Kafli 1 og 2 - Ertu viss Flashcards
Vísindahyggja
Sú skoðun að ekkert vit sé í neinu nema það sé vísindalegt.
- veröld án óvissu
- vísindi geta svarað öllu sem er svara vert
- vísindamenn eru betur færir en aðrir til að svara siðferðislegum spurningum og leggja til almennt gildismat
Af hverju á að varast vísindahyggju?
Fræði eru ekki um allt og þau eru ekki alltaf handviss og hárnákvæm.
Einfeldnisleg afstæðishyggja, og af hverju að varast hana?
Sú skoðun að maður geti haft sín einkavísindi.
- vísindi eru ekki um allt en heldur ekki um hvað sem er
- ekki 100% viss en þau gera kröfu um samtal, rökfærslu og kerfisbundna upplýsingaöflun
Óvissa
Óhjákvæmilegur hluti af þekkingarleit og vísindum.
Vísindaleg aðferð
Aðferð sem kerfisbundið beinast að því að draga úr óvissu má kallast vísindaleg.
Ekki endilega flókin, stærðfræðileg, vélræn, lögmálsbundin tilraunaaðferð.
Hvað einkennir vísindi? (3)
1) Hlutlægar staðreyndir: staðhæfingar sem eru metnar og metanlegar af sjálfstæðum staðreyndum
2) Framvindu (orsaka) skýringar: framvinda náttúru-veraldar er skýrð með því að tilgreina nauðsynleg skilyrði fyrir framvindunni
3) Raunprófanir: athuga hvort að framvinduskýringin sé rétt með prófunum
Hlutlægar staðreyndir
staðhæfingar sem eru metnar og metanlegar af sjálfstæðum staðreyndum
Framvindu (orsaka) skýringar
framvinda náttúru-veraldar er skýrð með því að tilgreina nauðsynleg skilyrði fyrir framvindunni
Raunprófanir
athuga hvort að framvinduskýringin sé rétt með prófunum
Veraldarhyggja
veröldin er:
a) skoðanleg, sjálfstæð, raunprófanleg
b) veraldleg, náttúruleg orsakaframvinda
c) skiljanleg og skýranleg af sjálfstæðum hlutlægum staðreyndum, óháð geðþótta, hefðum eða trú
Kennimörk góðrar vísindatilgátu-kenningar
1) Prófanleg - hrekjanleg
2) Einföld (einfalda frekar en að flækja)
3) Víðfeðm (skýra margs konar tilvik og fyrirbæri)
4) Frjósöm (vekja nýjar spurningar og svara)
5) Samræmanleg (fara ekki gegn annarri þekkingu)
Hvernig verður ofvissa til?
Allir leita að skýrum skilningi á veröldinni. En þegar veröldin er hröð og óljós þarf stundum að leita HRAÐVISSU (fljótráð, flýtileið) sem skilar skástu niðurstöðu
Aðskilin heilahvel - ofvissa/hraðvissa
FYRST horfir manneskjan á myndir
- með hægra auga (tengt vinstra-málstöðvar) = fuglskló
- með vinstra auga = snjóskafl
SÍÐAN flettir hún í myndabunka og velur myndir sem tengjast myndum sem hún sá.
- hægri hönd (tengt vinstra-málstöðvar) = fuglskló + hæna
- vinstri hönd = snjóskafl + skófla
LOKS útskýrir hún af hverju hún valdi myndirnar
- Hæna (fuglskló tengt vinstri málstöðvum) valdi ég útaf fuglsklónni
- Skófla (snjóskafl ekki tengt málstöðvum) valdi ég til þess að moka út úr hænsnakofanum
=> fólk finnur fljótt orsakaskýringar, frekar rangar en engar.
Tvær skilgreiningar á hjátrú/grillu
1) Hugmynd eða verklag án traustrar undirstöðu og ekki í samræmi við þekkingarstig samfélagsins sem hún kemur fram í
2) Hugmynd eða verklag sem byggist ekki á röklegri framvindu heldur á dularfullu mikilvægi hlutar, aðstæðna eða atburðar.
Má leyfa sér hjátrú? Ferns konar rök
JÚ
úr daglegu lífi: hjátrú íþróttamanna, stjörnuspá skemmtir, það sem skaðar enginn ok
JÚ
í vísindum og fagmennsku: fá rök segja jú. En ef grilla er skaðlaus?
NEi
úr daglegu lífi: hálkurök, nashyrningaduft, skaðlegar lækningar
NEI
í vísindum og fagmennsku: vísindi eru um gagnreynda, rökstudda þekkingu
Hálkurök
Um undantekningalausa afstöðu. Eina leiðin til að verða örugglega aldrei alkóhólisti er að taka aldrei fyrsta sopann.