Eignaraðild, eignarform, bein og óbein eignarréttindi Flashcards

Eignaraðild - hverjir geta verið aðildar eignarréttinada. - einstaklingar, lögaðilar, þjóðin Eignarform - séreignarréttur, sérstök sameign, óðalsréttur og sjálfseignarstofnanir. Helstu flokkar eignarréttinda - Hugtökin beinn eignarréttur og óbein eignarréttind. - Nánar um forkaupsrétt.

1
Q

Eignaraðild - hver getur verið eigandi? (sem njóta verndar 72. gr. stjskr)

A

Einstaklingar, einn eða fleiri.

Lögaðilar, fyrirtæki, stofnanir, ríki, sveitarfélög.

  • Athuga þó sérstök sjónarmið um sjtórnarskrárvernd þegar opinberir aðilar eiga í hlut.

Dæmi um lagaákvæði sem lýsa ríkið eiganda verðmæta: 2. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti“ - o.fl. ákvæði.

Útlendir aðilar: Sjá þó 2. mgr. 72. gr. stjskr. Heimild til að takmarka rétt erlendra aðila til að eiga tvenns konar eignir hér á landi, fasteignarréttindi og hlut í atvinnufyrirtæki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Getur þjóðin verið eigandi?

A

Litið hefur verið svo á að hagsmunir eða verðmæti þurfi að vera í nánum tengslum við ákveðinn eða ákveðna aðila öðrum fremur til að geta talist eign í skilningi 72. gr. stjskr.

Þorgeir Örlygsson: „Þetta þýðir m.ö.o. það, að almenningur, þjóðin eða þjóðarheildin, getur ekki verð eigandi í heðfbundnum lögfræðilegum skilningi þess hugtaks, enda hefur þjóðin sem slík engar þær almennu heimildir, sem einstaklingseignarétti fylgja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum.

Breytingartillaga Stjórnlagaráðs.

A
  1. mgr. 34. gr. Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaiegu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrem á selja þær eða veðsetja.

Um ákvæðið: „Hér er fylgt langri hefð á bak við notkun hugtaksins þjóðareign […] þjóðareign er eign sem má aldrei afhenda til eignar eða varanlegra afnota og má því aldrei selja eða veðsetja […] Efitr þessum skilningi deilir núlifandi kynslóð náttúruauðlindum í þjóðareign með óbornum kynslóðum og hefur því ekki rétt til að ráðstafa auðlindum í eigin þágu.“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum.

Auðlindanefnd 2000.

A

Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarréti eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.

Þjóðareignaréttur - eignarréttur til hliðar við hinn hefðbundna séreignarrétt einstaklinga og lögaðila.

„Það sem skilur að þennan rétt ríkisins og einkaeignarétt, sem ríkið getur verið aðili að eins og hver annar lögaðili, er að ríkinu hefur verið fenginn hinn sérstaki eignarréttur í skjóli þess að engir aðrir einstaklingar eða lögaðilar geti sannað eignarrétt sinn að þeim eignum sem um er að ræða. Dæmi um þetta er eignarréttur ríkisins að auðlindum í jörðu, utan eignarlanda, eignarréttur þess að auðlindum hagsbotnsins, utan netlaga og eignarréttur þess að þjóðlendum.“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hugtakið þjóðareign

Viðhorf fræðimanna

A

Sigurður Líndal og Björg eru ósammála.

Sigurður Líndal: „Að sú ályktun sé nærtækust að með orðunum þjóðareign og sameign þjóðarinanr sé átt við fullveldi íslenska ríkisins. Í því felist að löggjafarvaldið, sem mikilvægasti handhafi þess, geti í umboði þjóðarinnar sett reglur um meðferð og nýtingu auðlinda innan þeirra marka sem fullveldisréttur ríkisins nær til.“

Björg Thorarenssen: „Uppi hafa verið tvær stefnur um hvað felist í orðinu þjóðareign. Annars vegar að í því felist fyrst og fremst heimild ríkisins til að setja lög og reglur um eignarhald á náttúrauðlindum , nýtingu og meðferð þeirra. Þessi heimild ríkisins til hvers kyns aðgerða og ráðstafana (fullveldisréttur) er ekki eignarréttur í lagalegum skilningi. […] Hitt sjónarmiðið hvílir á því að í þjóðareignarhugtakinu sé fólgin sérstök tegund eignarhalds, þannig að ríkinu er samkvæmt lögum fenginn hinn sérstaki eignarréttur á náttúruauðlindum í ksjóli þess að enginn annar lögaðili eða einstaklingur hefur getað sannað eignarrétt sinn að þeim.“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Eignarform - Séreignarréttur.

