Bólgueyðandi lyf Flashcards
hvernig flokkum við bólgueyðandi lyf?
- Parasetamól
- Bólgueyðandi verkjalyf
- Histamínhamlar
- Leukotríenhamlar
- Barksterar
- Ónæmisbælandi lyf (Síðvirk bólgueyðandi lyf)
- Ónæmisbælandi Líftæknilyf
nefnið þrjár gerðir bólgueyðandi verkjalyfja
NSAID: ósérhæfð COX1 og 2 hamlar
Coxíb lyf: sérhæfð COX2 hamlar
Acetylsalicylsýra (magnýl) sérhæfð COX1 hömlun
nefnið ábendingar fyrir notkun bólgueyðandi verkjalyfja
Verkir og bólga: Höfuðverkir af ýmsum gerðum, tíðaverkir, verkir eftir aðgerðir, gigt- og bandvefssjúkdómar, íþróttameiðsli, beinbrot, mjúkvefjaáverkar
Hækkaður líkamshiti: sýkingar, krabbamein, bólgusjúkdómar
Blóðþynning: acetylsalisylsýra (magnýl, aspírín = eru blóðflöguhemjandi)
nefnið 3 meginverkanir cox 2 hindra
Bólgueyðandi
- koma í veg fyrir Æðavíkkun, Bjúgur –> Verki
Verkjastillandi
- Prostaglandin auka áhrif annarra boðefna á verkjataugar/viðtaka (Cox 2 hindra prostaglandin)
__ - Dæmi: bradykínín
Hitalækkandi
- miklu leyti óþekkt
- Hypothalamus (undirstúka) í heila
- Hamla prostaglandi
En prostaglandin (víkka æðar og koma í veg fyrir samloðun blóðflagna)
nefnið meginverkun cox 1 hindra
Blóðþynning
(því þau blokka aðallega myndun thromboxans (TXA2) sem veldur blóðflögukekkjun og er æðaþrengjandi)
(skaðleg áhrif á eðlilega lífeðslisfræði maga, nýrna og blóðflagna, minnkar myndun prostaglandína í maga t.d.)
Hvers vegna valda NSAID lyf magabólgum/sárum?
Þau eru cox hindrar og hamla myndun prostaglandína, sem dregur líka úr myndun á bíkarbónati og slími og hægir á blóðflæði. Þar að auki geta NSAID lyf valdið beinum physiologiskum skaða á slímhúðina í maga.
Allt þettar gerir virkjuðu pepsíni meira kleift að eyðileggja slímhúðina og mynda sár
Magasýran getur einnig ýtt undir meiri upptöku NSAID lyfja í frumur slímhúðarinnar þar sem lyfin rugla efnaskipti frumunnar og skemma hvatbera.
Lýstu lyfhrifum NSAID lyfja og aukaverkunum
- Frásogast vel frá meltingarvegi og ná hámarksgildi eftir 1-2 klst. Lengur að ná hamarki í liðvökva
- Eru líka gefin í æð
Aukaverkanir í meltingarvegi:
- Verkir: dyspepsia, allt að 30%
- Niðurgangur: allt að 30%
- Ógleði-uppköst
- Magabólgur
- Magasár: 20%
- Blæðing í meltingarvegi: 0.9%
Aukaverkanir í nýrum:
- Skert starfsemi
- Truflun á blóðflæði
- Truflun á saltútskilnaði
- Blóðþrýstingshækkun
Aukaverkanir í húð:
- Útbrot
- Aukið ljósnæmi
Aukaverkanir frá öndunarfærum:
- Geta valdið astma hjá næmum einstaklingum
- Separ í nefi
- Þrálátar nefbólgur
Aukaverkanir á hjarta og æðakerfi:
- Hækkaður blóðþrýstingur
- Aukin hætta á bráðu kransæðaheilkenni og heilaslagi (rofecoxib)
- Virðist eiga við bæði NSAID og coxib lyf
- Mest hætta í eldra fólki með undirliggjandi kransæðasjúkdóm
- Mikilvægt að meta áhættu
Aukaverkanir í beinmerg (sjaldgæft): Bæling á framleiðslu - rauð blóðkorn - hvít blóðkorn - blóðflögur
hvernig er meðferð gegn aukaverkunum NSAID lyfja í meltingarvegi?
- Gefið misoprostol með: prostaglandin sem eiga að vernda slímhúðir
__ - Cytotec er misoprostol eitt sér - Gefin sýruhamlandi lyf
__ - PPI
__ - H2 blokkar
Nefndu bólgueyðandi lyf sem hafa stuttan helmingunartíma, hvað þarf að gefa þau oft á dag?
Stuttur helmingunartími
- Þarf að gefa þrisvar á dag
Ibúprófen: Alvofen express 400 mg, Íbúfen 200, 400, 600 mg, mixtúra 20mg/ml, Ibuxin 200 mg, 400 mg, 600 mg, 800 mg, Nurofen junior apelsin
- Deep Relief hlaup til staðbundinnar notkunar
Indómetasín:, Indometacin Actavis hylki 25 og 50 mg, Confortid endaþarmsstíll 50 og 100 mg
Ketóprófen: Orudis forðahylki 100 mg
Ketórólak: Toradol 30 mg/ml
- Er stungulyf og vinsælt við bráða verkjameðferð. Gefið í æð eða í vöðva
Nefndu bólgueyðandi lyf sem hafa miðlungs helmingunartíma, hvað þarf að gefa þau oft á dag?
