæti staðið í vegi fyrir því að hann hefði eingast lóðina fyrir hefð.
- hefðandi veit að hann á að skila eigninni)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

H. 409/1999 (Íþróttahús ÍR)

A

Kaþólska biskupsdæmið á Íslandi leigði íþróttafélagi Reykjavíkur líð undir íþróttahús árið 1930. Rann leiguamningurinn út árið 1964 og bar ÍR skv. samningnum að fara með hús sitt af lóðinni nema leigusamningurinn yrði framlengdur. Ekki var gerður nýr leigusamningur, en hús ÍR var áfram á lóðinni. Í málinu krafðist K heimildar til að fá ÍR borið út af lóðinni með íþróttahúsið. Talið var, með vísan til 3. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 að ÍR hefði ekki unnið eignarétt á lóðinni fyrir hefð, þar sem félagið hefði viðurkennt, eftir að leigusamningur rann út, að það nyti einungis afnotaréttar af eingarlóð K. Þá var ekki heldur fallist á sjónarmið ÍR um að uppsagnarfrestur til að verða á brott með húsið hefði verið of skammur, né að brottnám hússins færi í bága við þjóðminjalög. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að K væri heimilað að fá Í borið út með íþróttahús sitt af lóð K með beinni aðfarargerð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

H. 80/1963 (Sundmarðardómur)

A

Deilt var um lög nr. 11/1951 sem breyttu lögum nr. 112/1947 um loðdýrarrækt og lýstu minkaeldi óheimilt hér á landi eftir nánari reglum. Stefnandi í málinu hafði látið teikna og reista minkahús og hafði hann þar áfram minkabú sem hann hafði rekið allt frá árinu 1939. Vegna fyrrgreinds banns við minkaeldi lagði hann búið niður en höfðaði síðan mál gegn ríkinu til heimtu bóta, m.a. fyrir atvinnuspjöll. Í niðurstöðu Hæstaréttar var vísað til þess að loðdýrabóndinn hefði reist hús sín og aflað sér tækja til sundmarðareldis í réttmætu trausti þess, að honum yrði að lögum veitt heimild til að reka sundmarðarbú. Bann það, sem með lögum nr. 32/1951 hefði verið lagt við sundmarðareldi hér á landi, hefði leitt til þess, að húsin og tækin urðu honum ónothæf eign. Þótti af þessum ástæðum rétt að taka til greina kröfu hans um skaðabætur fyrir sundmarðarhús, bús og tæki. Hvað varðaði bótakröfu vegna atvinnuspjalla var hins vegar bent á að sundmarðareldi hefði verið bannað hér á landi sökum hættu þeirrar og spjalla sem yrðu af völdum sundmarðar sem slyppu úr haldi. Þóttu því ekki efni til að dæma bætur fyrir atvinnuspjöll vegna banns laganna við sundmarðareldi.
Í dóminum var ekki tekin skýr afstaða til þess hvort atvinnuréttindin sem slík féllu undir vernd eingaréttarákvæðisins. Í ljósi þess að vísað var tið eðlis og tilgangs bannsins má þó álykta að svo hafi verið, en jafnframt að skilyrði fyrir takmörkunum réttindanna hafi verið uppfyllt.
- atvinnuréttindi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

H. 124/1993 (Leigubílstjóri) (Frami)

A

„Málsóknina kveður stefnandi vera á því reista, að með því að svipta sig atvinnuleyfi vegna aldurs á fyrrgreindum grundvelli sé brotinn á sér réttur, sem sér beri samkvæmt stjórnskipulegri jafnræðisreglu. Vísar hann aðallega til 67. gr. stjskr., þar sem réttur sinn skv. atvinnuleyfinu hljóti að teljast eign í skilningi ákvæðisins og njóti verndar greinarinnar. Hann telur að í ákvæðinu felist ekki síst sú vernd, að við eingarskerðingu verði að gæta jafnræðis borgaranna. Að auki hafi þessi jafnræðisregla almennt gildi sem stjórnskipunarregla, þegar skerða eigi réttindi manna. Skipti þá ekki máli, hvort réttindin teljist eign í skilningi 67. gr. eða ekki. Reglan felsit einnig í 69. gr. þar sem atvinnufrelsi sé verndað.“
- atvinnuréttindi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

H. 220/2005 (Tóbaksdómur)

A

Héraðsdómur: Taldi að um væri að ræða hagnaðarvon sem telst ekki eign. Atvinnuréttindi sem fólust í leyfi til að selja tóbak féllu undir 72. gr. en hann mætti ennþá selja tóbak og því væri um að ræða bótalausa skerðingu eignarréttar.
Hæstiréttur: Vísaði aðeins í 75. og 73. gr. stjskr. Taldi að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn farið út fyrir þau mörk sem þessar greinar setja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

