11-12 Flashcards
Hvaða stórsameindir eru algengar í frumuhimnum?
kolvetni, prótein og fitusýrur
Fosfólípíð safnast saman í frumuhimnur fyrir tilstuðlan
Vatnsfælinna krafta.
Vegna þess að þau hafa skautaðan höfuðhóp og óskautaðann hala. Vatnsfælið eðli halanna dregur þá saman í byggingu sem útilokar vatn frá halahópnum.
Hvaða gerð hreyfingar innan frumuhimnu er sjaldgæfust?
flip-flop vegna þess að skautuðu höfuðhóparnir myndu þurfa að hafa samskipti við vatsfælna innra svæði himnunnar. Flip flop gerist einungis þegar það er hvatað af flutningspróteinum.
Frumuhimna sem samanstæði að mestu af fitusameindum af hvaða gerð væri líklega stífust?
langar mettaðar fitusýrur. Því lengri sem fitusýrukeðjurnar eru því líklegri eru samskipti á milli halanna, sem minnkar sveigjanleika himnunnar. Einnig er það þannig að þegar fitusýruhalarnir eru pakkaðir þéttari saman er sveigjanleiki himnnunnar minni. Mettaðir fitusýruhalar hafa engin tvítengi og geta þess vegna pakkast þéttar saman.
Hvar eru nýjar fosfólípíðsameindir framleiddar?
Í frymisnetinu (endoplasmic reticulum). Ensím sem eru föst við þann hluta frymisnetsins sem snýr að umfryminu framleiða nýjar fosfólípíðsameindir og setja þær inn í himnu frymisnetsins.
Fosfólípíð er framleitt og sett í frumuhimnu í lagið sem snýr að frymisvökvanum. Hvað færir fosfólípíðin handahófskennt yfir í hitt lípíðlagið?
scramblasi.
Flippasi
Sér um sértækann flutning fosfólípíða frá öðru lípíðlaginu yfir í hitt
Hvar myndi fosfólípíð sem er staðsett í ytra lagi himnu í flutningsblöðru enda þegar flutningsblaðran rennur saman við frumuhimnuna í yfirborði frumunnar?
Frymisvökvamegin (innan í frumunni)
Flutningsprótein (transporters)
flytja jónir inn og út úr frumunni með virkum flutningi kallast
Hvaða eiginleika þurfa hliðarhópar amínósýra í alfa Helix sen nær í gegn um frumuhimnu að hafa ?
Amínósýrurnar þurfa að vera vatnsfælnar
þá geta þær haft samskipti við vatnsfælnu halana í tvílaginu og verndað vatnssækna hausinn frá óhagkvæmum efnahvörfum.
Hvernig takmarka frumur flæði próteina eftir frumuhimnunni?
- Tenging við prótein innan við frumuhimnuna
- Tenging við sameindir í millifrumuefni, eða við tengingu við aðrar frumur
- Afmörkun svæða með t.d. þéttitengjum
Í hvaða hólf skiptir frumuhimnan frumunni
• Innanfrumuvökvi
• Utanfrumuvökvi
• Mismunandi vökvahólf innan frumna
Hlutverk frumuhimnu
• Flutningur upplýsinga
• Flutningur efna
• Flutningur frumunnar sjálfrar
Hvar eru prótein í frumuhimnum?
í-, við og í gegnum frumuhimnur
Tvílag frumuhimnu
• Fitusameindir í himnum mynda tvöfalt lag í vatnsumhverfi
• Þetta tvöfalda himnulag er sveigjanlegur tvívíður vökvi
• Hversu sveigjanleg himnan er fer eftir samsetningu hennar
Hvar eru himnur settar saman?
Í frymisnetinu (endoplasmic reticulum)
Hvað finnst aðeins í öðru lagi frumuhimnunnar?
Sum fosfólípíð
• Á við um Golgi og þær frumuhimnur sem ekki tilheyra frymisnetinu sjálfu
Vatnfælin- og sækin fitusameind
• Hluti sameindarinnar er skautaður, annar hluti óskautaður
• Mismunandi himnusameindir hafa þennan sama eiginleika
Hvar koma vatnssækni og vatnsfælni hlutinn saman?
í tvöfalda laginu (lipid bilayer)
Tvöfalda himnulagið
• Þetta tvöfalda himnulag er sveigjanlegur tvívíður vökvi
• Sameindir í himnunni “fljóta” um, færast til hliðanna og snúast frjálsar
Hvað gerir himnur stífari?
Kólesteról
Himnum er bætt við…
í þeim hluta frymisnetsins sem snýr að frymisvökvanum
• Sameindum síðan dreift jafnt, óháð gerð þeirra
Frumur fluttar í blöðrum
• Þegar himnur eru fluttar (í blöðrum) helst uppröðun efnanna í himnunni við flutning
• Sú hlið sem er í holið í golgi er “út”, og helst þannig
• Þannig er “út” hlið frumuhimnunnar ólík “inn” hlið hennar