Jöklar - 10 kafli Flashcards
Skilgreining : jöklar
Myndast þar sem meiri snjór safnast saman frá ári til árs en nær að bráðna
Skilgreining : fyrningasvæði
Svæði þar sem snjó leysir ekki yfir árið og er ofan við snælínu
Skilgreining : leysingasvæði
Svæði þar sem snjó leysir yfir árið og er neðan við snælínu
Skilgreining : snælína
Mörkin á milli fyrningasvæðis og leysingasvæðis
Snælína
Mörkin á milli fyrningasvæðis og leysingasvæðis Háð veðurfari Lægst á heimskautum Hæst við hvarfbauga Lægst á Íslandi í 600 m á Hornströndum
Hvar er snælínan hæst og lægst ?
Hæst við hvarfbauga
Lægst á heimskautum
Hvar er snælínan lægst á Íslandi ?
600 m á Hornströndum
Hver er flokkun jökla á Íslandi ?
Hveljöklar
Jökulhettur
Hlíðarjöklar
Hvilftarjöklar
Eftir hverju eru íslenskir jöklar flokkaðir eftir ?
Útliti
Hveljöklar
Stórir og hvelfdir
Hylja stór svæði (2 eða fleiri fjöll)
Dæmi : Vatnajökull, Hofsjökull og Eyjafjallajökull
Jökulhettur
Lítil jökulhvel
Hylja einstök fjöll
Aðeins eitt fjall
Dæmi : Þórisjökull, Eiríksjökull og Öræfajökull
Hlíðarjöklar
Utan í hlíðum fjalla og í kvosum á milli tinda
Eins og snjóskaflar í hlíðum fjalla
Dæmi : Kerlingarfjöll
Hvilftarjöklar
Skáljöklar
Litlir jöklar í dældum / hvilfum (í fjallshlíðum)
Dæmi : í Svarfaðardal og á Tröllaskaga
Hver er alþjóðleg flokkun jökla eftir hitastigi ?
Þíðjöklar
Gaddjöklar
Þíðjöklar
Við frostmark >0°C
Allir íslenskir jöklar
Geta skriðið fram og myndað skriðjökla
Gaddjöklar
Neðan við frostmark <0°C
Jöklar heimskautasvæðanna
Alveg frosnir
Hreyfast lítið
Skriðjöklar
Jöklar sem leita í vissa farvegi og skríða áfram oft niður láglendi eða í sjó fram
Eru þíðjöklar
Skríða út frá hveljöklum eða jökulhettum
Skríða undan halla
Dæmi : Morsársjökull - skriðjökull við Skaftárfell
Berghlaup
Heilar fjallshlíðar hlaupa fram og mynda skriðu
Algengt á svæðum þar sem jöklar hafa sorfið dali
Samspil bráðnandi jökla og frostveðrunar
Þegar stuðnings jökuls nýtur ekki lengur við verður sú hlið fjallsins sem hallar inn í dalinn óstöðug þannig að fjallshlíðin hrynur niður í dalinn
Við hvað myndast sprungur í jöklum ?
Við hreyfingu jöklanna
Í hvaða flokka skiptast sprungur í jöklum ?
Þversprungur
Langsprungur
Jaðarsprungur
Hringsprungur
Þversprungur
Myndast þegar jökull fer yfir ójöfnu í landslagi
Þvert yfir jökulinn
Langsprungur
Myndast þegar jökull breikkar snögglega
Í sömu stefnu og jökullinn færist í
Jaðarsprungur
Myndast í jaðri jökulsins við hreyfingu hans
Myndast þar sem jökullinn er að þynnast út
Hringsprungur
Myndast umhverfis sigkatla í jökul
Myndast oftast í hveljöklinum eða jökulhettunni
Ummerki um eldgos, jarðhita eða jökulhlaup undir jöklinum