H. 82/2007 (Björgun) (Efnistaka af hafsbotni)

A

Björgun, fyrirtæki sem hafði stundað efnistöku af hafsbotni heillengi og var árið 1990 veitt leyfi til að gera það á ákveðnum stöðum á grundvelli laga nr. 73/1990. Leyfið var veitt til 30 ára en í leyfinu voru ýmis ákvæði um að ráðherra væri heimilt að setja ákveðna skilmála o.fl. Árið 2000 var lögum um eignarrétt ríkisins að auðlindum hafsbotnsins breytt m.t.t. þess að hún gæti verið háð umhverfismati o.fl. og það fólst í lögunum að þeir sem höfðu fengið leyfi skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku. (leyfi Björgunar stytt um 15 ár) Eftir þetta þurfti að sæja um nýtt leyfi sem var háð framkvæmd á umhverfismati, greiða þurfti fyrir leyfið o.s.frv. Björgun byggði á að leyfið hefði veitt atvinnuréttindi sme væru vernduð af 72. gr. stjskr. og að ekk iehfði verið gætt meðalhófs og jafnræðisregla 65. gr. stjskr. hefði verið brotin sérstaklega þar sem Björgun var með lang umfangsmestu efnistökuna og lagabreytingin kom hart niður á þeim.
Hæstiréttur sló því föstu að réttindin sem slík féllu undir 72. gr. og féllst á að lagabreytingin væri íþyngjandi og fæli í sér skerðingu á eignarréttinum (en þá þarf að komast að niðurstöðu um hvort sé að ræða almenna takmörkun eða eignarnám)
Hæstiréttur segir að löggjafinn hafi metið það svo að almannaþörf krefjist lagabreytinganna en áréttar a ðdómstólar hafi vald til að endurskoða slíkar ákvarðanir löggjafans og hvort þær rúmist innan marka stjskr. „Ríkið og augljósir almannahagsmunir eru bundnir við verndun og hagkvæma nýtingu á auðlindum hafsbotnsins. Krefjast almannahagsmunir þess að frelsi manna til að nýta þessar auðlindir í atvinnuskyni séu settar skorður. Ljóst er af því sem rakið hefur verið hér að framan að þær breytingar sem gerðar voru með lögum 101/2000 helguðust af auknum skuldbindingum íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi og breyttum viðhorfum til verndar umhverfisins. Breytingarnar voru almennar og málefnalegar og er ekki sýnt fram á að þær hafi ekki stuðst við haldbær rök eða viðurkennd löggjafarsjónarmið. Standa ákvæði 72. gr. og 75. gr. stjskr. skv. þessu því ekki í vegi að mælt sé fyrir um stjórnun á nýtinu auðlinda á hagsbotni eins og gert var með lögum nr. 101/2000“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

H. 665/2008 (Gildi lífeyrissjóður)

A

Reyndi á hvort G væri á grundvelli breytinga á samþykktum heimilt að skerða örorkulífeyri M (Kona sem hafði notið örorkubóta frá G í 25 ár) Ástæða breytinganna sagði G vera þá að það væri að fjölga svo örorokulífeyrisþegum að þeir þyrfti að skerða bætur þeirra til að eiga nóg fyrir ellilífeyri sem þeir væru skyldugir til að greiða. Breytingin fólst í því að bætur úr almannatryggingakerfinu voru dregnar frá bótum G. (virk lífeyriréttindi) Fyrir han afól breytingin í sér að hún fékk 37% af því sem hun var vön að fá. Hefur verið talið heimilt að skerða virk réttindi ef stuðst er við málefnalegar ástæður. Réttlætingarástæður G voru fjárskortur til að passa ellilífeyrisþegana. M hélt því fram að skerðingin yrði ekki réttlætt enda væri fjárhagsstaða sjóðsins góð. Hún taldi þetta einnig brjóta gegn 65. og 76. gr. stjskr. um jafnræði og fjárhagslega aðstoð auk þess sem hún hefði á þessum tima öðlast réttmætar væntingar til þess að halda greiðslunum. Héraðsdómur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á réttlætingu fyrir skerðingunni en Hæstiréttur snéri því vð og taldi lifeyrissjóði hafa talsvert svigrúm til að breyta samþykktum sínum á grundvelli málefnalegra ástæðna. „Ekki verrður fallist á með stefndu að 72. gr. stjskr. girði fyrir að réttur hennar til lífeyris verði skertur á þann hátt að áfrýjandi takmarki fjárhæð hans við það að gera hana jafnsetta og ef orkutap hefði ekki orðið“ “Tilvísun hennar til langrar framkvæmdar á greiðslu óskerts lífeyris getur að þessu virtu engu skipt fyrir heimild áfrýjanda til að breyta samþykktum sínum og framkvæmd, þótt það verði til þess að takmarka greiðslur til stefndu.“
Sératkvæði VMM. „Réttur stefndu til örorkulífeyris nýtur verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjskr. Verður því að áskilja að áfrýjandi sýni fram á að breytingar þær sem hann gerði á samþykktum sjóðsins og ákvörðun í framhaldi af því um skerðingu á greiðslu örorkulífeyris til stefndu hafi verið nauðsynlegar vegna fjárhags sjóðsins og að með þeim hafi hann ekki gengið lengra en nauðsyn krafði til að bæta úr fjárhagsstöðunni þannig að hann gæti staðað við skuldbindingar sínar“ – sammála um svigrúmið en leggur þyngri sönnunarbyrði á G og telur sönnun ekki hafa tekist.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

H. 274/2010 (Sparisjóður Vestmannaeyja)

A

Varðaði kröfu SV vegna skuldabréfs sem hafði verið gefið eftir en að baki bréfiun voru sjálfskuldarábyrgðaraðilarnir B og C og deilt var um hvort ábyrgðin væri líka niður fallin vegna þess að skuldin hefði verið gefin eftir gagnvart skuldara A. 3. mgr. 19. gr. sbr. 12. gr. laga um ábyrgðarmenn hljómarði á þessum tíma „þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 60. gr. laga um gjaldþrotaskipti skal nauðasamningur þ.m.t. […} sem kveður á um lækkun kröfu […] hafa sömu áhrif á ábyrgðarmenn. SV hélt því fram að ákvæðið bryti gegn 72. gr. stjskr. og 1. mgr. 1. gr. 1. viðauka MSE. Hæstiréttur tók undir það og sagði að með ákvæðinu hefði verið kveðið á um brottfall ábyrgða sem hefði verið stofna til fyrir gildistöku laganna án tillits til þess hvort ábyrgðarmenn væru greiðslufærir eða ekki og taldi að kröfuréttur SV á hendur ábyrgðarmönnunum væru eignaréttindi sem nytu eignaréttarverndar sem væri ekki skert án bóta með afturvirkri íþyngjandi löggjöf.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Mál Pine Valley Developments Ltd. gegn Írlandi (1991)

