Eðlisfræði kaflar 1 og 2 Flashcards
1.1, 1.2, 1.3, 3.1, 3.2, 3.3, 3.4,
Hvað er Rafeind og hvaða hleðslu hefur hún?
Rafeind hefur mínus hleðslu og flýtur í kringum frumeindir.
Hvað er Róteind og hvaða hleðslu hefur hún?
Róteind hefur jákvæða hleðslu og er inni í kjarna frumeindar.
Hvað er Nifteind og hvaða hleðslu hefur hún?
Nifteind hefur óhlaðna hleðslu og er líka inni í kjarna frumeindar.
Hvað er elding og hvernig myndast hún?
Elding er kröftugt ljósfyrirbæri sem verður til þegar mínus hleðslur í skýjunum dragast saman og skjótast á hæsta punktinum á byggingum.
Hvað er eldingarvari?
Er málmstöng sem tekur rafmagn og leiðir það niður í málmplötu í jörðinni.
Hvað er stöðurafmagn?
Stöðurafmagn er það þegar hleðslur hlaðast upp á einhvern hlut þannig að hann verður rafhlaðinn.
Hvað er spenna?
Spenna er mælikvarði sem á þá orku sem losnar þegar hlaðnar eindir fara frá einum stað til annars.
Hvað er Straumur?
Straumur er fræðsla rafeinda eftir leiðara,
Hvað er straumrás?
Straumrás er lokuð rás sem er gerð úr vírum sem getur hleypt straumi.
Hvað er leiðari?
Leiðari eru sum efni sem geta leitt straum.
Hvað er einangrari?
Einangrari eru efni sem geta ekki leitt straum.
Hvaða skaut hefur rafhlaða?
Rafhlaða hefur tvö skaut plússkaut og mínusskaut.
Hvaða skaut hefur auka rafeind?
Skautið sem hefur auka rafeind er mínusskautið.
Hvaða mælieiningar eru til?
Volt og Amper.
Með hvaða einingu mælum við spennu og straum?
Við mælum spennu með einingunni Volt og við mælum straum með einingunni Amper.
Hvað eru góðir leiðarar?
Góðir leiðarar eru málmar, silfur, kopar og gull.
Hvað eru vondir leiðarar?
Vondir leiðarar eru plast, gler, gúmmí, korkur, vatn og loft.
Hvað er tengimynd?
Tengimynd er einfölduð mynd af straumrás.
Hvað er teiknitáknið fyrir peru?
Teiknitáknið fyrir peru er hringur með krossi inn í.
Hvað er teiknitáknið fyrir Ampermæli?
Teiknitáknið fyrir Ampermæli er hringur með A inn í.
Hvað er teinitáknið fyrir Voltmæli?
Teiknitáknið fyrir Voltmæli er hringur með V inn í.
Hvað er teiknitáknið fyrir rafhlöðu?
Teiknitáknið fyrir rafhlöðu er tvö strik með plús og mínus.
Hvað er teiknitáknið fyrir straumrofa?
Teiknitáknið fyrir straumrofa er lína með einu striki upp og hin línan bein.
Hvað er raðtengd straumrás?
Raðtengd straumrás er þegar straumurinn hefur aðeins eina leið til að fara og perurnar eru tengdar í röð í einni straumrás.
Hvað er hliðtengd straumrás?
Hliðtengd straumrás er þegar straumurinn hefur nokkrar leiðir að fara og perurnar eru í sjálfstæðri lokaðri straumrás.
Hvað er einingin fyrir spennu?
Volt er einingin fyrir spennu.
Hvað er einingin fyrir rafstraum?
Amper er einingin fyrir rafstraum.
Hvað er einingin fyrir viðnám?
Óm er einingin fyrir viðnám.
Hvað er Lögmál Ohms?
Eru vensl sem George Ohm uppgötvaði þegar hann gerði tilraunir sínar.
Hvernig reiknar maður viðnám með Lögmál Ohms?
Til þess að reikna viðnám með Lögmáli Ohms þá þarftu að deila spennu með straumi.
Hvernig reiknar maður straum með Lögmál Ohms?
Til þess að reikna straum með Lögmáli Ohms þá þarftu að deila spennu með viðnámi.
Hvernig reiknar þú spennu með Lögmál Ohms?
Til þess að reikna spennu með Lögmáli Ohms þá þarftu að gera viðnám sinnum straum.
Hvað er segulmagn?
Segulmagn er eiginleiki sem lýsir sér með aðdráttar- eða fráhrindarkraft milli hluta.
Hvar er Suðursegulskaut?
Það er á Ellemere-eyjum í Kanada.
Hvar er Norðursegulskaut?
Það er á suðurskautinu.
Hvað er aðdráttarkraftur?
Er kraftur sem dregur eitthvað að sér.
Hvað er fráhrindarkraftur?
Er kraftur sem hrindir hlutum frá sér.
Hvað er áttiviti og til hvers er hann notaður?
Áttviti er tæki sem er notað til þess að sýna okkur áttirnar.
Hvað er Hánorður og Hásuður?
Það er landfræðilega norður og suður.
Hvað er Segulhrif?
Er fyrirbæri sem myndast þegar járn verður segulmagnað og námundast við segul.
Hvað er Segullína?
Er lína segulsviðsins sem liggur frá norðurskautinu að suðurskautinu.
Hvað eru norður- og suðurljós?
Eru litrík fyrirbæri á næturhimninum, þau eru bæði á norðuhvelinu og suðurhvelinu.
Hvernig verða norður- og suðurljós til?
Þau myndast þegar sameindir og frumeindir lofthjúpsins verða fyrir rafhlöðnum ögnum frá sól og þá verða eindirnar lýsandi.
Hvað er misvísun?
Misvísun er hornið milli hánorðurs og þeirrar stefnu sem áttavitanálin sýnir.
Hvað er þumarfingursreglan?
Það er regla sem hjálpar manni að muna stefnu segullínanna.
Hvað er rafsegull?
Er segull sem myndar segulsvið þegar rafstraumur fer í gegnum hann.
Hvað er sviflest?
Er járnbrautarlest sem svífur á teinum sem eru knúnir rafseglum.
Hvað er skyldleiki segulmagns og rafmagns?
Það er að ná að láta segul hreyfast með rafmagni.
Hvað er rafmótor?
Er tæki sem breytir raforku í hreyfiorku eða hreyfingu.
Hvað er segulsvið spólu?
Það er segull sem myndast þegar straumur fer í gegnum spólu.
Hvað getur segulmagn skapað?
Segulamagn getur skapað hreyfingu.
Hvernig er raforka breytt í hreyfiorku?
Raforka er breytt í hreyfiorku með rafmótor.
Hvernig myndast span?
Span myndast þegar straumur kemur á meðan segull hreyfist í spólu.
Hvað er rafall?
Er tæki sem breytir hreyfingu í rafmagn.
Hvað er jafnstraumur?
Er rafstraumur sem fer alltaf í sömu átt.
Hvað er riðstraumur?
Er rafstraumur sem breytir alltaf um stefnu reglulega.
Hvað er raforkuver?
Er þar sem rafmagn er framleitt með hreyfingu.