15.Kafli: Atvinnuleysi Flashcards
1
Q
Hvað er atvinnuleysi?
A
Það hlutfall mannaflans sem vill vinna en fær ekki vinnu og fer á atvinnuleysisskrá.
2
Q
Hverjar eru afleiðingar atvinnuleysis?
A
- Atvinnuleysi skerðir lífskjör þjóðarinnar (minna hægt að framleiða)
- Atvinnuleysi er heilsuspillandi
- Atvinnuleysi fylgja afbrot, áfengisneysla og neysla vímuefna
- Atvinnuleysi veldur fátækt
3
Q
Hverjar eru tegundir atvinnuleysis?
A
- Samdráttaratvinnuleysi (orsakast af lítilli eftirspurn í þjóðfélaginu)
- Atvinnuleysi sem stafar af því að fólk skiptir um vinnu
- Árstíðabundið atvinnuleysi (skapast á ákveðnum tímum árs, sum störf eru aðeins stunduð á sumrin/veturna)
- Staðbundið eða svæðisbundið atvinnuleysi (orsakast af því að ákveðin vinnustarfsemi er lögð niður á tilteknum stað)
- Hagvaxtaratvinnuleysi (orsakast af því að atvinnusamsetning þjóðfélagsins breytist samfara hagvexti)
4
Q
Hvað er NAIRU (jafnvægisatvinnuleysi)
A
Það atvinnuleysisstig þar sem verðbólga er stöðug og jafnvægi ríkir á vinnumarkaði.
-Ákvarðast af sveigjanleika vinnumarkaðarins en ekki af eftirspurninni í hagkerfinu
5
Q
Hvað er tregðulögmálið?
A
Gengur út á að heildareftirspurn til skamms tíma hafi áhrif á langtímaatvinnuleysi.