A

Fyrirtækið PVD keypti land af manni á þeim grundvelli að til staðar væri rammaskipulag sem heimilaði að það yrði byggt á landinu en starfsemi fyrirtækisins fólks í að kaupa lönd, skipuleggja og byggja þau. Á næsta skipulagsstigi var því hafnað og þá kemur í ljós að upphaflega rammaskipulagið var samþykkt af aðila sem var ekki til þess bær og braut í bága við yfirlýstar hugmyndir um nýtingu landsins. PVD komst þ.a.l. ekki áfram með sínar áætlanir og landsvæðið lækkaði í verði. Þeir urðu fyrir tjóni og kröfðust bóta. Þá vaknaði spurning um það hvort að röngu upplýsingarnar um rammaáætlunina sem voru rangar frá upphafi hefðu stofnað rétt til handa PVD . MDE taldi PVD vera í góðri trú um að rammaskipulegið væri löglegt, það hafði verið fært inn í bætur, „the applicants had at least legitimate expectations“. Höfðu lögmætar væntingar til að fara í framkvæmdir og í skilningi 1. gr. 1. viðauka sé það partur af eingaréttinduum þeirra á svæðinu og það með njóta lögmætar væntingar þeirra verndar.
Niðurstaða málsins var hins vegar að skilyrði skerðingarinnar væru fullnægjandi og því ekki brotð gegn MSE.
- réttindi sem falla undir vernd ákvæðisins, lögmætar væntingar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Mál Kjartans Ásmundssonar gegn Íslandi (2004)

A

Lagabreyting hafði það I för með sér að réttur Kjartans til örorkulífeyris féll alveg niður. Örorkumatið eftir lagabreytinguna var miðað við hæfni til almennra starfa en fyrir breyingu hafði verið miðað við hæfni til fyrri starfa. Hann hafði verið sjómaður og slasaðist í vinnunni, algjörlega óhæfur til sjóstarfa og metinn 100% öryrki á þeim grundvelli. Eftir lagabreytinguna var hann talinn 25% öryrki á grundvelli hæfni til almennra starfa. Hann fékk þ.a.l. engar bætur úr bótakerfinu en hafði notið greiðslnanna í 20 ár. Málið fór fyrir Hæstarétt sem féllst ekki á að um væri að ræða bort á friðhelgi eignaréttarins. MDE komst að annarri niðurstöðu og taldi að um væri að ræða brot gegn 1. gr. 1. viðauka MSE: MDE telur réttindin í lífeyrissjóð sem einstaklingur hefur öðlast m.a. með eigin framlögum séu réttindi sem falla undir inntak greinarinnar.
- réttindi sem falla undir vernd ákvæðisins. lífeyrisréttindi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Mál Papamichapoulos o.fl. gegn Grikklandi (1993)

A

Eigendur eignar höfðu í raun verið sviptir eign sinni þó ekki væri um formlega eignarsviptinu að ræða. Gríska ríkið afhenti sjóhernum tiltekið landsvæði sem var í eigu kæranenda. Í kjölfar dómsmál var ákveðið að landinu skyldi skilað aftur, en þrátt fyri það gerðist ekkert í því. Sjóherinn hélt landinu og byggði þar herstöð, orlofsíbúðir yfirmanna o.fl. Nokkru síðar var annað dómsmál um að þau fengu ekki landið en gætu fengið annað land í staðinn. Þá fóru þau með málið fyrir MDE. sem taldi að þótt ekki væri um formlega yfirfærslu eignarréttinda að ræða þá hefði þetta falið í sér eignarsviptingu og allar aðgerðirð eigendanna í dómskerfinu voru hunsaðar. Eignarnám í raun (de facto)
- eignarsviptin. (2. komst að raun um undir hvaða reglu skerðingin fellur niður.)

25
Q

Mál Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi (1999)

A

Landeigendur í Frakklandi voru andvígir dýraveiðum af siðferðilegum ástæðum. Samkvæmt lögum var þeim skylt að ganga í veiðifélag í sveitarfélaginu og framselja veiðirétt sinn til félagsins. Þar með gátu allir í félaginu veitt á þeirra landi og landeigendurnir gátu ekkert gert. Fyrirkomulagið með veiðifélögin fól einnig í sér mismunun því landeigendur landa yfir ákveðinni stærð voru undanskildr. MDE taldi að sú skerðing eignarréttar sem fólst í skyldunni til að ganga í veiðifélag yrði felld undir eignarrét í skilningi 1. gr. 1. viðauka MSE.
Tvær heimildir skertar: neikvæð, þ.e. að mega neita öðrum aðgangi..
Niðurstaðan var sí að ekki hefði verið gætt meðalhófs – gengið lengra en þörf var til (einstaklingur v.s. hagsmunir almennings)
- takmarkanir á notkun eigna.

26
Q

Mál Sporrong og Lönnroth gegn Svíðþjóð (1982)

A

Kærendur áttu eignir í miðborg Stokkhólm. Borgarstjórninni hafði verið veitt leyfi á grundvelli skipulagslaga til að taka fasteignir á svæðinu eignarnámu. Leyfið var framlengt trekk í tekk en eignarnámið fór aldrei fram. Það leiddi til þess að bæði byggingarbann og eingarnám hékk yfir eignunum og eigendur gátu lítið sem ekkert gert við þær. MDE tali að um skerðingu á eignarréttindum væri að ræða enda hefðu ákvarðanir stjórnvalda takmarkað möguleika þeirra til ráðstöfunar
- almenna reglan um rétt manna til að njóta eigna sinna í friði.

