14.Kafli: þjóðarframleiðslan og landsframleiðslan Flashcards
Hvað er þjóðframleiðsla?
Heildarverðmæti þess sem þjóðin (fyrirtæki og stofnanir í eigu Íslendinga) framleiðir bæði hérlendis og erlendis, á einu ári.
Hvað er landsframleiðsla?
Heildarverðmæti þess sem framleitt er í landinu á einu ári (hvort sem fyrirtækin eru í eigu Íslendinga eða ekki)
Hver er mismunurinn á verðmæti landsframleiðslunnar og þjóðarframleiðslunnar?
Tekjur útlendinga hér á landi að frádregnum tekjum Íslendinga erlendis => hreinar þáttatekjur frá útlöndum
Hvað er verg landsframleiðsla?
Heildarframleiðslan áður en hún hefur verið “hreinsuð”
Hvernig finnur maður út hreina landsframleiðslu?
Verg landsframleiðsla-afskriftir
Hvað eru afskriftir?
Kostnaður fyrirtækja vegna notkunar fjármagnsins
Hverjar eru þrjár ólíkar aðferðir við að mæla framleiðsluna?
- Framleiðsluhlið (allt verðmæti framleiðslu+verðmæti opinberrar þjónustu-vsk)
- Tekjuhlið (allar tekjur í landinu samanlagðar)
- Eyðsluhlið (samneysla+einkaneysla+fjárfestingar+(útflutningur-innflutningur)
Hvað er virðisaukaskattur?
Óbeinn skattur sem lagður er á vörur og þjónustu á öllum stigum framleiðslunnar.
Hvað eru beinir skattar?
Skattar sem lagðir eru á tekjur og eignir
Hvað eru óbeinir skattar?
Skattar sem lagðir eru á vörur og þjónustu sem við kaupum.
Hvernig eru heildartekjur reiknaðar?
Launatekjur+vaxtatekjur+leigutekjur+arðgreiðslur
Hvað er útflutningur?
Eyðsla útlendinga til kaupa á íslenskum vörum og þjónustu.
Hvað er innflutningur?
Sá hluti neyslunnar, fjárfestingarinnar og eyðslu hins opinbera sem fer til kaupa á erlendum vörum og þjónustu.
Hvernig eru lífskjör fólks oft borin saman?
Lífskjör fólks í ólíkum löndum eru oft borin saman með því að taka lands/þjóðarframleiðslu landanna og deila síðan í hana með mannfjölda viðkomandi landa => landsframleiðsla á mann
Hvað er vísitala?
Tala sem sýnir hvernig eitthvað breytist á ákveðnu tímabili.
Hvað eru hagsveiflur?
Miklar breytingar á tekjum þjóðarinnar
Hvað eru þenslutímar?
Þegar tekjur þjóðarinnar aukast, laun, verðla og gróði hækka og eftirspurn eftir vinnuafli og vörum vex.
Hvað eru samdráttartímar?
Þegar tekjur þjóðarinnar minnka, minni gróði og tap, minni eftirspurn eftir vörum og þjónustu og lítil atvinna.
Hvað er kreppa?
Langvarandi samdráttartímar og tekjuhækkun mikil.
Hvað eru verðbólguvæntingar?
Hugmyndir okkar um verðlagsþróunina á næstu mánuðum