7.Kafli: Verðteygni framboðs og eftirspurnar Flashcards
Hvað er teygni?
Teygni er mælikvarði á næmni framboðs og eftirspurnar með tilliti til breytinga á undirliggjandi ákvörðunarþáttum.
Hvað er verðteygni?
Verðteygni er viðbrögð neytenda og framleiðanda við breytingum á verði vöru og þjónustu.
Verðteygni segir til um hversu mikið framboðs og eftirspurnar-kúrvurnar færast til ef verð breytist
Hefur verðbreyting mikil eða lítil áhrif á eftirspurn?
Hver er verðteygni eftirspurnar?
% breyting á eftirspurn / % breyting á verði
Hvernig breytist eftirspurn þegar verð hækkar?
Hver er verðteygni framboðs?
% breyting á framboði / % breyting á verði
Hvernig breytist framboðið þegar verð hækkar?
Hvað er lítil og hvað er mikil verðteygni?
Verðteygni yfir 1 = mikil = verðbreyting hefur mikil áhrif á eftirspurn
Verðteygni undir 1 = lítil = verðbreyting hefur lítil áhrif á eftirspurn
Hvaða þættir hafa áhrif á verðteygni eftirspurnar?
- Fjöldi staðgengla
- Ávanabindandi
- Lítill hluti tekna fer í vöruna
- Nauðsyn
- Tími hefur áhrif
- Auglýsingar
Áhrif á verðteygni eftirspurnar: fjöldi staðgengla
Því fleiri staðgenglar, því meiri verðteygni
T.d. ef tómatar hækka, fer fólk að kaupa gúrkur í staðinn
Áhrif á verðteygni eftirspurnar: ávanabindandi
Því meira, því minni verðteygni.
T.d. þeir sem reykja hætta ekki að kaupa sígarettur þótt þær hækki í verði.
Áhrif á verðteygni eftirspurnar: lítill hluti tekna fer í vöruna
Ef lítill hluti launanna fer í vöruna, því minni verðteygni.
T.d. eldspýtur eða krydd, þótt verð hækkar kaupum við vöruna samt því það er ekki stór útgjaldaliður
Áhrif á verðteygni eftirspurnar: nauðsyn
Því meiri nauðsyn, því minni verðteygni
T.d. læknaþjónusta eða lyf, sama þótt það hækki kaupum við það samt
Áhrif á verðteygni eftirspurnar: tími hefur áhrif
Verðteygni er mismunandi eftir skammtíma- eða langtíma eftirspurn. T.d. ef bensín hækkar er verðteygnin lítil til að byrja með en seinna meir notum við kannski strætó oftar, kaupum sparneytari bíl o.s.frv., þá er meiri verðteygni.
Áhrif á verðteygni eftirspurnar: auglýsingar
Auglýsingar geta breytt verðteygninni. Þær vörur sem hafa marga staðgengla og því mikla verðteygni eru mest auglýstar. Eins og tannkrem/snyrtivörur. Auglýsingar reyna að minnka verðteygnina.
Hvaða þættir hafa áhrif á verðteygni framboðs?
- Atvinnuleysi
- Afköst í framleiðslu
- Birgðir
- Tími
- Árstíðir
Áhrif á verðteygni framboðs: atvinnuleysi
Því meira atvinnuleysi, því minni verðteygni. Ef atvinnuleysi ríkir er auðvelt að fá fólk í vinnu - meiri framleiðsla.
Áhrif á verðteygni framboðs: afköst í framleiðslu
Ef fyrirtækin framleiða með fullum afköstum eiga þau auðveldara með að auka framleiðsluna.
Áhrif á verðteygni framboðs: birgðir
Ef fyrirtækið á miklar birgðir af vörunni er auðvelt að auka framboðið og svara hærra verði.
Áhrif á verðteygni framboðs: tími
Í sumum framleiðslugreinum getur tekið langan tíma að auka framleiðslugetuna. T.d. raforka -> þarf að byggja stórvirkjun fyrst.
Áhrif á verðteygni framboðs: árstíðir
T.d. landbúnaðarvörur. Verðteygni framboðs er því mjög lítil til skamms tíma af slíkum vörum en er meiri þegar til lengri tíma er litið. Uppskerur, fæðing nýrra lamba…
Hvað er tekjuteygni eftirspurnar?
Viðbrögð eftirspurnar eftir vörum vegna breytinga á tekjum.
% breyting á eftirspurn / % breyting á tekjum
Í hvaða þrjá flokka er vörum skipt eftir tekjuteygni, hvernig vitum við hvað hver vara er?
Venjulegar vörur (tekjuteygni plústala minni en 1, t.d. 0,5)
Munaðarvörur (tekjuteygni plústala stærri en 1, t.d. 3)
Undirmálsvörur (tekjuteygni mínustala, t.d. -2)
Hvað eru undirmálsvörur?
Vörur sem við kaupum minna af þegar tekjur okkar aukast. T.d. núðlusúpur (þú kaupir frekar betri mat)
Hvað er víxlteygni eftirspurnar?
Hversu mikil áhrif verðbreytingar á einni vöru hefur á eftirspurn eftir annarri vöru.
% breyting á eftirspurn eftir vöru A / % breyting á verði á vöru B
Hvernig er víxtlteygni eftirspurnar eftir samnotavörum?
T.d. bíll & bensín. Hækkun á bensínverði minnkar eftirspurn eftir bílum.
(Víxlteygni mínustala því breytingarnar eru í gagnstæðar áttir)
Hvernig er víxlteygni eftirspurnar eftir staðgengilsvörum?
T.d. Coke og Pepsi. Hækkun á Coke veldur meiri eftirspurn á Pepsi.
(Víxlteygni plústala því breytingarnar eru í sömu átt)