27
Q

H. 1937:492 (Fossagata)

A

Varðaði nýtingu lóðar í kjölfar skipulagsbreytinga. Eftir þær var eigandanum bannað að reisa hús og niðurstaða dómstóla að eftir breytinguna hafi eignadinn ekki haft af eigninni nein not heldur í raun orðin byrði. Honum dæmdar fullar bætur með vísan í 72. gr. stjskr. (þarf að taka með fyrirvara því t.d. skipulagslög eru mikið breytt)
- hugtakið eignarnám, skerðing sem jafna má til eignarnáms.

28
Q

H. 1982:902 (Hænsnakofi á seltjarnarnesi) (Rottukofi)

A

Hænsnakofi á Seltjarnarnesi var brenndur af yfirvöldum vegna rottugangs. Dómstólar töldu að gengið hefði verið of langt, hefði verið hægt að vinna á vandamálinu með öðrum hætti og þ.a.l. gengið lengra en þurfti og eiganda dæmdar bætur.
- eign kann að vera eyðilögð, eignarnám,

29
Q

H. 452/2008 (Vegur yfir Hólaheiði)

A

Ágreiningur um staðfsetingu vegarins á vestasta hluta heiðarinnar (hjá Kópaskeri) komu þrjár leiðir til greiða, leið 140, 141 og 150.
Leið 140 átti að liggja yfir eina jörð (Brekku) leið 150 átti að liggja yfir tvær jarðir (K og P) (141 var afbrigði af 140 sem lá svipaða leið)
Það var reynt að semja við eigendur Brekku (140) sem vildu ekki sjá það að selja hluta jarðarinnar og töldu einsýnt að taka ætti Katahóla og Prestshól. Þær jarðir voru í eign ríkisins en þar voru ábúendur. Þeir ábúendur töldu að 140 leiðin væri betri. Allar leiðirnar fóru í umhverfismat og taldar ásættanlegar. Leið 141 var valin og gefið út framkvæmdaleyfi. Eigendur Brekku voru ennþá algjörlega á móti þessu þannig að Vegagerðin sá ekki annan kost en að taka jörðina eignarnámi.
Ákvörðunin var að sögn Vegagerðarinnar byggð á vegtæknilegum atriðum, kostnaðarsjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum (3-atriði)
Brekka höfðaði mál gegn vegagerðinni og sveitarfélaginu og kröfðust þess að eignarnámið yrði ógilt. Meðal málsástæðna var að skilyrði um almannaþörf hefði ekki verið uppfyllt og meðalhófs hefði ekki verið gætt.
Héraðsdómur tók ekki undir neinar málsástæður og sagði „að með þingsályktun um samgönguáætlun hefði löggjafinn metið þörf á vegalagningu þeirri sem er um deilt og þeir hafi endanlegt mat á því hvort almannaþörf sé fyrir hendi“ – þ.e. endurskoðar ekki mat þeirra og telur löggjafa hafa metið bæði réttætingar og nauðsynjaþáttinn. Í héraði voru Vegagerðin og sveitarfélagið sýknuð.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm að ýmsu mati en var ekki sammála um almannaþörfina. Engin afstaða hafi verið tekin til þess hver af umræddum veglínum ætti að verða fyrir valinu í þingsályktunartillögunni og telur að í ákvörðuninni fælist mat á því að fara ætti leið 141. Þrír kostir hafi verið fyrir hendi og í einum þeirra hafi verið um að ræða land í eigu ríkisins en í hinu eignarland einstaklinga. Bendir á eingarréttarákvæði stjskr. og að eignarsnám sé aðeins heimilt ef almannaþörf krefji m.t.t. meðalhófs.
„Ef unnt var með ásættanlegum hætti að ná markmiðum þessarar framkvæmdar með því að leggja veginn um eigið land ríkisins bar stefnda Vegagerðinni að fara þá leið.“
„Við mat á umhverfisáhrifum litið svo á að allar veglínurnar sem til greina komu hefðu verið ástætanlegar – umhverfisáhrif gátu ekki réttlætt ákvörðun Vegagerðarinnar um eignarnám. Fullyrðing um kosti leiðar 141 af vegtæknilegum ástæðum og að kostnaður af henni væri ekki minni ekki studdar neinum gögnum. Skilyrði stjórnarskrárinnar um almenningsþörf ekki uppfyllt til þess að Vegagerðin gæti beitt eignarnámi gegn D og R. Krafa þeirra um ógildingu eignarnáms tekin til greina.
- skilyrði eignarnámr, almenningsþörf

30
Q

H. 1980/920 (Leirvogstunga)

A

Miðað var við það að sérstakur ávinningur eignarnámsþola kæmi til frádráttar, en ef að er um að ræða ávinning sem nær til annarra eigna á svæðinu líka er það ekki dregið frá. þ.e. ef ávinningurinn er bara fyrir eingarnámsþolann er það dregið fr´á.
- ákvörðun eignarnámsbóta

