27_Svefnlyf Flashcards
skilgreining svefnleysis? (2)
1) einkenni verið í amk mánuð
2) erfiðl við að falla í svefn, viðhalda svefni, hvílast illa, erfiðleikar að degi til
4 undirflokkar svefnleysis?
- Erfiðleikar við að falla í svefn (20-25%)
- Erfiðleikar við að viðhalda svefni (30-35%)
- Árvaka (að vakna of snemma) (20-25%)
- Illa endurnærandi svefn (40-45%)
spurningar í sögutöku?
Er svefnleysið tengt lífsstíl s.s. vaktavinnu, svefnóreglu, streitu, truflun frá umhverfi s.s. hávaða, eða notkun koffeíns, áfengis, lyfja eða ólöglegra vímugjafa?
undirliggjandi sem þarf mögulega að meðhöndla? (4)
Er svefnleysið tengt undirliggjandi geðröskun?
Er svefnleysið tengt undirliggjandi líkamlegum sjúkdómi (t.d. verkir í stoðkerfi, brjóstverkir, mæði vegna hjartabilunar, asthmi o.s.frv.)?
Þarf að hugleiða uppvinnslu vegna kæfisvefns?
Restless legs syndrome?
líffræðileg áhrif benzó tilkomin vegna? (2)
1) bindingar við GABA-A viðtaka
2) auka innflæði klóríð jóna inn í taugafrumur og hækka afskautunarþröskuld
eru benzólyf selektív?
nei bindast alfa 1,2,3 og 5 undirtýpum gaba-a
helstu ábendingar benzó? (6)
1) Felmturröskun
2) Almenn kvíðaröskun
3) Svefntruflanir
4) Flogaveiki
5) Áfengisfráhvarf (krossþol við etanól)
6) Premedikasjón f. aðgerðir
aukaverkanir benzó? (6)
1) Skammtaháð slævandi áhrif á miðtaugakerfið:
2) Minnkaður viðbragðsflýtir, ósamhæfðar hreyfingar (ataxia), afhömlun, hvatvísi, skert dómgreind, árásargirni, skerðing á skráningu í nýminni – anterograde amnesia, skert hæfni til aksturs vélknúinna ökutækja.
3) Víma, hætta á misnotkun.
4) Þolmyndun.
5) Hætta á ofskömmtun með öndurbælingu, slævingu frumlífsviðbragða og jafnvel dauða.
6) Hætta á alvarlegum milliverkunum við önnur slævandi lyf, einkum áfengi og ópíöt (hætta á öndunarbælingu og slævingu frumlífsviðbragða).
benzó Ber að forðast hjá hvaða sjúklingum?
með skerta lifrarstarfsemi og hjá öldruðum
helmtími sobril?
4-15 klst
hvenær fer þol að myndast gegn svefnkallandi áhrifum BZD?
á 2-3 vikum
hvenær fer þol að myndast gegn kvílastillandi áhrifum BZD?
á nokkrum mánuðum
fráhvarfseinkenni bzd? (5)
1) Kvíði
2) Pirringur/andleg vanlíðan
3) Svefnleysi
4) Delirium
5) Krampar
(líkjast mjög áfengisfráhvarfi)
z-svefnlyfin? (2)
1) imovane (zopiclone)
2) stilnoct (zolpidem)
líffræðileg virkni z-svefnlyfja?
svipuð og BZD. sækja í alfa 1 og alfa 3 á GABA-A
kostir z-lyfja?
minni hætta á þol og ávanamyndun
ef z-lyfjum er hætt skyndilega er hætta á?
rebound insomnia
hvenær henta z-lyf illa>?
þar sem fólk vaknar oft á nóttunni (stuttur helmtími)
geðlyf með antihistamínáhrif? (7)
Míanserín (Tolvon) Mirtazapín (Remeron, Miron) Quetíapín (Seroquel, Seroquel Prolong) Olanzapín (Zyprexa, Kozylex, Lazapix) Klórprótixen (Truxal) Klórprómazín (Largactil, Hibernal) (f.o.f. verið notað við kvíða að degi til). Levomeprómazín (Nozinan)
anithistamín lyf? (2)
1) prómetazín (phenergan)
2) hýdroxýzín (atarax)
þríhringlaga lyf með antihistamín áhrif? (3)
1) amitryptilín
2) trimipramín
3) doxepín
afh forðast þríhringlaga lyf með antihistamín áhrif?
vegna alvarlegra áhrifa á leiðslukerfi hjarta við ofskömmtun.
Leiðir til að draga úr líkum á svefnlyfjaávana? (7)
1) Forðast að ávísa ef saga um persónuleikaröskun, misnotkun áfengis eða vímuefna, eða þunglyndi.
2) Forðast að ávísa til aldraðra.
3) Ávísa til notkunar í skemmri tíma en 2 vikur.
4) Dokumentera alla nauðsynlega framlengingu meðferðar.
5) Nota minnsta mögulega skammt.
6) Veita sjkl. upplýsingar um hættuna á vitrænum (cognitive-psychomotor) truflunum, hættuna á milliverkunum við alkóhól og hættuna á ávana.
7) Íhuga aðra valkosti s.s. ráðleggingar um heilbrigðar svefnvenjur eða hugræna atferlismeðferð.