Berg - 2 kafli Flashcards
Skilgreining : berg
Fast efni myndað í náttúrunni úr samloðandi ögnum einnar eða fleiri steinda
Í hvaða flokka eru berg flokkuð í ?
Storkuberg
Setberg
Myndbreitt berg
Skilgreining : setberg
Harðnað set, en með tíð og tíma harðnar setið og verður að föstu setbergi
Skilgreining : myndbreitt berg
Berg bráðnar djúpt í jörðu vegna mikinn þrýsting og hita og umkristallast
Skilgreining : storkuberg
Myndast við storknun kviku
Úr hvernig bergi er 90% bergs á Íslandi ?
Storkubergi
Í hvaða tvo flokka skiptist storkuberg ?
Djúpberg
Gosberg
Hvar og hvernig myndast myndbreitt berg ?
Myndast djúpt í jörðu við mikinn hita og þrýsting
Berg bráðnar og umkristallast
Hvaða bergtegund er ekki á Íslandi ?
Myndbreitt berg
Hver eru ytri einkenni storkubergs ?
Blöðrótt storkuberg
Stuðlað storkuberg
Hvernig myndast blöðrótt storkuberg ?
Myndast þegar kvika berst til yfirborðs og storknar það hratt að lofttegundir í kvikunni ná ekki að sleppa og lokast í loftbólum. Þegar kvikan hefur storknað losna lofttegundirnar og eftir sitja litlar blöðrur.
Hvernig myndast stuðlað storkuberg ?
Myndast þegar kvika storknar og rúmmál kvikunnar minnkar. Stuðlarnir eru hornréttir á kólnunarflötinn
Hver eru innri einkenni storkubergs ?
Glerkennt berg Dulkornótt berg Smákornótt berg Stórkornótt berg Dílótt berg
Hverju tengjast innri einkenni storkubergs ?
Kristallastærð (stærð frumsteindanna)
Eftir hverju fer kristallastærð frumsteinda
Storknunarhraða
Hvernig verður stærð kristalla ef það er hröð kólnun kviku ?
Kristallar verða minni
Hvernig verður stærð kristalla ef það er hæg kólnun kviku ?
Kristallar verða stærri
Glerkennt storkuberg
Kvika storknar mjög hratt
Engir kristallar ná að vaxa
Oftast á yfirborði jarðar
Dulkornótt storkuberg
Kristallar mjög litlir
Kristallar sjást ekki
Berg frekar einsleitt
Smákornótt storkuberg
Kristallar litlir
Kristallar eru sýnilegir
Hægt að greina steindirnar
Stórkornótt storkuberg
Kristallar stórir (cm)
Auðvelt að greina steindir
Myndast ofan í jörðu
Dílótt storkuberg
Myndast ef kvika byrjar að storkna að hluta til djúpt í jörðu þannig að stakar steindir ná að vaxa í henni. Ef kvikan nær upp á yfirborð storknar afgangur kvikunnar hratt og myndar fínni korn á milli dílanna
Dæmi um setberg
Sandsteinn
Leirsteinn
Kalksteinn
Eftir hverju fara ytri einkenni storkubergs ?
Efnasamsetningu kvikunnar
Aðstæðum á storknunarstað
Hvernig er efnasamsetning basískrar, ísúrrar og súrrar kviku ?
Basísk = minna en 52% SiO2 Ísúr = 52-63% SiO2 Súr = meira en 63% SiO2
Skilgreining : djúpberg
Kvika storknar ofan í jarðskorpunni
Eftir hverju er storkuberg flokkað ?
Efnasamsetningu (SiO2)
- basísk
- ísúr
- súr
Storknunarstað
- djúpberg
- gosberg
Hver eru innri einkenni djúpbergs ?
Stórkornótt þar sem kvikan kólnar hægt og steindir ná að vaxa
Basalt
Basískt gosberg
Gabbró
Basískt djúpberg
Íslandít
Ísúrt gosberg
Díórít
Ísúrt dúpberg
Líparít
Súrt gosberg
Granít
Súrt djúpberg