FRUMULÍFFRÆÐI Flashcards
hvert er stærsta frumulíffærið?
kjarninn
hvað finnst inní kjarnanum?
DNA, prótein í flóka og litningar
hvenær myndast litningar?
við frumuskiptingu
hvað eru gen?
bútar af litningum
hvað gerir kjarnahjúpur?
aðskilur kjarna frá umfrymi
úr hverju er kjarnahjúpur?
- stoðnet úr hornþráðum
- tvöföld himna: ytri himna tengd frymisnetinu
hvar eru kjarnaop?
á kjarnahjúpnum
hvaða sameindir eiga greiða leið um kjarnaop?
vatn, jónir, ATP og smásameindir
hvað stýrir umferð stærri efna um kjarnann
- kjarnaopsflóki
- á kjarnahjúpnum
hvað fer fram í kjarnakorninu (e. nucleolus)?
smíði ríbósóma og framleiðsla próteina sem fara í gegnum kjarnaop
er kjarnakornið himnubundið frumulíffæri?
nei
úr hverju er kjarnakornið?
próteinum og rRNA
hvar er kjarnanetja?
innan á kjarnahimnu
hvaða frumulíffæri er orkuver frumunnar?
hvatberinn
hvernig erfist hvatberinn?
frá móður
hvað er hvatberinn?
athafnasvæði efnahvarfa, sítrónusýruhringsins og rafeindaflutningskeðjunnar
geta heilkjörnungar lifað án hvatbera?
já, þeir lifa snýkjulífi
hvað útskýrir stórt yfirborðsflatarmál hvatberans?
- slétt ytri himna en innri himnan er í ótal fellingum
hvernig skiptist hvatberinn í hólf?
- slétt ytri himna
- innri himna: millihimnurými og mergur
hvar fer frumuöndun fram?
í mergnum (í hvatberanum)
taka ríbósóm og ensím þátt í frumuöndun?
já
hvernig gagnast stóra yfirborðsflatarmál innri himnunnar hvatberanum?
- skapar pláss fyrir ensím sem hvata orkuvinnsluna
- meiri myndun ATP
hvað eru ríbósóm?
örsmá frumulíffæri gerð úr RNA og próteini
hvar verða ríbósóm til?
í kjarnakorni
hvernig skiptist ríbósóm í einingar?
- stærri eining: 60s
- minni eining: 40s
hvernig er nýmyndun próteina í umfrymi?
- laus ríbósóm mynda prótein fyrir hvatberann
hvert er hlutverk ríbósóma á hrjúfa frymisnetinu?
- prótein framleiðsla: þýðing
hvernig frumur innihalda mikið magn ríbósóma?
frumur sem framleiða mikið prótein (t.d. bris og nýrna)
innhimnukerfið
samansett af frumulíffærum sem taka þátt í flutningi innan frumunnar
hvernig ferðast efni innan innhimnukerfisins?
frumulíffærin eru annað hvort tengd beint eða flutningurinn fer fram í himnublöðrum
hvaða frumulíffæri teljast til innhimnukerfisins?
kjarnahimna, SER og RER, golgi kerfið, leysikorn, oxunarkorn og safabólur
frymisnet
- skiptist í slétta og hrjúfa frymisnetið
- himna í ótal fellingum
hrjúfa frymisnetið
- með ríbósómum á
- mikil próteinframleiðsla
hvort er SER eða RER framlenging af ytri kjarnahimnu?
hrjúfa frymisnetið (RER)
próteinframleiðsla í RER
- framhalds vinna próteina innan við himnu
- smíði fosfólípíða fyrir himnur
hlutverk slétta frymisnetsins
- smíði fituefna: fosfólípíð, sterar og hormón
- snikkun vatnsfælinna efna
- afvirkjun eiturefna (lifur)
- geymsla Ca2+ jóna
hvaða frumulíffæri geymir Ca2+ jónir?
slétta frymisnetið (SER)
hvað er vöðvafrymisnetið?
sérhæft slétt frymisnet í vöðvafrumum
hvernig frumur hafa mikið SER?
þær sem framleiða hormón (lifrar-, nýrna- og kynfærafrumur)
hvaða frumulíffæri tekur við af frymisnetinu?
golgifléttan/golgikerfið
úr hverju er golgikerfið?
útflöttum himnublöðrum
hvernig virka hliðin á golgikerfinu?
- cis-hlið: botn staflans sem snýr að ER
- trans-hlið: toppur staflans sem snýr frá ER og að himnunni
hvernig flytjast efni í golgikerfinu?
efni flytjast með himnubólum cis->trans
hvert er hlutverk golgikerfisins?
flokka, fullgera og pakka
hvernig fer flokkun golgikerfisins fram?
prótein og lípíð sem berast frá ER er flokkað
hvað gerist eftir flokkun efna í golgikerfinu?
- ýmis nýsmíðuð prótein eru fullgerð
- sykruhópum á glýkópróteinum er bætt á eða skipt út
pökkun efna í golgikerfinu
próteinum/hormónum er pakkað í himnubólur og þeim beint á réttan stað (meltingarensím til lýsósóms, hormón út úr frumu)
hvað eru leysikorn?
himnubólur með meltingarensímum (mjög súrt umhverfi)
hvaða frumulíffæri sér um að eyða sködduðum frumuhlutum?
leysikorn
hvað innihalda oxunarkorn?
- oxandi ensím: β–oxun fitu
- peroxíðmyndun: nýtist við niðurbrot eiturefna
hvernig eru safabólur í dýrafrumum?
- stórar himnubólur fylltar með vökva
- stjórnun á vatnsinnihaldi og osmósuþrýstingi umfrymisins
- ruslageymsla
hvaða dýr geta tæmt safabólur sínar út í umhverfið?
sum frumdýr (einfrumungar) t.d. ildýr og skólpdýr
safabólur í plöntufrumum
sér um að halda lögun frumu og geyma vatnsforða, geymslu bragð- og litarefna og úrgangsafurða (rusl)
hvar eru bragð- og litarefni geymd í plöntufrumum?
í safabólum en stundum í sérstöku litkorni
hvað geyma grænukorn?
blaðgrænu
af hverju eru grænukorn samansett af?
stöflum af grönum (himnuskífum)
hvað eru grönur?
himnuskífur í grænukornum
í hvaða lífverum eru grænukorn?
ljóstillífandi lífverum
hafa grænukornin sitt eigið DNA?
já
hvað er blaðhold?
innra lag laufblaðs sem geymir frumur með grænukornum
hvað eru plastíð?
himnupokar/bólur sem geyma forða (forðageymslur)
hvað eru sterkjukorn?
plastíð
eru litkorn plastíð?
já