Annað glósur Maggi Flashcards
Hvaða kraftar verka lóðrétt á loftið?
Þyngdarkraftur og Þrýstikraftur
Samantekt: raki í andrúmsloftinu
◈ Því hlýrra sem loftið er því meiri vatnsgufu getur það innihaldið.
◈ Rakastig segir til um hve langt frá mettun loftið er.
◈ Hugsum okkur loft með ákveðin hita og eðlisraka:
Ef hiti hækkar þá lækkar rakastig
Ef hiti lækkar þá hækkar rakastig
Ef mettun: þétting vatnsgufu
Við þéttingu vatnsgufu myndast vatnsdropar, sem stundum stækka og mynda regndropa.
Samantekt: Snjóbolta
● Útgeislun Sólar eykst með tíma.
● Ef samsetning lofthjúpsins hefði verið eins fyrir 4000 milljón árum og hún er í dag, hefði jörðin
verið ísihulin.
● Ummerki um jöklun nærri miðbaug.
Samantekt: Á loftslagssögunni
- Í sögu jarðar hafa skipts á köld og heit tímabil. Á þeim síðarnefndu eru ekki nein íshvel á jörðinni
− Í allra hörðustu kuldaköstum virðist jöklun hafa náð miðbaug (snjóbolti)
*Ýmiss ferli dempa breytingar á loftslagi, og virðist samband hitafars, veðrunar bergs og gróðurhúsaáhrifa vera mikilvægur hitastillir. - Á síðasta 500 milljón árum voru um 5 ísaldir en einnig amk 200 milljón ára langt heitt tímabil
- Síðustu 50 milljón ár hefur farið kólnandi
− Á Suðurskautslandi hafa líklega verið jöklar í samfleytt 30 m.ár.
− Síðustu 5 milljón ár hefur verið jöklun (ísöldin) á norðurhveli þar sem skipst hafa á jökulskeið og hlýskeið
− Núverandi hlýskeið var hlýjast á norðurhveli fyrir um 8000 árum síðan.
− Hlýskeiðið var frekar stöðugt veðurfarslega, en þó kólnaði fram til síðari hluta 19. aldar en eftir
það hefur hlýnað ákaft.
Samantekt: Vindur og snjór
- Vindur við yfirborð er iðukenndur vegna viðnáms.
- Því meira viðnám, hrjúfara yfirborð, því fyrr dregur úr vindhraða.
- Hitafall með hæð stjórnar hve hátt upp er dregið úr vindhraða.
- Opin skjólbelti brjóta vind betur en lokuð skjólbelti.
- Snjósöfnun verður þar sem dregur mest úr vindhraða.
- Hafa ber vindmögnun og snjósöfnun í huga þegar svæði og byggingar eru skipulagðar.
Samantekt: Vindar
Landslag hefur áhrif á vinda, hraðar þeim, hægir á og breytir stefnu.
Óveður og vindstrengir eru algengastir næst og á fjöllum.
Ef lægðir eru fjarri og þrýstivindur hverfandi þá ráða sólfarsvindar ríkjum en þeir mótast einnig af
landslagi.
➢ Hafgolan leitar inn á land við ströndina er landið hitnar í björtu og hægu veðri.
➢ Fallvindar renna eins og vatn undir halla landsinns.
➢ Fallvindar eru algengir á jöklum.
Kólnun í heiðhvolfi:
Í heiðhvolfinu hlýnar með hæð vegna ósón framleiðslu.
Það er miklu heitara þar en ef styrkurinn réðist bara af styrk CO2.
Af því heiðhvolfið er þetta heitt þá þýðir aukning CO2 að varmatapið verður meira en hlýnun vegna
gleypni → Kólnun!
Hver er munurinn á veðri og veðurfari?
Veður: Ástandið í lofthjúpinum á hverjum tíma, s.s. hiti, vindur, raki, úrkoma, skýjafar.
Veðurfar: Meðalástand og breytingar/sveiflur á því.
Veðurfræði: skoðar lofthjúpinn og ferla í honum (s.s. ský, úrkomumyndun, eldingar og vind).
Veðurfarsfræði: Sömu ferlar en á lengri tímakvarða.
Loftslagsfræði: Lofthjúpur + Hafið + Freðhvolf+ Lífhvolf + jarðefni …. tímakvarðar frá sek upp í 100 milljón
ára….
Rétt eða rangt?
Lofthjúpur er 50km (sirka 100km í heild) þykkur.
Rétt
Úr hverju er lofthjúpurinn aðalega úr?
Nitrogen N2 - 78%
Oxygen O2 - 21%
Argon Ar - 1%
Carbon dioxide Co2 - ?%
Helstu samsetningarefni loftsins eru nitur (um 78% af loftinu), súrefni (um 21%), argon (um 0,93%) og koldíoxíð (um 0,04%). Það eru einnig önnur lofttegundir, eins og vatnsgufa, metan, ozón og önnur lofttegundir sem eru í minni magni
Rétt eða Rangt?