Miðlungs helmingunartími
- Þarf að gefa tvisvar á dag
Díklófenak:
- Voltaren, Voltaren rapid,Vóstar-S, Klófen-L, Modifenac, Diclomex, Diclomex Rapid
- Diklofenak Mylan, Solaraze 3% hlaup,
Voltaren Ophtha augndropar, Voltaren
stungulyf
__ - Arthrotec er með misoprostol 50/0,2 mg
__ - Arthrotec Forte er með misoprostol 75/0,2 mg
Naproxen:
- Naproxen Mylan 250 og 500 mg,
- Naproxen-E Mylan 250 og 500 mg
- Alpoxen 250 og 500 mg
Nefndu bólgueyðandi lyf sem hafa langan helmingunartíma, hvað þarf að gefa þau oft á dag?
Langur helmingunartími
- Þarf að gefa einu sinni á dag
Píroxícam: Felden gel
Nabumeton: Relifex 500 mg,
nefndu 3 gerðir sérhæfðra COX2 hamla
Etorícoxíb
- Arcoxia 120 mg, 90 mg, 60 mg, 30 mg filmuhúðaðar töflur
Celecoxíb
- Celebra 200 mg, 100 mg,
- Celecoxib Actavis 100 mg, 200 mg
- Cloxabix 100 mg, 200 mg
Parecoxíb
- Dynastat: stungulyf gefið í æð, bráðaverkjameðferð 40 mg
Hverjir eru kostir/gallar sérhæfðra COX2 hamla?
Kostir:
- Ekki áhrif á blóðflögur
- Minni áhrif á meltingarveg (25-50% fækkun hjáverkana)
ókostir:
- Geta skert blóðflæði í nýrum og valdið háþrýstingi
- Ýmsar gerðir verið teknar af markaði vegna hjáverkana
- Rófecoxíb (Vioxx) vegna aukinnar áhættu á kransæðastíflu
Hvernig virkar Acetýlsalicýlsýra (aspírín og magnýl)
Mikil COX-1 verkun: mikil áhrif á blóðflögur (blóðþynning). Varanleg blokkun á blóðflögum.
–> verndandi gegn kransæðasjúkdómum
Lítil COX-2 verkun: lítil bólgueyðandi og verkjastillandi verkun og þarf stóra skammta
nefndu 4 gerðir Acetýlsalicýlsýrulyfja:
- ASA-ratiopharm 500 mg
- Aspirin Actavis 300 mg
- Treo freyðitafla 50 mg coffein/500 mg
- Hjartamagnýl 75 mg, Hjarta-Aspírin 75 mg
lýstu lyfhrifum Acetýlsalicýlsýrulyfja
- Frásogast yfir 90% frá meltingarvegi
- Frásogast frá maga og smágirni
- Nær hámarks blóðþéttni eftir 40-60 mín
- Mikið próteinbundið.
- T1/2 í blóði 2-4 klst.
- Útskilst um nýru
Hjáverkanir (= þá ef lifið er tekið rangt):
- Meltingarvegur
- Húð
- Reye´s syndrome
- Sýru-basa jafnvægi
- Salicylismi: tinnitus, vertigo, minnkuð heyrn, ógleði og uppköst
lýstu verkun parasetamóls (Acetaminophens) (gróflega)
Væg bólgueyðandi áhrif - Virkar í gegnum væga COX-2 hömlun Verkjastillandi - Verkun á TRPA-1 viðtæki í mænu Hitalækkandi - Sennilega mest áhrif í taugakerfi
(annars verkun þess óljós)
Lýstu lyfhrifum parasetamóls og aukaverkunum
Lyfhrif:
- Frásogast vel eftir inntöku. Hámarks plasmaþéttni innan ½-1 klukkustundar.
- Verkjastillandi áhrif koma yfirleitt fram eftir u.þ.b. ½ klst.,
- Hámarksáhrif nást innan 1-2 klukkustunda
- Lengd verkunar er 4-5 klukkustundir.
- Umbrotið í lifur og útskilið um nýru
Aukaverkanir: (Fáar en geta verið hættulegar) - Húðútbrot - Lifrarskemmdir \_\_ - Bráðar \_\_ - Langvinnar
lýstu parasetamól eitrun (eitrunarskammtar og einkennum)
Eitrunarskammtar hjá börnum:
- > 120 mg/kg.
Eitrunarskammtar hjá fullorðnum:
- almennt > 140 mg/kg.
Einkenni:
á fyrsta og öðrum sólarhring:
- Hugsanlega kviðverkir, ógleði og uppköst nokkrum klukkustundum eftir inntöku
á öðrum til þriðja degi koma fram einkenni um
- lifrarskemmdir, þ.e. hækkaðir transamínasar, lækkandi prótrombíngildi, storkutruflun, gula,
- lasleikatilfinning,
- blóðsykurslækkun, kalíumlækkun í blóði, fosfatlækkun í blóði, efnaskiptasýring (metabólísk acidósa) og dreifð storkutruflun (disseminated intravascular coagulation).
- Lifrarbilun og lifrardá.
Lifrarskemmdirnar ná yfirleitt hámarki eftir 4 – 6 sólarhringi
nefndu nokkur parasetamól samsett lyf:
Blandað 450 mg með 35 mg Orfenadrin
- Norgesic
Blandað kodeini:
- Parasetamol/Kodein Actavis 1000mg og 60 mg
__ - Parkódín með 10 mg,
__ - Parkódín Forte með 30 mg,
__ - Pinex Comb Forte með 30 mg (endaþarmsstíll)