1.Kafli: Hvað er hagfræði? Flashcards
Hvað er hagfræði?
Félagsvísindagrein sem fjallar um manninn í baráttu sinni við að afla sér lífsviðurværis og að bæta sinn hag miðað við þær menningarlegu og efnahagslegu aðstæður sem hann býr við.
Um hvað fjallar hagfræðin fyrst og fremst?
Um efnahagslegar hliðar tilveru okkar á jörðinni = efnahagsmál
Afhverju er nauðsynlegt að læra hagfræði?
Viljum við auka lýðræðið og þátttöku almennings í landinu þurfum við líka að auka almenna þekkingu á hagfræði.
Hvar starfa hagfræðingar?
Reka fyrirtæki í eigu einkaaðila Hjá hinu opinbera (t.d. í ráðuneytum, Seðlabankanum, Hagstofunni eða sveitarfélögunum) Neytendasamtökunum Tryggingarfélögum Fjármálastofnunum Kenna í skólum og mörg önnur störf!
Um hvað fjallar rekstrarhagfræði?
Fjallar um smærri einingar hagkerfisins!
Fjallar um rekstur fyrirtækja og stofnana. T.d. um verð á ákveðinni vöru, framboð og eftirspurn, einstök laun og ólíkar tegundir fyrirtækja.
Um hvað fjallar þjóðhagfræði?
Fjallar um þjóðhagsstærðir! T.d. verðbólgu, hagvöxt, atvinnuleysi, skatta, innflutning, útflutning og almennt verðlag -> verð á öllum þeim vörum og þjónustu sem þjóðin eyðir tekjum sínum í.
Hvað er almennt verðlag?
Verð á öllum þeim vörum og þjónustu sem þjóðin eyðir tekjum sínum í.