Íslenskar eldstöðvar - 3 kafli Flashcards
Atlanthafshryggurinn
Stöðug eldvirkni
Flekaskil
Plötur að færast í sundur
Skilgreining : möttulstrókur
Afmarkað uppstreymi heits möttuefnis til ytri jarðlaga
Hvað gera möttulstrókar ?
Stjórna hreyfingum (flekamót og flekaskil)
Hvað gerist ef möttulstrókur deyr út ?
Landið fyrir ofan mun sökkva
Skilgreining : heitur reitur
Staður á yfirborði jarðar með aukinni eldvirkni vegna undirliggjandi möttulstróks
Dæmi um heitan reit
Ísland
Hawaii
Yellowstone
Hver eru gosbeltin á Íslandi ?
Þverbrotabelti
Gosbelti
Rekbelti
Hvað gerist á þverbrotabeltinu ?
Flekar fara í sitthvora áttina
Hvað gerist á gosbeltinu ?
Gýs (eldgos)
Hvað gerist á rekbeltinu ?
Flekaskil
Alltaf gosbelti þar sem er rekbelti
Kvikuhólf
Megineldstöðvar hafa kvikuhólf
Meginldstöðvar fá kvikuna beint úr kvikuhólfi
Hvernig myndast sprungusveimar ?
Myndast þegar jarðskorpan fyrir ofan kvikuhólfið brotnar og þyrpingar af gossprungum og misgengjum myndast
Fullt af litlum sprungum
Geta myndað sjálfstæð eldstöðvakerfi
Hvernig gýs þegar eldstöðvar eru ekki með kvikuhólf ?
Kvika myndast í möttlinum, fer í sprungu og gýs þar
Kvikuhólf myndast oft þegar það gerist
Hvar á þróun kviku sér stað í kvikuhólfinu ?
Efst
Hvað getur valdið því að basísk kvika þróast í súra ?
- Algengast að þungar og járnríkar steindie sökkva en léttari og kísliríkar steindir stíga upp. Súru steindirnar safnast þá fyrir efst í kvikuhólfinu
- Kvikan súrnar ef veggir og þak kvikuhólfsins eru úr súru bergi. Bergið bráðnar og eykur magn kísilríkra steinda
Skilgreining : eldstöðvakerfi
Samansafn af sprungum (sprungusveimar) og eldstöðvum á afmörkuðu svæði sem hafa efnafræðilega skylda kviku
Í hvaða flokka skiptast íslenskar eldstöðvar ?
Basalt eldstöðvar
Megineldstöðvar
Basalt eldstöðvar
Basísk gosefni
Ekkert kvikuhólf
Getur gosið hvar sem er á sprungusveimum
Eitt gos sem getur staðið yfir mjög lengi
Aflangt gosop eða kringlótt gosop
Seigja kviku og snerting við vatn hafa áhrif á hegðun goss
Hver er munurinn á aflöngu gosopi og kringlóttu gosopi ?
Aflangt gosop = gýs í allri sprungunn
Kringlótt gosop = gýs á afmörkuðum stað á sprungunni
Hvaða atriði hafa áhrif á hegðun goss (basalt eldstöðvar) ?
Seigja kviku (hraungos eða blandgos) Snerting við vatn (sprengigos)
Í hvaða flokka skiptast basalt eldstöðvar ?
Hraungos
Blandgos
Sprengigos
Eldstöðvar sem myndast við hraungos
Eldborg
Dyngja
Eldborg
Basalt eldstöð
Hraungos
Stutt basískt gos á kringlóttu gosopi
Reglulegur og brattur gígur sem myndast úr þunnum hraunskánum þegar kvikan slettist upp úr gígnum
Dæmi : Eldborg í Hnappadal
Dyngja
Basalt eldstöð
Hraungos
Langt basískt gos á kringlóttu gosopi
Flatir hraunskildir úr þunnum hraunlögum
8° meðalhalli
Hraun beltuð
Dæmi : Trölladyngja, Skjaldbreiður og Mauna Loa á Hawaii
Eldstöðvar sem myndast við blandgos
Gjall- og klepragígar
Gjall- og klepragígaraðir
Gos undir jökli (bólstrabergshryggir, móbergshryggir, móbergskeila og móbergsstapi)