1 kafli - Netnámsefni Flashcards
Hvenær varð sálfræði að vísindagrein?
Um miðbik 19 aldar
Á hvaða grundvelli varð sálfræði til?
Náttúruspeki og heimspeki
Hvað er það sem sameinar sálfræðina?
Rannsóknaraðferðir hennar, aðallega tilraunaaðferðin
Afstæðishyggja
Það sem er afstætt, er alltaf afstætt við eitthvað annað; það er bundið við tiltekna lýsingu eða sjónahorn.
Skynjaður litur - afstæður við skynfæri - sum dýr sjá ekki litinn rauðan
Smekkur - afstæður við hvern einstakling, mér finnst þessi matur góður en ekki einhverjum öðrum
Algildishyggja
Það sem er algilt er ekki bundið við neina tiltekna lýsingu, það er eins hvernig sem á það er litið.
Litur - burtséð frá því hvernig við upplifum rauðan, þá er hann í litrófinu og bundinn við náttúrulögmálið um liti. Rauður er rauður.
Íbyggni
Sá eiginleiki fyrirbæris að vísa til einhvers annars eða að vera um eitthvað annað en sjálft sig.
Tilfinningar, hugsun - ef þú ert reiður ertu reiður út í einhvern.
Taugungar er ekki íbyggið hugtak því þau eru bara. Ekkert á bakvið það.
Fyrstu persónu sálfræði
Aðeins þú hefur aðgang að þínum hugsunum
Þriðju persónu sálfræði
Hægt að fylgjast með öðrum og túlka síðan hegðunina.
Hverjar eru þrjár grundvallarhyggjur í sálfræði?
Frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði
Frumspeki
Fæst við eðli veruleikans, eða það sem er
Verufræði
Undirgrein frumspekinnar og fæst nánast tiltekið við það sem er til
Þekkingarfræði
Fæst við það sem við getum vitað um veruleikann, hvernig við öðlumst þekkingu.
Siðfræði
Fæst við það hvernig við eigum að haga okkur
Hverjar eru þessar helstu hyggjur í sálfræðinni? (8)
Tvíhyggja vs Einhyggja
Rökhyggja vs Raunhyggja
Markhyggja vs Vélhyggja
Hluthyggja vs. Verkfærahyggja/tækishyggja
Tvíhyggja vs Einhyggja
Tveir heimar (hugur er sjálfsætt fyrirbæri sem er ólíkt efi eða líkama) vs Einn heimur (efnið er eini raunveruleikinn) Frumspekileg hugtök
Tvíhyggja
Telur að hugur sé sjálfstætt fyrirbæri sem er ólíkt efni eða líkama - líkaminn og efni lúti öðrum lögmálum en sál og andi
Kenning Platóns um tvíhyggju
Frummyndakenningin: efnisheimur er eins og skuggi eða afmyndun af andlegum veruleika.
Tvenns konar veruleiki; frummyndaheimur og efnisheimur. Líkti okkur við þræla sem eru hlekkjaðir í helli, við sjáum vegg og fyrir aftan okkur kemur ljósið frá veruleikanum og varpar skugga fyrir fólkið - sá skuggi er veruleikinn sem við sjáum.
Frummyndakenning Platóns
Undir tvíhyggju - efnisheimur er eins og skuggi eða afmyndun af andlegum veruleika.
Tvenns konar veruleiki; frummyndaheimur og efnisheimur. Líkti okkur við þræla sem eru hlekkjaðir í helli, við sjáum vegg og fyrir aftan okkur kemur ljósið frá veruleikanum og varpar skugga fyrir fólkið - sá skuggi er veruleikinn sem við sjáum.
Tvíhyggjukenning René Descartes
Skiptir veröldinni í tvennt; hugarheimur og efnisheimur.
Hugurinn; hugsun og vitund, verður ekki bútaður í hluta og er aðeins aðgengilegur þeirri persónu sem hefur hann
Efnisheimur: veröldin mínus hugur. Sá heimur gengur eins og vél, tekur rúm og hægt að deila honum í hluta og að honum hafa allir jafnan aðgang
Við getum brotið niður handlegginn á okkur í búta (efnisheimur) en ekki sársaukann sem við finnum fyrir (hugarheimur)
Einhyggja
Telur að veröldin sé öll af einum toga
Efnið er eini raunveruleikinn
Allt lýtur sömu lögmálum
Hvaða þrjár hyggjur eru undir einhyggju?
Hughyggja, sjálfveruhyggja og efnishyggja
Hughyggja
Undir einhyggju. Eini veruleikinn er andi; vitund eða hugur
Sjálfveruhyggja
Eini veruleikinn er ég sjálfur
Efnishyggja
Efni er undirstaða allra fyrirbæra, sálarlíf og hugarheimar þar með talin
Rökhyggja vs Raunhyggja
Skynsemi vs. Reynsla
Þekkingarfræðilegt hugtak - um þekkingu
Rökhyggja
Telur að hægt sé að komast að mikilvægri þekkingu um heiminn og hugann með skynsemina að vopni
Hverjir komu fyrst með rökhyggju?
Grikkir, byggir á rúmfræði og eðli forma
Platón var? (hyggja)
Rökhyggjumaður
Raunhyggja
Kennir að engin þekking á heiminum verði til án þess að skynfærum sé beitt. Þekking fæst með reynslu, einkum skynreynslu. “reynsluhyggja”
Heraklítos og raunhyggja
“Allt breytist og þú stígur aldrei tvisvar út í sama fljótið” - það er eðli fljótsins að vera að taka breytingum og færast. Ef þú stígur í fljótið getur þú ekki stigið aftur á sama stað og áður.
