2 kafli - Netnámsefni Flashcards
Hvað er hugarheimspeki?
Annað orð yfir náttúruspeki, Englendingar kölluðu það hugarheimspeki.
Hvar byrjaði nútímasálfræði?
Þýskalandi um miðja 19.öld. Fyrstu tilraunir til að beita vísindalegri aðferð á sálfræðileg fyrirbæri.
Fornöld: náttúruspekingarnir
Veraldarahyggja (Þales, Anaxímandros, Anaxímanes -> Smættarhyggja -> Pýþagóras -> Herakleitos og Parmenídas um eðli heimsins -> Fjölhyggjumenn (Empedókles, Demókrítos) -> Platón -> Aristóteles
Veraldarhyggja
Leita skýringa á því sem við viljum skilja í náttúrunni. Úr hvaða efni er heimurinn gerður?
- Þales: vatn
- Anaxímandros: ómæli (efni sem geta tekið á sig alla eiginleika efna)
- Anaxímanes: loft
Þales taldi að undirstaða heimsins væri?
vatn
Smættarhyggja
Að skýra eitthvað sem okkur finnst flókið með einhverju sem okkur finnst vera einfaldara.
T.d. lotukerfið í efnafræði, atómkenningin..
Pýþagóras
Sá alla veröldina í ljósi stærðfræðinnar. Setti fram kenningu um samband sálar og veruleika, fann stærðfræðilegt samband milli hljóma í tónfræði.
Herakleitos og Parmenídas
Tókust á um hvort eðli heimsins tæki stöðugum breytingum eða hvort allt væri varanlegt.
Fjölhyggjumenn
Héldu því fram að frumefnin hlytu að vera mörg
- Empedókles: vatn, loft, jörð og eldur
- Demókrítos: atómkenningin; atómið er undirstaða alls lífs
Nauðhyggja
Allt gerist fyrir nauðsyn, ekkert gerist fyrir tilviljun
Platón
Setti fram allsherjar frumspekikerfi með frummyndakenningu sinni
- Munur á efnisheiminum sem við nemum með skynfærunum og frummyndaheiminum sem við nemum með skynsemi
- Samkvæmt Platón eiga form og frumhugtök að búa að baki veruleikanum
- Þrískiptin sálarlífsins
Platón og þrískipting sálarlífsins
1) Vit
2) TIlfinning
3) Vilji
Aristóteles
- Nemandi Platóns en hafði ekki sömu skoðanir.
- Upphafsmaður formlegrar rökfærslu.
- Aðhyllist ekki frummyndaheim
- Markhyggja (guð hans fullkominn og allt stefnir að því marki að líkjast honum)
- Setti fram AFLFRÆÐI til að skýra frumefnin fjögur og fjallaði um glæru sem hrærir fyrirbæri heimsins
- Sálarkenning (vaxtarsál, skynjunarsál og hugsandi sál)
Sálarkenning Aristóteles
- Vaxtarsál: sem lýtur að hreyfingu sem felst í vexti og efnaskiptum, er öllum lífverum (líka jurtum, dýrum og mönnum) sameiginleg
- Skynjunarsál: sem dýr og menn, en ekki jurtir, hafa. Tekur til skynjunar á ólíkum skynsviðum og hreyfingar
- Hugsandi skál/skynsemin: sem aðeins maðurinn hefur og tengist notkun tungumáls
Miðaldir
- Áhersla á að samræma heimsmynd Aristótelesar og heimsmynd kirkjunnar á Vesturlöndum
- Nátturuspeki (ætti að ganga út frá því að skýra ýmis tákn í náttúrunni)
- Veraldarahyggja: sú kenning að þekking á náttúrunni fáist með því að skoða hana án trúarlegs skilnings.
Veraldarhyggja
Sú kenning að þekking á náttúrunni fáist með því að skoða hana án trúarlegs skilnings