31
Q

H. 220/1982 (Ásgarður í Grímsnesi)

A

(Ekki týbískur en mikilsverður og áhugaverður)
Gengið var út frá sömu sjónarmiðum við verðmat og verið væri að ákvarða eignarnámsbætur. Jörðin hafði hvorki verið byggð né skipulögð en eigendur héldu því fram að stærstur hluti landsins myndi vera nýttur sem sumarbúsaðalönd en lágu ekki fyrir nein gögn um það.
Samt var hlut jarðarinnar bættur sem sumarbústaðarland og alveg augljóst að það yrði eftispurn eftir lóðum þarna í ljósi uppbyggingar í Grímsnesi, litið til eiginlega jarðarinnar og nálægt við þéttbýli og fallist á bætur eins og búið væri að skipuleggja sem sumarbústaðarland.
- ákvöðrun eignarnámsbóta, þýðing skipulags í sambandi við söluverð

32
Q

H. 461/1998 (Sorpstöð)

A

Eigendur jarðar höfðu hug á að byggja upp sumarbústaðabyggð en þau áform voru stoppuð vegna þess að nokkur sveitarfélög höfðu fengið leyfi til að hafa sorpurðunarstað rétt við landamæri þeirra. Áformin urðu því að engu og eigendurnir kröfðust bóta úr hendi sorpstöðvarinnar. (skaðabætur á grundvelli reglna um nábýlsirétt en sömu sjónarmið) Eigendurnir töldu sorpuðrunina valda því að áform þeirra yrðu að engu og matsmenn töldu að landið væri um sumt vel til fallið til að vera sumarbústaðarland, eigendur byrjaðir að hugsa en áform komin mjög skammt. Bara grunnteikningar. Sorpstöðin var dæmd bótaskyld og fallist á að miða mætti við hagnýtingu undir sumarbústaðabyggð. Ekki bætt að fullu heldur litið ti þess að það væri mikil óvissa um nýtinguna m.a. vegna þess að það var sýnt fram á að eftirspurn sumarhúsa á suðurlandi var mjög lítil og landið var ekki ræktað. Svona þættir drógu bæturnar niður enda þótt þeim hafi verið játaðar bætur að einhverju leyti.
- ákvörðun eignarnámsbíta, áform eiganda

33
Q

H. 349/2004 (Þjórsártún)

A

Verið að framkvæma eignarnám í jörðinni vegna tilfærslu þjóðvegar nr. 1. Matsnend eignarnámsbóta mat bætur fyir land undir nýtt vegstæði og bætur vegna verðrýrnunar land í næsta nágrenni við nýjan veg og almennar verðrýrnunar jjarðarinnar samtals ca. 10mkr. Vegagerðin var ósammála bótaupphæða v. seinni tveggja liðanna og ágreiningur um hvort Vegagerðin væri bundin af mati nefndarinnar.
17. gr. laga um framkvæmd eingarnáms tiltekur heimild til að bera ágreining um fjárhæð eignarnámsbóta udnri dómstóla og því ekki ágreiningur um að þetta færi fyrir dósmtóla.
Vegagerðin fékk dómkvadda matsmenn sem mat lægra verð. Aðalkrafa Vegagerðarinnar var að þurfa ekki að greiða seinni tvo liðina en til vara að greiða skv. mati dómkvaddra matsmanna.
- ákvörðun eignarnámsbóta, eiginleikar jarðar

34
Q

H. 1997:2488 (Laxá)

A

Landeigendur á Laxá (rétt hjá Mývatni, rennur í laxárvirkjun hjá Hofstöðum, eigendur Hofstaða fóru í mál) deild um ákvörðun náttúruverndarráðs um að búa til laxastiga og hleypa laxi upp eftir laxárvirkjun og upp eftir ánni. Höfðu verið áform um þetta lengi og náttúruverndarráð ekki haft neitt á móti þessu 15 árum fyrr. Síðan var fólki ljósara samhengi lífríkisins hjá Mývatni og sýnt fram á að framkvæmdin gæti raskað mjög jafnvægi lífríkis Mývatns. Landeigendur töldu að líta þyrfti á ákvörðun náttúruverndarráðs sem friðlýsingu og kröfðust bóta.
Hæsttiréttur sagði um ákvæði þágildandi nátttúruverndarlaga að af orðum ákvæðisins mætti ráða […} ekki hefði verið bent á rök sem bentu á svo víðtæka bótaábyrgð og aðeins skyldu koma bætur fyrir eingartakmarkanir sem eru svo umfangsmiklar að þær jafngildi eignarnámi í skilningi 72. gr. stjskr.
- mörk eignarnáms og almennra takmarkana

35
Q

H. 1993/1217 (Leigubifreiðastjóri, Frami) - mörk eignarnám og almennra takmarkana eignarréttinda

A

atvinnubisstjórum og engin málefnaleg sjónarmið sem réttlættu það. Hæstiréttur hafnaði og benti á öryggis- og þjónustusjónarmið og töldu rök skerðingarinnar málefnaleg og að hún kæmi jafnt niður á öllum í þessari tegund af akstri, þ.e. ekki málefnalegt að bera saman leigubílsstjóra og aðra atvinnubílsstjóra.
- mörk eignarnáms og almennra takmarkana

36
Q

H. 182/2007 (Björgun) - mörk eignarnáms og almennra takmarkana

A

Björgun hélt því fram að skerðingin bitnaði einungis á einu fyrirtæki sem var í sjálfu sér rétt því að aðeins eitt fyrirtæki stundaði þessa efnismiklu efnisupptöku og hafði þetta leyfi en Hæstiréttur féllst ekki á að skerðingin færi í bága við jafnræðisreglu stjskr og benti m.a. á að leyfi Björgunar hefði verið mjög ívilnandi og markmið nýju laganna sem skerti eignarrétt þeirra væri til þess fallið að gera aðra jafna að stöðu hvað þetta varðar.
- m-rk milli eignarnáms og almennra takmarkana, umhverfissjónarmið