A

Eigandi hlutar eða annars verðmætis fer einn með þær heimildir sem í eignarréttinum felast.

Hann hefur þá einkarétt til umráða og ráðstafana yfir hlut eða verðmæti, að svo miklu leyti sem sá réttur er ekki takmarkaður samkvæmt lögum eða vegna óbeinna eignarréttinda annarra.

Neikvæð skilgreining.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eignarform - Sérstök sameign

A

Tveir eða fleiri aðilar eru samtímis virkir eigendur að eign og hefur hver og einn eigandi allar þær eignarheimildir sem um er að ræða með þeim takmörkunum sem gera verður vegna hagsmuna sameigendanna.

t.d. stór fjölskylda á sumarbústað - eitt syskina gæti ekki selt sinn hlut úr sameigninni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Eignarform - Óðalsréttur

A

Sérstakt eignarform á jörðum, sbr. VIII kafli jarðalaga nr. 81/2004.

  1. og 3. mgr. 42. gr. „Óheimilt er að stofna ný ættaróðul eftir gildistöku þessara laga. Við andlát núverandi óðalseigenda skal ættaróðalið falla úr óðalsböndum og jörðin erfast í samræmi við ákvæði erfðalaga..“
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Eignarform - Sjáflseignarstofnanir.

A

Lúta ekki eignarrétti tiltekins eða tiltekinna aðila. Stofnunin á sig sjálf.

Stofnaðar í þágu ákveðins tilgangs

Lög um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1998.

Lög um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur. nr. 33/1999.

Sérlög, t.d. um félgasstofnun stúdenta við HÍ. nr. 33/1968.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Eignarhald í félagslega íbúðarkerfinu.

A

Lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993. V. kafli.

… þetta er bara hérna. Einn af flokkunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q
A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Eignarform

A

Séreignarréttur

Sérstök sameign

Óðalsréttur

Sjálfseignarstofnanir

Eignarhald í félagslega íbúðakerfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Helstu flokkar eignarréttinda

A

Fjórir flokkar skv. skilgreiningu ÞÖ:

Beinn eignarréttur: neikvæð skilgreining.

Takmörkuð eða óbein eignarréttindi: Afnotaréttindi, ítaksréttindi, veðréttindi, haldsréttur, forkaupsréttur, kaupréttur o.fl.

Kröfuréttindi:

Hugverka og auðkennaréttindi: höfundaréttur, einkaleyfisréttur o.fl.

Ef svo færi að stjórnarskrárákvæði með þjóðareignarhugtaki tæki gildi myndi líkelgast verða til nýr flokkur. Þjóðareignarréttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Bein eignarréttindi

A

sbr. neikvæð skilgreining eignarréttar.

Eignarréttur felur í sér einkarétt eigandans til að ráða yfir hlutnum eða verðmætinu með þeim takmörkunum einum sem þeim réttii eru settar með lögum og takmörkuðum réttindim annarra yfir sama verðmæti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Óbein eignarréttindi

A

Tilteknar heimildir, t.d. tiltekin afnota eignarinnar, eru í höndum annars aðila en eigandans.

Óbein eignarréttindi skapa rétthafanum ekki réttarstöðu sameiganda. Má skoða sem hlutdeild í mun víðtækari rétti eigandans.

Óbeinu eignarréttindin fela í sér takmörkun á eignarheimildum eigandans en falli þau niður víkkar réttur hans að sama skapi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Flokkar óbeinna eignarréttinda

A

Afnotaréttindi

Ítaksréttindi

Forkaupsréttur

Kaupréttur

Haldsréttur

Réttur skv. kyrrsetningargerð

Veðréttindi

17
Q

Afnotaréttindi

A

Takmörkuð eignarréttindi sem felast í tímabundnum eða uppsegjanlegum afnotum eignar, oftast gegn endurgjaldi.

t.d leiguréttur.

