5-6 Flashcards
Bygging DNA sameindar
DNA sameind samanstendur af tveimur DNA þráðum sem báðir innihalda upplýsingar um erfðamengið
DNA þræðir eru byggðir upp af
kirnum (núkleótíðum)
Kirnin í DNA þráðum samanstanda af
niturbasa, sykru og fosfati og þau er hægt að tengja saman í keðjur
Tvær keðjur DNA sameindar tengjast saman með
vetnistengjum
A tengist við
T (DNA) eða U (RNA)
G tengist við
C
Úr hverju eru litningar
próteini og DNA
Hlutverk DNA
geymir erfðaupplýsingar
Hvert er hlutverk próteina í litningum?
Þau geyma DNA þræðina, pakka þeim og stjórna aðgengi að þeim
Ef annar endi DNA þráðar hefur fosfathóp, þá hlýtur hinn endinn að hafa
hydroxyl
Hvaða hluti DNA sameindar geymir erfðaupplýsingarnar?
Röð kirna með mismunandi niturbösum
Byggingareiginleiki tvöfalds DNA þráðar sem gefur vísbendingu um hvernig DNA er eftirmyndað er
Hvernig basar á sitthvorum þræðinum parast gefur okkur vísbendingu um að einn þráður getur verið notað til að taka afrit af hinum þræðinum.
Hvers vegna hafa heilkjörnungar telomerur en ekki í dreifkjörnungar?
Telomerur eru sérstakar raðir á endum þráðlaga litninga. Dreifkjörnungar hafa hringlaga litning og hafa þess vegna ekki telomerur.
Aðferðin sem er notuð við litun og greiningum á mannalitningum kallast
Karyotýpugreining, þar sem flúrljómandi litir eru notaðir
Hver er eðlileg litningagerð líkamsfrumu?
23 litningapör þar sem eitt parið eru kynlitningar
Gen
DNA röð sem inniheldur upplýsingar sem þarf til að búa til tiltekið prótein
junk DNA
Hlutar af DNA sem við vitum ekki tilganginn með. Hlutar þessara raða eru svipaðir á milli tegunda og eru því líklega mikilvægir þar sem þeir hafa varðveist gegnum náttúruval.
Centromerur
Sérstakar DNA raðir sem skapa tengipunkt fyrir örpíplur til að aðskilja litninga í frumuskiptingu
Hvert er hlutverk kjarnakornsins?
Það inniheldur gen fyrir rRNA (ribosomal RNA). Kjarnakornið umritar genin yfir í rRNA og setur þau saman við prótein til að búa til ríbósóm.
Hvenær eru litningar mest samþjappaðir?
Í frumuskiptingu. Þeim er þjappað saman í einingar sem er auðveldara að aðskilja og flokka.
Hverskonar tengi myndast á milli históna og DNA við myndun litnisagnar?
Rafgild (electrostatic) tengsl, Histón eru með háa hleðslu vegna mikils magns grunnamínósýra sem gerir þeim kleift að tengjast neikvætt hlaðna DNA backbone.
Hvaða áhrif hefur metylering á histónhala á aðgengi að DNA?
Það getur haft ólík áhrif, fer eftir staðsetningunni
Heterochromatin (þéttlitni)
oftast genasnautt en með mikinn þéttleika gena
Euchromatin
oftast genaríkt en með lítinn þéttleika gena