Vélhyggja vs Markhyggja
Vélhyggja - skýrir það sem virðist hafa tilgang á vélrænan hátt, án nokkurrar vísunar í takmark, vilja eða tilgang
Markhyggja - skýrir hegðun með því að tilgreina markmið eða tilefni hennar.
Frumspekileg hugtök.
Markhyggja
Skýrir hegðun með því að tilgreina markmið eða tilefni hennar. Markmiðið skýrir hegðunina -> Jón fór í ísskápinn TIL ÞESS að fá sér að éta.
Hver er vandinn við markhyggjuna?
Orsökin kemur á eftir afleiðingunni. Jón fór í ísskápinn til þess að fá sér að éta - skýringin kemur eftir á.
Frumstæð markhyggjukerfi
Skýra gang náttúrunnar með markmiðum tiltekinna guða - Þór skapar þrumur, Freyja frósemi…
Líka til markhyggjukerfi sem segja að öll veröldin hreyfist í átt að tilteknu marki, t.d. í samræmi við vilja Guðs.
Markhyggjukerfi Aristótelesar (öll fyrirbæri náttúrunnar laðast að einhvers konar óhagganlegu efni sem fyrirbærin þrá)
Aristóteles og markhyggja
Öll fyrirbæri náttúrunnar laðast að einhvers konar óhagganlegu efni sem fyrirbærin þrá - guð hrærir alla náttúruna sem stefnir að því marki að líkjast honum. Taldi að orakaskýringar væru fjórar;
1) Tilgangur - tilgangur styttunnar að heiðra gamalt skáld
2) Gerendaorsök - högg listamannsins á marmaranum
3) Efni - stytta er úr efni
4) Form - stytta hefur tiltekið form
Vélhyggja
Fæst við að skýra það sem virðist hafa tilgang á vélrænan hátt, án nokkurrar vísunar í takmark, vilja eða tilgang.
- Vélræn lögmál Newtons um fall hluta
- Þróunarkenning Darwins
Hluthyggja vs Hlutleysishyggja
Hluthyggja - Hugtök okkar samsvarar veruleikanum eins og hann er
Hlutleysishyggja - Heldur fram efasemdum um sjálfstæðan veruleika þess sem er skynjað og skilið. Dæmi: tölur hafa engan sjálfstæðan veruleika
Frumspekileg hugtök.
Hluthyggja
Sú afstaða að fyrirbæri heimsins séu til óháð mannlegri skynjun, mannasetningum eða kenningum og að þekking sé um heiminn eins og hann er í raun.
Hugtök okkar samsvarar veruleikanum eins og hann er
Samsvörunarkenningin um sannleikann: sannleikurinn felst í því að orð okkar samsvara veruleikanum - Siggi braut rúðu
Samsvörunarkenningin um sannleikann (hluthyggja)
Sannleikurinn felst í því að orð okkar samsvara veruleikanum - “Siggi braut rúðu” - sönn bara ef hann braut rúðu í alvörunni
Hlutleysishyggja
Heldur fram efasemdum um sjálfstæðan veruleika þess sem er skynjað og skilið. Dæmi: tölur hafa engan sjálfstæðan veruleika
Andstæður hluthyggju; hlutleysishyggja Tækishyggja (verkfærahyggja) Nafnhyggja Hughyggja Afstæðishyggja Framhyggja
Tækishyggja/verkfærahyggja - heldur því fram að vísindakennningar séu hentug tæki til lýsingar eða forspár en samsvari ekki einhverjum veruleika. Greindarpróf spá fyrir um frammistöðu en greind er ekki sjálfstætt fyrirbæri óháð mælingum.
Nafnhyggja - býr enginn sérstakur veruleiki að baki hugtökum. hugur er bara orð yfir ýmislegt sem fólk gerir. Hugtök einfalda lífið.
Hughyggja - einblínir á aðild skynjunar að veruleikanum. Veruleiki er ekki til staðar óháð skynjun okkar á honum. Er hljóð til ef enginn hlustar?
Afstæðishyggja - sannleikurinn er aftstæður við ýmis sjónarhorn
Framhyggja - aðhylltist hlutlæga lýsingu og hlutlægar breytur þar sem forspá og stjórn á fyrirbærum voru aðalatriði.
Hughyggja
einblínir á aðild skynjunar að veruleikanum. Veruleiki er ekki til staðar óháð skynjun okkar á honum. Er hljóð til ef enginn hlustar?
Persónu-og markhyggjusálfræði
Sálarlífshugtökin að vita, halda og langa
“Ræningjarnir VISSU að Soffía frænka myndi halda öllu í röð og reglu. Þeir HÉLDU að þeir myndu ráða við hana. Kasper LANGAÐI líka að kynnast Soffíu betur.
Manngerving
Ef náttúrufyrirbæri er ætlað viti og vilja mannpersónu
Veðurfar og landsmótun = skap Freys og Þórs
Tækishyggja/verkfærahyggja
Heldur því fram að vísindakennningar séu hentug tæki til lýsingar eða forspár en samsvari ekki einhverjum veruleika.
Greindarpróf spá fyrir um frammistöðu en greind er ekki sjálfstætt fyrirbæri óháð mælingum.