Andhistamínlyf Flashcards
hver er verkun histamíns?
Vöðvasamdráttur í sléttum vöðvum í
- ileum,
- berkjum
- og legi gegnum H1 viðtæki
Æðavíkkandi gegnum H1 viðtæki
hver er verkun andhistamínlyfja á MTK
Verkun andhistamínlyfja á MTK
- Slævandi
- Ógleðistillandi
nefndu hin 4 mismunandi histamín viðtæki
H1: tengjast fosfólípasa C (aðallega að reyna að blokka þessi)
H2: cAMP, myndun magasýru
H3: miðtaugakerfi
H4: miðla bólgu
Hvaða fjórir þættir ráða mismuninum á milli tegunda andhistamínlyfja?
- Fituleysanleiki: Fyrstu kynslóðar lyf, eldri gerðir, meiri róandi áhrif
- Vatnsleysanleiki: Annarrar kynslóðar lyf, nýrri gerðir, ekki róandi
- Muscarinic viðtækjablokkun: andkólínvirk áhrif, td. munnþurrkur, sjóntruflanir, þvagtregða, hægðatregða
- Mislangur helmingunartími
hvernig eru lyfhrif andhistamínlyfja almennt?
Hamla viðtæki H1: samkeppnisblokkun
Gefin um munn, í vöðva eða í æð Frásogast vel frá meltingarvegi Ná hámarksvirkni eftir 1-2 klst Nýrri gerðir hafa lengri helmingunartíma Dreifast vel um líkamann, mismikið í MTK Umbrot í lifur Útskilnaður um nýru
Við hverju notum andhistamínlyf?
Ofnæmi
- ofnæmisbólgur í nefi (allergic rhinitis, hay fever)
- ofnæmisbólgur í augnslímhúð (allergiskur conjunctivitis)
- ofsakláði (urticaria)
Meðferð ofnæmislosts
Ferðaveiki/sjóveiki
- truflun á stöðuskyni
Ógleðistillandi
- Tengt skurðaðgerðum og öðrum inngripum
- Fyrirbyggjandi, td. við lyfjameðferð
Róandi/svæfandi
- Svefnlyf
- Fíklar í fráhvarfi
- Lyfjaforgjöf
Hverjar eru aukaverkanir andhistamínlyfja
Algengar (>1/100, <1/10):
Meltingarfæri: Munnþurrkur.
Taugakerfi: Þreyta, syfja.
Sjaldgæfar (>1/1000, <1/100):
Meltingarfæri: Óþægindi frá meltingarvegi og meltingartruflanir.
Taugakerfi: Höfuðverkur, svimi, órói.
nefndu 5 fyrstu kynslóðar andhistamínlyf
Fyrstu kynslóðar lyf: Fituleysanleiki meiri róandi áhrif (eldri gerðir lyfja)
Diphenhydramin: Benylan mixtúra
Clemastin: Tavegyl töflur
Alimemazin: Vallergan mixtúra
Promethazin: Phenergan töflur, mixtúra: róandi, svefnlyf
Meclozin: Postafen töflur. Við ferðaveiki, ógleði og uppköstum
(eigum að þekkja Diphenhydramin og Promethazin, fyrstu kynslóðarlyfjum fer alltaf fækkandi)
nefndu 5 annarrar kynslóðar andhistamínlyf
Annarrar kynslóðar lyf: Meiri vatnsleysanleiki, ekki róandi (nýrri gerðir lyfja)
Ebastin: Kestine töflur
Loratidin: Lóritín, Loratadin LYFIS, Clarityn
Desloratidin: Desloratadine ratiopharm, Desloratadine Teva, Aerius: töflur og saft, Flinyse
Fexofenadin: Telfast, Nefoxef, til 120 og 180 mg
Cetrizín: Cetirizin ratiopharm, Histasín, töflur
Hvernig er pektólin mixtúra?
Pektólín mixtúra:
- diphehydramin blanda með ammonium klóríð
Notkun: minnka hósta og slímlosandi