37
Q

H. 1999:4769 (Kjartan Ásmundsson) - mörk eignarnáms og almennra takmarkana

A

Skerðing kom niður á ákveðnum hópi lífeyrisþega. Hæstiréttur taldi það ekki brjóta í bága við jafnræðisreglu, allir í sömu stöðu urðu fyrir skerðingunni. En MSE komst að annarri niðurstöðu og taldi brotið gegn jafnræði vegna þess að mjög lítill hópur lífeyrisþega hefði orðið fyrir skerðingu á meðan aðrir lífeyrisegar urðu ekki fyrir skerðingu.
- m-rk milli eignarnáms og almennra takmarkana

38
Q

E-179/2013 (Auðlegðarskattur)

A

Stálfrúin krafðist þess að auðlegðaskattur vegna áranna 2010, 2011 og 2012 yrði felldur niður. Málsástæður hennar voru m.a. að skattarnir væru eignarnám en ekki almenn takmörkun á eignarréttindum. 1. að þetta fæli í sér yfirfæslu eignarréttar frá einum aðila til annars. 2. að skerðingin hafi komið niður á svo fáum að hún væri ekki almenn. Héraðsdómur féllst á hvoruga málsástæðuna og leggur áherslu á svigrúm löggjafans til að ákvarða skatta með þeim takmörkunum að hlutlæg málefnaleg og viss jafnræðissjónarmið liggi að baki enda þó skattalagning feli í sér viss byrði eftir því hversu mikið fé fólk hefur á milli handanna
Hún var einnig fyrir sig að það væri mismunandi reglur um sambúðar aðila og hjón og einstaklinga. Ekki heldur fallist á það.
- m-rk milli eignarnáms og almennra takmarkana

39
Q

H. 1964:573 (Sundmarðardómur) - Mörk eignarnáms og almennra takmarkana.

A

Hættieiginleikar Sundmarðanna rök fyrir takmörkun eignaréttinda.
- ¬sjónarmið um mörk eignarnáms og almennra takmarkana, hættueiginleikar

40
Q

Hrd. 340/2011 (Neyðarlagadómur)

A

Deilt um hvort það væri brot á jafnræði og eignarrétti almennra kröfuhafa að gera innistæðir […á glærum}
- ¬sjónarmið um mörk eignarnáms og almennra takmarkana, „neyðarréttur“

41
Q

H. 456/1996 (Laxá) - mörk eignarnáms og almennra takmarkana.

A

Héraðdsómur var ekki sammála Hæstarétti og taldi að um væri að ræða bótaskylda skerðingu en Hæstiréttur tók fram að það hefðu legið lögmætar og málefnalegar ástæður fyrir þeirri skerðingu sem átti sér stað. En Hæstiréttur byggði á því að það var ekki verið að svipta þá gæðum sem þeir höfðu haft heldur bara verið að leggjast gegn framkvæmdum sem vissulega hefðu getað aukið verðmæti eignarinnar en ekki skerða eitthvað sem þau hefðu haft áður. þ.e. Veigamikil rök fyrir takmörkuninni (verndun lífríkis Mývatns) og þeir ekki að missa neitt sem þeir höfðu haft.
- - mörk eignarnáms og almennra takmarkana, hversu umfangsmikil eða þingbær er skerðingin.

42
Q

H. 1993/1217 (Leigubifreiðastjóri, Frami) - Mörk eingarnáms og almennra takmarkan

A

Haldið fram að skerðingin kæmi harðar niður á Leigubílsstjórum en ekki öðrum atvinnubisstjórum og engin málefnaleg sjónarmið sem réttlættu það. Hæstiréttur hafnaði og benti á öryggis- og þjónustusjónarmið og töldu rök skerðingarinnar málefnaleg og að hún kæmi jafnt niður á öllum í þessari tegund af akstri, þ.e. ekki málefnalegt að bera saman leigubílsstjóra og aðra atvinnubílsstjóra.
- mörk eignarnáms og almennra takmarkana

43
Q

H. 182/2007 (Björgun)

A

Björgun hélt því fram að skerðingin bitnaði einungis á einu fyrirtæki sem var í sjálfu sér rétt því að aðeins eitt fyrirtæki stundaði þessa efnismiklu efnisupptöku og hafði þetta leyfi en Hæstiréttur féllst ekki á að skerðingin færi í bága við jafnræðisreglu stjskr og benti m.a. á að leyfi Björgunar hefði verið mjög ívilnandi og markmið nýju laganna sem skerti eignarrétt þeirra væri til þess fallið að gera aðra jafna að stöðu hvað þetta varðar.
- m-rk milli eignarnáms og almennra takmarkana, umhverfissjónarmið

44
Q

H. 1999:4769 (Kjartan Ásmundsson) - Mörk eignarnáms og almennra takmarkana

A

Skerðing kom niður á ákveðnum hópi lífeyrisþega. Hæstiréttur taldi það ekki brjóta í bága við jafnræðisreglu, allir í sömu stöðu urðu fyrir skerðingunni. En MSE komst að annarri niðurstöðu og taldi brotið gegn jafnræði vegna þess að mjög lítill hópur lífeyrisþega hefði orðið fyrir skerðingu á meðan aðrir lífeyrisegar urðu ekki fyrir skerðingu.

