Úrvinnsla varðandi sorg og missi aldraða Flashcards
Hvað er sorg?
Viðbragð einstaklinga við missi
Hvað felur í sér að syrgja?
Ákveðið ferli (sorgarferli) þar sem einstaklingurinn aðlagar sorgina að lífi sínu
Hvað gerir sorgarferlið?
Leið einstaklingsins til að takast á við sorgina á virkan hátt
Hverjar eru fjórar tegundir sorgar?
Fyrirsjáanleg sorg
Bráð sorg
Langvinn sorg
Sorg ekki viðurkennd
Hvað er fyrirsjáanleg sorg?
Sorgarviðbrögð við fyrirsjáanlegum missi
Varnarviðbrögð við því sem koma skal
Hvaða dæmi eru um fyrirsjáanlega sorg?
Flytja á hjúkrunarheimili
Missa megnið af búslóð sinni og gefa eigur sínar
Langvinnur sjúkdómur sem endar með mikilli fötlun
Missir sjálfsstæðis og getu til að uppfylla eigin þarfir
Missir maka
Hvað getur fyrirsjáanleg sorf leitt til?
Ótímabærra tilfinningarlegrar fjarlægðar eða Lazarus syndrome (þar sem náin tengls við hinn aldraða slitna)
Hvað er bráð sorg?
Kreppa eða krísa
Andleg og líkamleg einkenni um vanlíðan sem koma í bylgjum
Ræður ekki við daglegt líf
Styrkur tilfinninga fjara út með tímanum
Hvað er sorg sem er ekki viðurkennd?
Þar sem sorg einstaklings er ekki viðurkennd af öðrum
Hvenær kemur fram óviðurkennd sorg?
Þegar samband milli þess sem syrgir og þess sem lést er ekki viðurkennt
T.d. fjölskyldumeðlimur sem tók ekki þátt í umönnun hins látna eða haft samband fyrr en eftir andlát
Hvernig getur óviðurkennd sorg verið hjá öldruðum?
Fjölskyldan skilur ekki sorg þess sem hættir að vinna
Missir sjálfsstæðis – þarf að þiggja hjálp
Flutningur á hjúkrunarheimili
Dauði eða viðskilnaður við gæludýr
Hægfara heilsutap vegna langvinnra sjúkdóma
Hættir að geta farið út
Missir þvag og treystir sér ekki út á meðal fólks
Af hverju er sorg stundum ranglega greind sem heilabilun hjá öldruðum?
Depurð, rugl og að vera upptekinn af hugsunum um hinn látna
Getur sorgarferli aldraða tekið lengri tíma?
Já
Hvað er endurtekinn missir?
Einstaklingurinn nær ekki að syrgja vegna eins missis áður en annar bætist við
Hvað getur auðveldað sorgarferli aldraðra?
Hafa eitthvað fyrir stafni og hitta fólk
Hjálpa öðrum
Finna eitthvað sem gott er að fást við einsamall
Viðurkenna eigið sorgarferli sem einstakt
Tala við aðra um tilfinningar
Hafa trú á að maður nái sér
Taka einn dag í einu
Búast ekki við að sorgarferlið fylgi einhverri tímasetningu