Meltingarlyf Flashcards
nefnið þrennt sem magasýran er mikilvæg fyrir
mikilvæg fyrir próteólýtíska meltingu, járn frásog og dráp baktería
hvaða þættir stjórna meðal annars seytingu magasýru frá parietal frumum?
Auka sýrumyndun:
Histamine +
Gastrin +
Acetylcholine +
Draga úr sýrumyndun:
prostaglandins E2 and I2 -
Somatostatin -
Nefnið 5 tegundir lyfja sem draga úr sýrumyndun í maga og 1 tegund sem eykur sýrumyndun
Draga úr: prótónupumpuhemlar Proglumide Misoprostol H2 blokkarar Atropine
Auka sýrumyndun:
NSAID lyf
Ábendingarnar fyrir notkun magalyfja?
Vélindabakflæði
Ætisár – magi/skeifugörn
- Af völdum Helicobacter pylori
- Af óþekktum toga (non-HP sár)
- Af völdum gigtarlyfja
- (Dyspepsia)
Gjörgæslulækningar
- Stresssár
nefnið fjóra flokka magalyfja
Sýrubindandi lyf
- Blöndur og komplexar ál- kalsíum- og magnesíumsambanda-
- Blöndur saltsambanda
Lyf sem hemja sýrumyndun
- Histamínblokkar (H2-viðtakablokkar)
- Prótónpumpuhemlar (PPI)
Lyf sem styrkja varnir magans
- Prostaglandín-Misoprostolum
Önnur lyf
- Sucralfatum
- Acidum alginicum (t.d. gaviscon)
nefndu dæmi um sýrubinandi lyf, virkni þeirra og aukaverkanir
Magnesium sambönd
- Magnesii carbonas. Calcii carbonas
Aluminium sambönd
- Aluminii aminoacetas, Magnesii hydroxidum
Virkni:
Hafa ekki áhrif á sýruframleiðslu. Verka einungis í magaholi með því að “binda” sýru og hækka pH gildi maga
Hafa lítil áhrif á græðslu sára en verka fljótt (en oft stutt) á sýrutengd einkenni
Aukaverkanir:
Magnesium sölt geta valdið niðurgangi en aluminium sölt hægðatregðu, - oft blandað saman til að fá hinn gullna meðalveg!
lýstu Gaviscon (Acidum alginicum)
Flokkast undir “önnur” magalyf
Myndar ásamt magasýru seigt lag af örlítið súrri froðu, sem dreifist yfir innihald magans.
Hefur enga almenna verkun.
Gaviscon verkar einungis staðbundið.
lýstu Sucralfatum (Antapsin)
Flokkast undir “önnur” magalyf
Sucralfat er álsalt af súkrósaoctasúlfati.
Verkun þess stafar líklega af því að það myndar hlífðarhimnu yfir skaddaðri slímhúð.
Sucralfat virkjast í súru umhverfi og myndast þá neikvætt hlaðið súkrósaoctasúlfat sem loðir sértækt við jákvætt hlaðin prótein í sárinu.
Hlífðarhimnan sem myndast dregur úr pepsin-, salt- og gallsýruáhrifum í sárinu.
ATH: Getur minnkað frásog lyfja
nefndu tvær helstu gerðir Histamin blokkara (H2) og virkni þeirra
Ranitidinum 150-300mg
- Zantac, Asýran, Gastran
Famotidinum 20-40mg
- Famex
Tilheyra flokki sýruhemjandi lyfja
Lyfið blokkar histamín viðtæki H2 og dregur þannig úr framleiðslu saltsýru í maga.
Dregur bæði úr grunn-framleiðslu og fæðutengdri framleiðslu magasýru
Algengasta aukaverkun er höfuðverkur og svimi
Nefndu fjórar helstu gerðir prótónupumpuhemla og virkni þeirra ásamt aukaverkunum
Omeprazolum
- Losec Mups, Lómex
Lansoprazolum
- Lanzo Melt, Lanser
Rabeprazolum
- Pariet
Esomeprazolum –( s-enantiomer af omeprazól)
- Nexium
Tilheyra flokki sýruhemjandi, benz-ímídazólafleiða, sem sýna hvorki andkólínvirka né H2 histamínblokkandi eiginleika, en bæla losun magasýru með sérstakri hömlun á H+/K+-ATPasa enzýminu (sýru- eða prótónupumpan).
Gefin sem forlyf
- þurfa að frásogast og berast blóðleiðina til paríetalfruma
- Safnast í canaliculus (veikar sýrur (þéttnimunur x 1.000 -10.000) - sýrustig => prótónering)
- Prótónering á forlyfinu => aktívering
- Valda óafturkræfri hindrun H+K+ATPasa (nýjar myndast á 48 klst)
Aukaverkanir eru sjaldgæfar- Höfuðverkur , niðurgangur og ógleði
lýstu Misoprostol
telst til lyfja sem styrkja varnir magans
Misoprostol er með prostaglandin verkun og vægt sýrulækkandi og eykur mucus/bícarbónat framleiðslu.
Kjörlyf fyrir sár af völdum gigtarlyfja
Græðsla: 200 mg x 4
Viðhaldsmeðferð: 200 mg x 2
Aukaverkanir:Niðurgangur, kviðverkir, truflun á þungun.
Cytotec/Arthrotec. Diclofenac+misoprostol
hvað þarf til að ná sem bestum árangri í græðslu magasára?
Til að ná besta árangri í græðslu þarf að lyfta pH yfir 4 í meira en 16 klst á sólarhring
hvernig er meðferð á vægu bakflæði án bólgu?
PPI lyf eftir þörfum
H2 blokkar eftir þörfum
Sýrubindandi lyf
Lífsstílsbreytingar
Hvernig er meðferð á bakflæði með bólgu?
Græðsla: PPI lyf x1 í 4-6 vikur
Viðhaldsmeðferð: PPI lyf x1 samkvæmt einkennum
hvernig er meðferðin á helicobacter pylori magasári?
PPI lyf x 2
Syklalyfin Amoxicillin & Clarythromycin
Gefið í vikukúr
Síðan PPI x1 í 30 daga