45
Q

Hrd. 375/2005 (Skipalón)

A

Íslenska ríkið krafðist eignarréttar af öllum jarðefnum í Skipalónu. byggði á þvi að það lá fyrir afsal frá 1959 þegar jörðin var seld, en við þá sölu voru þessi réttindi undanskilin sölunni (námur og námuréttindi) það var í samræmi við ákvæði þágildandi laga um sölu þjóðjarða. (Ríkið hafði semsagt selt jörina 1959 en undanskilið réttindin) Þetta varðaði túlkun afsalsins og orðalag ákvæðisins (námur- og námuréttindi) Á þeim tíma voru í gildi námulög frá 1909 en þau tók fyrst og fremst til greftrar eftir málmum og málmefnum. Eigendur jarðarinnar vildu því meina að skýra ætti afsalið í ákvæðinu út frá námalögunum og töldu sig eiga grjótið í landinu. Hæstiréttur féllst ekki á það og taldi ekki rétt að skýra hugtakið námaréttindi í lögum um sölu jarða í samræmi við námalögin og talið að öll jarðefni hefðu verið undanskilin í sölusamningnum.

46
Q

Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar 18. des 1987. (Hugtakið fasteign, varanlega við landið skeytt)

A

Landsvirkjun átti hús og hélt þvi fram að þau teldust ekki fasteignir í lagalegum skilninig og ættu bara að standa á svæðinu á meðan framkvæmdir stæðu yfir. Hæstiréttur taldi að tengsl húsanna við jörðina væru ekki svo losaraleg að þau teldust lausafé.

47
Q

H. 1934:1007 (Lambastaðir)

A

Hæstiréttur taldi að það ríki algjör óvissa um það hvort að húsið hefði raunverulega einhver lóðaréttindi og hvort það væri varanleg heimild til að það gæti staðið þarna og útaf því gat fjárnám ekki farið fram því lagaheimild heimilaði eingöngu fjárnám í fasteignum
- hugtakið fasteign. varanlega við landið skeytt, heimild til að mannvirkið standi varanlega

48
Q

H. 1937:243 (Hólmur)

A

Deilt um hvort nauðungasala á sumarbústað ætti að fara fram skv. reglum um nauðungarsölu á lausafé eða fasteignum. Ábúandi Hólms hafði leigt eiganda bústaðarins lóðarskika einhverjum árum áður en það var óljóst um heimildina til þess. Samning hafði ekki verið þinglýst og ýmislegt óljóst. En Hæstiréttur taldi að með bústaðnum hefðu frá upphafi fylgt réttindi og það var nóg til að bústaðurinn teldist fasteign. (samningur um lóðaréttindi réði úrlslitum)
- hugtakið fasteign. varanlega við landið skeytt, heimild til að mannvirkið standi varanlega

49
Q

H. 1990:1124 (Skálholt, Hamrar)

A

Þar sem hvítá og brúará koma saman. Erfitt svæði að afmarka. Hæstiréttur skar úr um það að.. meginreglan er að það sé miður farvegur frá hinum bakkanum og svo botndepillinn (hornrétt).
- efnisreglur um mörk fasteigna,

50
Q

1946:345 (Dalvíkurhöfn)

A

Ráðist í hafnarframkvæmdir. Sett lög um að Dalvík ætti allt land … sem flyti yfir með stórstraumsflóði. þ.e. ættu alla fjöruna. Eftir framkvæmdirnar myndaðis landauki í fjöru á lóðinni Brimnes. Eigandi taldi sig eiga það. Hæstréttur staðfesti. Eigandi var eigandi áður en framkvæmdir hófust og þegar landauki verður er það hans eign. Það að setja lög um að þetta rynni bótalaust tl hafnarsjóðs væri stjórnarskrárbrot.
- mörk gagnvart sjó.

51
Q

H. 1988:388 (Ísafjörður)

A

Var verið að fylla uppí og búa til landauka. Eignadi taldi sig eiga landaukann en niðurstaðan var önnur því þar var að ræða um þéttbýli og lóðum hafði verið úthlutað með ákveðnum landmerkjum (mörkum) og hann átti því ekki fjöruna.
- mörk gagnvart sjó.

52
Q

H. 1996:2518 (Grásleppuveiðar í Breiðafirði)

A

Refsimál höfðað gegn E, hann lagði grásleppunet í sjó í Breiðafirði, hafði fengið leyfi hjá Fiskistofu. Málið var að hann lagði net sín við tiltekna eyju sem var lögbýli (fólk bjó þar) og hún var í sameign 5 einstaklinga, sem þá áttu netlög frá eyjunni. Þar var friðlýst æðarvarp og það var ein ástæða málshöfðunar (hann talinn of nálægt varpinu) Þá var spurning hvort hann hefði lagt net sín innan netlaga. Ákæruvaldi byggði á því að hann hefði lagt net sín innan 60 faðma frá stórstraumsfjöru og vísaði í tilskipun frá 1849. (sem fjallar ekki um fiskveiðar heldur annars konar dýravernd) E byggði á rekabálk Jónsbókar sem miðar við 20 möskva selnet (dýptina) og hélt því fram að hann hefði verið með netinu á svæði með miklu meiri dýpt. Hæstiréttur fjallar aðeins um þetta álitaefni, þ.e. hvers konar eignarréttur landeigandinn á í netlögum. „Af fornlögum verður ekki ráðið að netlög í sjó hafi verið talin háð sömu eignarráðum fasteignareiganda og landið fyrir ofan. Með síðari tíma löggjöf hafi eigendum fasteigna ekki heldur verið veittar allar sömu eignarheimildir yfir netlögum í sjó, sem þeir njót yfir fasteignum er að þeim liggja .. Löggjöf hefur ekki veitt .. sem miðar að stórstraumsfjöruborði“ - Bendir á að tilskipun gildi um spendýr og að ákvæði Jónsbókar hafi ekki verið felld úr gildi. Það sem ræður úrslitum er að þetta var refsimál og þ.a.l. allur vafi túlkaður sakborningi í hag.
- mörk gagnvart sjó.

