Skilgreiningar Flashcards
Steind
Kristallað frumefni eða efnasamband
Frumsteindir
Steindir sem kristallast í kviku
Holufyllingar
Steinfir sem hafa fallið út í vatni og sest fyrir í sprungum og öðru holrými
Berg
Fast efni myndað í náttúrunni úr samloðandi ögnum einnar eða fleiri steinda
(Storkuberg)
Myndast við storknun kviku
(Myndbreytt berg)
Myndast þegar berg verður fyrir miklum hita og þrýstingi og umkristallast
(Gosberg)
Kvika storknar á yfirborði jarðar
(Djúpberg)
Kvika storknar ofan í jarðskorpunni
(Djúpbergsmyndanir)
Myndast þegar kvikan þrengir sér á milli eldri jarðlaga og storknar þar
(Gosmökkur)
Gas sem losnar við eldgos
(Gjóska)
Kvikuslettur sem þeytast upp í loft úr gíg
Möttulstrókur
Afmarkað uppstreymi heits möttulefnis til ytri jarðlaga
Heitur reitur
Staður á yfirborði jarðar með aukinni eldvirkni vegna undirliggjandi möttulstróks
Eldstöðvakerfi
Samansafn af sprungum og eldstöðvum á afmörkuðu svæði sem hafa efnafræðilega skylda kviku
Jarðhiti
Jarðvarmi sem berst til yfirborðs með rennandi vatni eða vatnsgufu
Jarðhitastuðull
Hitastig í jörðu með vaxandi dýpi
Lekt
Eiginleiki berglaga til að leiða vatn
(Heitur jarðsjór)
Sjór í berggrunni
Ölkeldur
Uppsprettur kolsýrðs vatns á lág- og háhitasvæðum
Richterskvarði
Mælikvarði á þá orku sem losnar í upptökum skjálfta