Kafli 9 - vatn Flashcards
Hvað er grunnvatn ?
Er regnvatn sem sígur ofan í jarðlög, þ.e. holrými, glufur og sprungur
Hvar er auðvelt að finna grunnvatn ?
Á flekaskilum
Hvað er grunnvatnsflötur ?
Er yfirborð grunnvatns í jarðlögum
Eftir hverju er hæð grunnvatnsflatar háð ?
Loftslagi
Landsslagi
Þéttileika bergs
Grunnvatnsflötur er …
Ímynduð lína
Er víða skorinn í gljúfrum og gilju, þar koma lindir
Það má sjá hæð grunnvatnsflatar í stöðuvötnum og gljúfrum
Hvað er jarðrakasvæði ?
Er svæði í jarðlögum milli grunnvatnsflatar og yfirborðs
Hvað innihalda holrýmin í jarðrakasvæðinum ?
Loft og raka
Hvar er meiri raki í jarðrakasvæðum ?
Þegar maður fer nær grunnvatnsfletinum
Hvað er lind ?
Er uppspretta grunnvatns þar sem grunnvatnsflötur sker yfifborðið
Hverjar eru grunnvatnssvæði hérlendis ?
Blagrýtismyndunin
Móbergs- og grágrýtismyndunin
Hvernig er berggrunnurinn í blágrýtismynduninni ?
Mikið af holufyllingum
Vel þéttur
Hversu mikið vatn er í blágrýtismynduninni ?
Lítið af vatni
Hvernig er berggrunnurinn í móbergs- og grágrýtismynduninni ?
Gropinn
Ekki komið mikið af holufyllingum ( er yngri )
Frá hvaða tímabili er blágrýtismyndunin ?
Tertíer
Frá hvaða tímabili er móbergs- og grágrýtismyndunin ?
Kvarter
Hvernig er hitastigið og magnið í móbergs- og grágrýtismyndunin ?
Jafnt allt árið
Hvað eru vatnaföll ?
Yfirborðsvatn sem rennur undan halla og leitar í farveg sem lækir eða ár
Hvað er jökulhlaup ?
Leysingavatn safnast undir jökli. Það lyftir jöklinum og flæðir fram. Myndast oft sigketill
Vegna hvess myndast jökulhlaup ?
Vegna jarðskjálfta og eldgos
Dæmi um jökulhlaup
Grímsvötn
Hvað eru árrof ?
Vatnsföll móta landið, þ.e. sverfa það með seti sem breikkar ár og dýpkar
Dæmi um árrof
Þjórsá
Ber með sér 6 milljón tonn af seti árlega
Eftir hverju fer framburðargeta vatnsfalla ?
Vatnsmagni
Straumhraði
Í hvað skiptist framburður árrofa ?
Grugg
Botnskrið
Hvað er grugg ?
Minnsta kornastærðin sem svífur
Hvað er botnskrið ?
Grófasta efnið sem skríður
Hvaða myndanir myndast við árrof ?
Skessukatlar
Fossar
Við hvað myndast skessukatlar ?
Myndast við botnshvörfun þegar möl og steinar sverfa holu í berggrunninn í hringiðun
Hvað er þvermál skessukatla ?
Geta orðið 1 - 2 m
Hvað geta skessukatlar orðið djúpar ?
Nokkrir metrar