FRUMULÍFFRÆÐI Flashcards
hvert er stærsta frumulíffærið?
kjarninn
hvað finnst inní kjarnanum?
DNA, prótein í flóka og litningar
hvenær myndast litningar?
við frumuskiptingu
hvað eru gen?
bútar af litningum
hvað gerir kjarnahjúpur?
aðskilur kjarna frá umfrymi
úr hverju er kjarnahjúpur?
- stoðnet úr hornþráðum
- tvöföld himna: ytri himna tengd frymisnetinu
hvar eru kjarnaop?
á kjarnahjúpnum
hvaða sameindir eiga greiða leið um kjarnaop?
vatn, jónir, ATP og smásameindir
hvað stýrir umferð stærri efna um kjarnann
- kjarnaopsflóki
- á kjarnahjúpnum
hvað fer fram í kjarnakorninu (e. nucleolus)?
smíði ríbósóma og framleiðsla próteina sem fara í gegnum kjarnaop
er kjarnakornið himnubundið frumulíffæri?
nei
úr hverju er kjarnakornið?
próteinum og rRNA
hvar er kjarnanetja?
innan á kjarnahimnu
hvaða frumulíffæri er orkuver frumunnar?
hvatberinn
hvernig erfist hvatberinn?
frá móður
hvað er hvatberinn?
athafnasvæði efnahvarfa, sítrónusýruhringsins og rafeindaflutningskeðjunnar
geta heilkjörnungar lifað án hvatbera?
já, þeir lifa snýkjulífi
hvað útskýrir stórt yfirborðsflatarmál hvatberans?
- slétt ytri himna en innri himnan er í ótal fellingum
hvernig skiptist hvatberinn í hólf?
- slétt ytri himna
- innri himna: millihimnurými og mergur
hvar fer frumuöndun fram?
í mergnum (í hvatberanum)
taka ríbósóm og ensím þátt í frumuöndun?
já
hvernig gagnast stóra yfirborðsflatarmál innri himnunnar hvatberanum?
- skapar pláss fyrir ensím sem hvata orkuvinnsluna
- meiri myndun ATP
hvað eru ríbósóm?
örsmá frumulíffæri gerð úr RNA og próteini
hvar verða ríbósóm til?
í kjarnakorni
hvernig skiptist ríbósóm í einingar?
- stærri eining: 60s
- minni eining: 40s