Sjá t.d. húsleigulög nr. 36/1994 og ábúðarlög nr. 80/2004.

18
Q

Ítaksréttindi

A

Réttindi sem veita rétthafanum heimild til takmarkaðra (þröngra) umráða eða afnota af tiltekinni fasteign sem er í annars eigu.

t.d. beitaréttur tiltekinn tíma á ári, umferðarréttur yfir land.

Fasteignin ekki í almennum umráðum rétthafans.

Lög nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum.

Hrd. Skálmholtshraun.

19
Q

Ískylda

A

Yfirleitt átt við að rétthafi eigi kröfu til þess að ákveðið ástand haldist á eign annars mann, t.d. ekki sé byggt á ákveðnum hluta lóðar.

20
Q

Afgjaldsskyldur

A

Skylda eiganda tiltekinnar fasteignar til að inna af hendi vinnu- eða fjárframlag í þágu annars aila, t.d. eignada annarrar fasteignar.

21
Q

Forkaupsréttur (skilgreining)

A

Réttur til að ganga unn í kaup um tiltekna eign annars mann þegar sá maður vill selja hana.

22
Q

Kaupréttur

A

Réttur tiltekins aðila til að kaupa eign óháð því hvort eignadi hennar hefur tkeið ákvörðun um sölu hennar.

23
Q

Haldsréttur

A

Tryggingaréttindi, réttur sem umráðamaður hlutar kann að eiga til að halda hlutnum í umráðum sínum þar til eigandi eða tilkalsmaður hlutarins gefur innt tiltekna greiðslu af hendi.

24
Q

Réttur samkvæmt kyrrsetningargerð

A

Felst í yfirlýsingu sýslumanns um kyrrsetningu tiltekinna eigna sem hefur í för með sér takmörkun á ráðstöfunar- og umráðarétti eigandans.

25
Q

Veðréttindi

A

Tryggingaréttindi sem veita hefðhafa rétt til að taka greiðslu á undan öðrum (það með síðari veðhöfum) af verði tiltekinnar veðsettrar eignar ef fjárkrafa hefur ekki verið greidd.

26
Q

Forkaupsréttur (nánar)

A

Forkaupsréttur getur grundvallast hvort heldur er á samningi eða settum lögum.

Forkaupsréttarákvæði í settum lögum: Ákvæði sem veita opinberum aðilum forkaupsrétt að eignum til að tryggja hagsmuni almennings: t.d. 49. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um forkaupsrétt sveitarfélaga að fasteignum og 89. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 um forkaupsrétt ríkiisins að jörðum á náttúruminjaskrá.

27
Q

Túlkun ákvæða um forkaupsrétt

A

Ákvæði laga sem kveða á um forkaupsrétt eru jafnan túlkuð þröngt neda fela þau í sér takmörkun á eignarrétti (ráðstöfunarrétti) eigandans. Sama á við um skýringu samningsákvæða um forkaupsrétt þau verða skýrð þröngt sbr. H. Jarðir í Ásahreppi.

28
Q

Skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur

A

Sala: MR að forkaupsrréttur verðu virkur við sölu

Hvað telst sala? - Hrd. Donna og Hrd. Veiðifélagið Bláskógar.

Undantekningar frá því að forkaupsréttur verði virkur við sölu:

  1. .gr jarðalaga - sala til nákominna.

Nauðungarsala - forkaupsréttur verður ekki virkur sbr. 4. mgr. 32. gr. laga nr. 90/1991.

Hvað ef meira er selt af eign, eða minna, en forkaupsréttur tekur til? - Hrd. Feminin Fashion. Í 9. gr. fkpl. er að finna reglur um það hvernig skuli bera sig að þegar aðili á forkaupsrétt við kaup eða skipti fasteigna.

Forkaupsréttur er ekki bundinn við eina sölu nema það leiði af samningi.

Almennt er gengið úr frá að forkaupsréttur verði ekki virkur við annars konar aðilaskipti (s.s. gjafir, erfðir, eignarnám, búskipti, skipt. (ath. þó makaskipti))