2.Kafli: Hvernig verða tekjurnar til? Flashcards
Hvað er neysla?
Orð notað yfir eyðslu eða útgjöld heimilanna í landinu
Hvað eru heildartekjur?
Allar tekjur sem aflað er fyrir skatta og önnur gjöld. Heildartekjur skiptast í 4 flokka:
- Launatekjur (vinna)
- Leigutekjur (leiga á eignum)
- Vaxtatekjur (innistæður)
- Arðgreiðslur (hlutabréf)
Í hvað skiptast heildartekjur?
Launatekjur, leigutekjur, vaxtatekjur og arðgreiðslur
Hvað eru launatekjur?
Tekjur sem er aflað með því að stunda launavinnu hjá fyrirtæki eða stofnun.
Hvað eru leigutekjur?
Tekjur sem fást þegar menn leigja öðrum afnot af eignum sínum. Þá nota menn eignir sínar í þeim tilgangi að hafa af þeim tekjur.
Hvað eru vaxtatekjur?
Tekjur af peningaeignum, t.d. skuldabréf eða innistæður á bankareikningum.
Hvað eru arðgreiðslur?
Tekjur sem menn hafa af hlutabréfum sem þeir eiga í fyrirtækjum. Ef fyrirtæki eru rekin með hagnaði er hluti hans greiddur út til eigenda fyrirtækjanna. (ef gjöld fyrirtækjanna eru lægri en sölutekjurnar myndast hagnaður)
Hvað eru ráðstöfunartekjur?
Launatekjur að frádregnum tekjusköttum, útsvari, lífeyrisjóðsgjöldum og stéttarfélagsgjaldi.
Hvað eru skattar og hverjir þurfa að greiða þá?
Fyrirtæki og einstaklingar, sem hafa tekjur af launum, eignum eða rekstri, þurfa að greiða skatta (t.d. virðisaukaskattur). Opinberir aðilar, þ.e. ríkin og sveitarfélögin, nota síðan tekjur sínar af sköttum til að sjá þegnunum fyrir vörum og þjónustu.
Dæmi: snjómokstur, heilbrigðisþjónusta..
Hvað er samneysla?
Kaup opinberra aðila á vörum og þjónustu sem látin er þegnunum í té án tillits til kaupgetu þeirra. T.d. heilbrigðisþjónusta sem er fyrir ríka jafnt sem fátæka.
Hvað er einkaneysla?
Þegar fólk eyðir tekjum sínum til kaupa á vörum og þjónustu sem seldar eru á markaði í verslunum eða í öðrum fyrirtækjum.
Hvað eru framleiðsluþættir?
Allt það sem notað er í framleiðslunni. Þeir mynda framleiðsluna á vörum og afla fólki vinnu. Þeir eru:
Vinnuafl, fjármagn, náttúruauðlindir og stjórnun&skipulagning
Hverjir eru framleiðsluþættirnir?
Vinnuafl, fjármagn, náttúruauðlindir og stjórnun&skipulag
Hvað er vinnuafl?
Allir þeir kraftar, bæði líkamlegir og andlegir, sem búa í manninum og nota má í framleiðslunni. T.d. hárgreiðslumenn.
Hvað er fjármagn?
Allt það sem mennirnir hafa skapað í þeim tilgangi að auðvelda sér framleiðsluna. T.d. húsnæði, hárgreiðslustorfa eða verksmiðja