5 kafli - netnámsefni Flashcards
Þróun sálfræði á seinni hluta 20 aldar
Meginviðfangsefni:
- Rannsókn á atferli
- Rannsókn á umhverfisáreitum
- Rannsókn á námi
Hagnýting kenninga
- Aðferðir til að breyta hegðun
- Sálfræðileg próf
Hugfræði
- Ekki bylting, heldur samfella við atferlisstefnu
- Líking við tölvu
- Áhugi á almennum sálfræðiskilningi (minni, ályktun, þekking)
Meginviðfangsefni sálfræði á seinni hluta 20 aldar
- Rannsókn á atferli
- Rannsókn á umhverfisáhrifum
- Rannsókn á námi
Hvað er almannasálfræði?
Sá skilningur sem fólk hefur á hegðun og hugsun annarra án sérstakrar fræðilegrar þjálfunar.
- skynsemi
- markhyggja
Forsendur almannasálfræði
- Gert ráð fyrir skynsemi
- Gert ráð fyrir að fólk muni hegða sér í samræmi við það sem það vill og það sem það veit (annars er fólk veikt, undir áhrifum eða einhver öfl)
- Vit, löngun og vilji eru grundvallarskilyrði samfélags og menningar
Almannasálfræði er markhyggja
Í almannasálfræði er spurt HVAÐ fólk viti og HVAÐ það vilji - trú og löngun framkallar hegðunina.
(Diddi (persóna) fær sér að borða af því hann er svangur og hann langar í mat og veit hvar hann er svo það hegðar sér samkvæmt því)
Formúlur og forskriftir almannasálfræði
-Útreikningar til þess að skilja löngun og vissu með hliðsjón af hegðun
-Eða spá fyrir um hegðun með hliðsjón af löngun og vissu
“Björg er hissa: þá hlýtur eitthvað að hafa komið henni á óvart og í ljós kemur að hluaprófið í almennunni var erfiðara en hún hélt. Þá er hægt að spá fyrir um að hún muni endurskoða mat sitt á þessum prófum og undirbúa sig öðruvísi næst.”
“Persónan” í almannasálfræði
Sálarhugmyndin lík þeirri sem Platón setti fram og lík sjálfinu sem Descartes setti fram (gædd skynsemi og rökhugsun, þekkir umhverfi sitt, er sjálfstæð og óháð)
Franz Brentano
- Eðli sálrænna fyrirbæra snýst ekki um að þau séu einangruð frá efnisheiminum
- Eðli sálrænna fyrirbæra er það að þau eru (flest) íbyggin
Íbyggni
Sá eiginleiki fyrirbæris að vísa til einhvers annars eða vera um eitthvað annað en sjálft sig.
Hugsun, tilfinningar, hegðun… ekki taugafrumur
Dæmi Dennetts af skáktölvu
Hvernig gangverk er tölva? Hvað gerir sá sem vill skilja tölvu?
- T.d. tefla við hana
- Tölva er úr efni; málmar, rafrásir..
- Tölva gengur eftir forritum
- Það er hægt að ætla tölvu langanir og skoðanir
Fimm gerðir af efnishyggju um sálarlífshugtök
- Róttæk atferlishyggja
- Samsemdarkenning
- Verkhyggja hin nýja
- Hvarfhyggja eða útrýmingarefnishyggja
- Efnishyggja án hvarfs; stigveldissmættarhyggja
- Róttæk atferlishyggja
Sum sálarlífshugtök eru misskilningur en önnur lýsing á tilhneigingum. Tal um ætlun í raun lýsing á atferli.
- Samsemdarkenning
- Hugsun er heilastarfsemi; þessi tvö fyrirbæri eru eitt og hið sama.
- Lögð áhersla á efnislega innviði; löngun er tiltekið líkamlegt ástand í miðtaugakerfinu.
- Oft aukagetuhugmynd um vitund; hún veit af líkamlegum ferlum en veldur þeim ekki.
Gagnrýni á samsemdarkenningu
Kenningin skýrir ekki íbyggni hugans eða hvernig hún hefst af efnaferlum, og samsemdin er ekki skýrð
- Verkhyggja hin nýja
- Viðurkennir samsemd huglegra og líkamlegra fyrirbæra en þó ekki þannig að tiltekin gerð hugsunar eigi sér sérstaka líkamlega samsvörun.
- Hugarástand er skilgreint af samhengi, samvirkni lífveru við umhverfi.
- Tölvulíkön og klukkulíking - sálræn ferli eru efnisleg en ekki smættanleg í tiltekið líefna- eða lífeðlisfræðilegt ástand