53
Q

H. 2005:1640 (Grásleppuveiðar Bjarnarnes)

A

Hafði veitt Grásleppu án almenns leyfis í atvinnuskyni. Enginn vafi á að hann var að veiða í atvinnuskyni, hafði selt hrogn o.fl. B (sjóarinn) Hafði stundað veiðarnar í netlögum Bjarnarness sem hann átti sjálfur hluta í ásamt fleirum. Hann lagði fram yfirlýsingu meðeigenda um samþykki veiðanna. Niðurstaða héraðs var staðfest í Hæstarétti. Þar var vísað til H. Grásleppuveiðar í Breiðafirði, tekið fram að það lægi ekki fyrir að hann hefði veitt á meira dýpi en tekið er fram í Jónsbók (þ.e. pottþétt innan netlaga) En svo var vísað til þess að fiskveiðilandhelgi Íslands sé afmörkuð þannig að hún nái frá fjörunni og út að mörkum efnahagslandsögu Íslands. (reglurnar um fiskveiðistjórnin ná því að fjörunni) . Talin almenn takmörkun eignarréttar sem þeir verði að hlíta eins og aðrir og vísað til markmiðs fiskveiðistjórnunarlaga og hann fundinn sekur þrátt fyrir að hann hafi verið að veiða innan eigin netlaga af því að hann var að veiða í atvinnuskyni.
Hann fór fyrir MDE en því var vísað frá því þetta var ekki talið fela í sér brot.
- mörk gagnvart sjó.

54
Q

H. 1994:117 (Fimmvörðuháls)

A

Deilt um rétt ferðafélags til að reisa skála á Fimmvörðuhálsi. Það var á svæði sem landeigandi taldi vera sitt eignarland. Það hafi verið afmarkað þannig að það næði að jökulbrún, en staðruinn sem skálinn átti að vera á var land sem hafði komið undan jökli. Þannig að eftir að landamerkjabréf hans hafði verið gert hafði landið hreinsast af jökli og þá var vafamál hvort það væri landauki (líkt og með sjó) en það var ekki leyst úr því vegna réttarfarslegra atriða.
- mörk gagnvart jöklum

55
Q

H. 345/2005 (Fell)

A

Héraðsdómur taldi regluna brjóta 72. gr. stjskr. (um jökulrönd) en Hæstiréttur féllst ekki á það og þar með var reglan staðfest af Hæstarétti. (mikið mál, rétt hjá Jökulsárslóni).
- efnisreglur um mörk fasteigna.

56
Q

H. 645/2006 (Jarðgangadómur)

A

Varðar framkvæmdir vegagerðarinnar við Fáskrúðsfjarðargöngin. Nyðri hluti ganganna var í landi S. Þar var tekið eignarnám og farið í framkvæmdir. Síðan fer vegagerðin fram á það við matsnefnd eignarnámsbóta að eingarnámsbætur yrðu metnar vegna lands í eigu Sigurðar. Þá varð ágreiningur um þann lið sem varðaði bætur vegna jarðefnis sem féll til við borun ganganna og var notað í vegagerð í göngunum. (matsnefndin hefur gjarnan úrskurðað bætur fyrir þetta án tjóns) Og taldi Vegagerðina eiga að greiða bætur fyrir þetta efni. Vegagerðin var ósammála, efnið væri fengið djúpt ú fjallinu og hefði ekki verið um neina skerðingu eignarréttinda að ræða, efnið hefði hvorki verið aðgengilegt né vinnanlegt fyrir hann og skilyrði bótaréttar séu þær að það sé mögulegt fyrir eignarnámsþola að nýta verðmætin. Sigurður byggði m.a. á því að við bótaákvörðun og grundvöll henar yrði að leggja til grundvalar meginreglu um eignarráð landeiganda um að það nái til undirlags eignarinnar. þ.e. eingarland væri ekki háð neinni handhöfn né vinnanleika, bara beinn eignarréttur af efninu. Vegagerðin hefði notað efnið og þ.a.l. sparað önnur efniskaup og nýting þess Vegagerðinni fjárhagslega hagkvæm.
Héraðdsómur taldi að Vegagerðinni væri skylt að bæta efnið með vísan til 3. gr. auðlindalaga og 2. gr. um hvað auðlindir séu og fallist á að efnin falli undir eignarrétt Sigurðar og að Vegagerðin hafi nýtt efnin og beri að greiða fyrir það – samræmi við matsnefnd eignarnámsbóta.
Í Hæstarétti segir. „Í settum lögum eru ekki bein ákvæði um … nái svo langt niður sem nauðsynlegt sé til að hann geti haft not af landi sínu ,, Hagsmunareglan staðfest. Jafnframt talið að þeim rétti séu litlar skorður settar og landeiganda ekki meinað að nýta eingarréttindi djúpt í jörðu hafi hann til þess fjárhagslega getu. Vísað í 3. gr. auðlindalaga og talið ótvírætt að grjót og malarefni geti fallið undir hugtakið auðlind. Svo segir að „Verðmæti hvers kyns efna sem vinna megi úr jörðu… stendur á glæru“ – (minni á ákvæði auðlindalaga, sérreglu um mat á eignarnámsbótum. taka skal tillit til kostnaðar við vinnslu og ..) Vísað til verðgildis efnisins og að nám þess hefði aldrei getað gefið af sér arð. Það gæti því ekki fallið undir hugtakið auðlind. Falli því utan við það sem telst eign Sigurðar í jörðu, hvort sem litið væri til. ..
- eignarráð landeiganda undir yfirborði jarðar.

57
Q
A
58
Q
A
59
Q
A