3.Kafli: Hvaða spurningum reynir hagfræðin að svara? Flashcards
Hverjar eru 4 grundvallaspurningar hagfræðinnar?
- Hvað og hve mikið á að framleiða?
- Hvaða aðferðir henta?
- Hver á að nýta framleiðsluna?
- Hver ákveður (markaður, stjórnvöld)?
Afhverju selja Íslendingar ekki allan sinn fisk til fátækra landa þar sem mest er þörfin fyrir hann?
Vegna þess að Ísland þyrfti góðar tekjur fyrir fiskinn (m.a. til að borga vinnuaflinu) en þar sem löndin eru fátæk væri gróðinn í mínus fyrir Íslendinga.
Hvað er hámarksgróði?
Fyrirtæki sem stefnir að hámarksgróða framleiðir það magn sem gefur mestar tekjur umfram gjöld.
Hverjir taka ákvarðanirnar um framleiðsluna?
Á markaði af MARKAÐSÖFLUM eða af STJÓRNVÖLDUM
Ákvarðanir um það hvaða vörur eru framleiddar, hversu mikið af þeim er framleitt, hvernig þær eru framleiddar og fyrir hverja eru oftast tekar á markaði af markaðsöflunum.
Hver eru markaðsöflin?
Framboð og eftirspurn
Hvað er framboð?
Vilji framleiðendanna til að framleiða
Hvað er eftirspurn?
Vilji einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra aðila til að kaupa vörur og þjónustu
Hvernig stýra markaðsöflin framleiðslunni?
Ef eftirspurnin eykst og verðið á markaðnum hækkar framleiðir framleiðandinn meira af vörunni því að verðhækkunin eykur gróða hans. Ef eftirspurn minnkar og verðið lækkar þá framleiðir framleiðandinn minna því að hagnaður hans minnkar.
Ákvarðanir um framleiðslu eru ekki alltaf teknar af markaðöflum. Hvernig stýra stjórnvöld framleiðslunni?
Þetta vald getur verið ríkisstjórn, bæjarstjórn eða einhvers konar framleisluráð. T.d. Áfengisverslun Ríkisins. Þar selja opinberir aðilar vörur langt yfir kostnaðarverði enda er áfengi ekki talin var sem þörf er á að auglýsa eða greiða niður. Hluti af hagnaði ríkisins fer til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu o.þ.h.
Í hvaða þrjá hópa er hagkerfum skipt í?
Hreint markaðskerfi, miðstýrt hagkerfi og blandað hagkerfi
Lýstu hreinu markaðskerfi, og einkennum þess
Hagkerfi þar sem flestar ákvarðanir um framleiðsluna eru teknar af markaðsöflunum, framboði og eftirspurn, þ.e. á markaði.
- Eignir í einkaeign
- Valfrelsi (einstaklingar eiga rétt á að eiga/reka fyrirtæki eða selja þau og fá tekjur)
- Markmið hámarksgróði
- Einkahagsmunir ráða
- Hið opinbera er smátt
- Verð ákvarðast af framboði og eftirspurn
Lýstu miðstýrðu hagkerfi, og einkennum þess
Hagkerfi þar sem flestar ákvarðanir um framleiðsluna eru teknar af stjórnvöldum.
- Eignir í ríkiseigu
- Markmið ekki hámarksgróði (ríkið ákveður hverjar þarfir fólksins eru)
- Ekki hagnaður af hagræðingu (enginn hvati til að gera vel)
- Áætlanagerð og stjórnvöld ákveða verð (verð miðast út frá hversu nauðsynleg varan er að mati stjórnvalda)
Lýstu blönduðu hagkerfi
Hagkerfi þar sem sumar ákvarðanir um framleiðsluna eru teknar á markaði en aðrar eru teknar af stjórnvöldum.
Öll raunveruleg hagkerfi heimsins eru blönduð hagkerfi.
Hvers vegna eru öll hagkerfi veraldarinnar blönduð hagkerfi?
Hrein markaðs/miðstýrð hagkerfi skortir getu til þess að leysa öll verkefnis sem nútímaþjóðfélag þarf að leysa af hendi.