Lofthjúpur er gas sem umlykur plánetu/stjörnu
Rétt
Rétt eða Rangt?
Loft er gagnsæ, lyktarlaus blanda af gasi og svífandi ögnum sem umlykur jörðina
Rétt
Rétt eða Rangt?
Lofthjúpurinn gerir líf mögulegt, efnafræðilega
Rétt
Rétt eða Rangt?
Lofthjúpurinn verndar líf, geymir raka og sólarorku sem og flytur jarðefni til.
Rétt
Rétt eða Rangt?
Lofthjúpurinn verndar gegn skaðlegri geislun (DNA eyðilegst)
Rétt
Rétt eða rangt?
Lofthjúpurinn er næfurþunnur en lagskiptur
Rétt
Rétt eða Rangt?
Súrefni og Óson lifir ekki lengi
Rétt
Rétt eða rangt?
Vatnsgufa blandast ekki vel við önnur efni og þess vegna er vatnsgufa ekki lengi hátt uppi. Þess vegna eru til eyðimerkur því rakinn helst ekki lengi í lofthjúpnum.
Rétt
Hvað heita hvolfin fimm?
❑ Hitahvolf (thermosphere)
❑ Miðhvolf (mesosphere)
❑ Heiðhvolf (stratosphere)
❑ Veðrahvörf (tropopause)
❑ Veðrahvolf (troposphere)
Almennt:Útfjólublárri geislun:
⮚ Því styttri sem bylgjulengdin, því skaðlegri mönnum/dýrum
⮚ Útfjólublá geislun er gleypt af O, O2 and O3
Almennt: Koltvísýringur
⮚ Uppspretta frá öndun dýra og planta, rotnun, eldgosum og frá bruna af náttúrulegum og manna
völdum.
⮚ Koltvísýringur er fjarlægður úr lofthjúpnum við ljóstillífun.
⮚ Árstíðasveifla í styrki koltvísýrings (plöntur).
Almennt: Óson & metan
⮚ Óson í heiðhvolfinu nauðsynlegt til að skýla lífi á jörðinni fyrir útfjólubláum geislum.
⮚ Óson við yfirborð er mengun
⮚ Óson er gróðurhúsaloftftegund
⮚ Metan er gróðurhúsalofttegund
⮚ Styrkur metans hefur farið vaxandi síðastliðin 5000 ár, og mjög mikið frá iðnbyltingu, líklega frá
hrísgrjónaökrum, bruna lífrænna efna, kolum og olíu.
Almennt: Þéttleiki lofts
⮚ Lofthjúpurinn, líkt og aðrar blöndur gasa, er þjappanlegur.
⮚ Það er alltaf hægt að bæta inn eða fjarlægja mólikúl.
Almennt: Loftþrysting
⮚ Kraftur á flatarmál.
⮚ Loftþrýstingur lækkar því með hæð
⮚ Ímynda sér að það sé verið að ýta á sig.
Rétt eða Rangt?
Ósan lagið skilar hitun þegar það er að myndast. Þess
vegna hitnar milli Veðrarhvörf og Heiðhvolf. Það að
eyða út fjólubláu geislunum hitar. Fingraför Óson lagsinns.
Rétt
Almennt: Veðrahvolf
- Veðrahvolf Upp í ~10-17 km hæð, hæst í hitabeltinu en lægst við pólana.
- Hiti lækkar með hæð.
- Mestur hluti veður á sér stað í veðrahvolfi.
- Við yfirborð er loftið hitað af orku frá yfirborðinu
- Gleypni af langbylgju er mest neðst
- 90% þyngdar andrúmsloftsins er í veðrahvolfi.
Almennt: Heiðhvolf
Hiti hækkar með hæð vegna ósóns.
Strato – lagskipt: Mjög stöðugt með kald loft neðst.
Óson gleypir útfjólubláa geislnu og geislar út með lengri bylgjulengd.
Mest gleypni efst.
Glitský.
Almennt: Miðhvolf
Hiti lækkar með hæð.
Kaldasti hluti lofthjúpsins.
Ekkert óson: sólgeislun geislar beint í gegn án gleypni UV (útfjólublás ljóss).
Almennt: Hitahvolf
Hiti hækkar með hæð.
Fareindahvolfið hluti af hitahvolfinu (Norðurljós).
Mjög fá mólikúl: mjög lítil varmaorka.
Mælieiningar hita:
°C - miðast við suðumark og frostmark vatns)
K (Kelvin) - Núllpunktur er alkul = -273°C
F – Farenheit, 32 er frostmark vatns.
Hvað er Daggarmark?
Daggarmark er hitinn sem þarf að kæla loft í svo það þéttist.
– Morgundögg á grasi þýðir að loftið náði daggarmarki um nóttina
Vindur blæs frá háum þrýstingi að hverju?
Vindur blæs frá háum þrýstingi að lágum!