1 kafli - Netnámsefni Flashcards
Hvenær varð sálfræði að vísindagrein?
Um miðbik 19 aldar
Á hvaða grundvelli varð sálfræði til?
Náttúruspeki og heimspeki
Hvað er það sem sameinar sálfræðina?
Rannsóknaraðferðir hennar, aðallega tilraunaaðferðin
Afstæðishyggja
Það sem er afstætt, er alltaf afstætt við eitthvað annað; það er bundið við tiltekna lýsingu eða sjónahorn.
Skynjaður litur - afstæður við skynfæri - sum dýr sjá ekki litinn rauðan
Smekkur - afstæður við hvern einstakling, mér finnst þessi matur góður en ekki einhverjum öðrum
Algildishyggja
Það sem er algilt er ekki bundið við neina tiltekna lýsingu, það er eins hvernig sem á það er litið.
Litur - burtséð frá því hvernig við upplifum rauðan, þá er hann í litrófinu og bundinn við náttúrulögmálið um liti. Rauður er rauður.
Íbyggni
Sá eiginleiki fyrirbæris að vísa til einhvers annars eða að vera um eitthvað annað en sjálft sig.
Tilfinningar, hugsun - ef þú ert reiður ertu reiður út í einhvern.
Taugungar er ekki íbyggið hugtak því þau eru bara. Ekkert á bakvið það.
Fyrstu persónu sálfræði
Aðeins þú hefur aðgang að þínum hugsunum
Þriðju persónu sálfræði
Hægt að fylgjast með öðrum og túlka síðan hegðunina.
Hverjar eru þrjár grundvallarhyggjur í sálfræði?
Frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði
Frumspeki
Fæst við eðli veruleikans, eða það sem er
Verufræði
Undirgrein frumspekinnar og fæst nánast tiltekið við það sem er til
Þekkingarfræði
Fæst við það sem við getum vitað um veruleikann, hvernig við öðlumst þekkingu.
Siðfræði
Fæst við það hvernig við eigum að haga okkur
Hverjar eru þessar helstu hyggjur í sálfræðinni? (8)
Tvíhyggja vs Einhyggja
Rökhyggja vs Raunhyggja
Markhyggja vs Vélhyggja
Hluthyggja vs. Verkfærahyggja/tækishyggja
Tvíhyggja vs Einhyggja
Tveir heimar (hugur er sjálfsætt fyrirbæri sem er ólíkt efi eða líkama) vs Einn heimur (efnið er eini raunveruleikinn) Frumspekileg hugtök
Tvíhyggja
Telur að hugur sé sjálfstætt fyrirbæri sem er ólíkt efni eða líkama - líkaminn og efni lúti öðrum lögmálum en sál og andi
Kenning Platóns um tvíhyggju
Frummyndakenningin: efnisheimur er eins og skuggi eða afmyndun af andlegum veruleika.
Tvenns konar veruleiki; frummyndaheimur og efnisheimur. Líkti okkur við þræla sem eru hlekkjaðir í helli, við sjáum vegg og fyrir aftan okkur kemur ljósið frá veruleikanum og varpar skugga fyrir fólkið - sá skuggi er veruleikinn sem við sjáum.
Frummyndakenning Platóns
Undir tvíhyggju - efnisheimur er eins og skuggi eða afmyndun af andlegum veruleika.
Tvenns konar veruleiki; frummyndaheimur og efnisheimur. Líkti okkur við þræla sem eru hlekkjaðir í helli, við sjáum vegg og fyrir aftan okkur kemur ljósið frá veruleikanum og varpar skugga fyrir fólkið - sá skuggi er veruleikinn sem við sjáum.