Þunglyndi og kvíði Flashcards
Hvað er kvíði?
Óþægileg og ástæðulaus kvíðatilfinning auk líkamlegra einkenna
Kvíði verður vandamál þegar hann er langvinnur, aukinn og truflar eðlilega starfsemi
Kvíði er EKKI eðlilegur hluti af öldrun en það eru ýmisleg verkefni sem tengjast öldrun sem geta stuðlað að kvíða (t.d. langvinnir sjúkdómar, vitræn skerðing og missir)
Hvert er hlutfall kvíða hjá öldruðum?
3,5-12% af eldra fólki er með kvíðagreiningu
15-20% eru með einkenni kvíða og enn hærra hlutfall þeirra sem eru veikir
Hverjir eru helstu áhættuþættir kvíða hjá öldruðum?
Kona, búa í borg, saga um óhóflegar áhyggjur, léleg líkamleg heilsa, slæm félagsleg og fjárhagsleg staða, erfiðir lífsviðburðir, þunglyndi og alkóhólismi
Hvaða slæmu afleiðingar hefur kvíði í för með sér hjá öldruðum?
Minni líkamleg virkni og færni
Misnotkun á efnum
Minnkuð lífsánægja og lífsgæði
Aukin dánartíðni
Hvaða sjúkdómar geta valdið kvíða?
Hjartsláttaróregla
Bráðarugl
Heilabilun
Lungnaþemba
Hjartabilun
Ofstarfsemi á skjaldkirtli
Sykurfall
Blóðþrýstingsfall (stöðutengt)
Lungnabjúgur
Blóðtappi í lungum
Hvaða lyf geta valdið kvíða?
Blóðþrýstingslyf
Svefnlyf
Hjartalyf
Sterar
Hver er helsta meðferðin gegn kvíða hjá öldruðum?
Lyfjameðferð: SSRI, stuttverkandi Benzó-lyf
ATH benzólyf geta valdið syfju, dettni, skertri vitrænni getu og fíkn
Annað en lyfjameðferð: HAM, slökun, jóga, stuðningshópar, viðtöl, afþreyging, samvera og meðferð með aðstoð dýra
Aldrei of seint að byrja meðferð til að bæta andlega líðan
Hvert er algengi þunglyndis hjá öldruðum?
Árið 2015 voru 45% íbúa á hjúkrunarheimilum með þunglyndisgreiningu
Þunglyndi hjá öldruðum - staðreyndir
Þunglyndi er ein af megin ástæðum fyrir flutningi inn á hjúkrunarheimili
Það að vera veikur tvöfaldar líkur á þunglyndi og það að vera þunglyndir tvöfaldar líkur á að veikjast
Hvernig afleiðingar hefur þunglyndi í för með sér hjá öldruðum?
Verri færni
Lengri tíma að ná bata eftir aðgerð eða veikindi
Meiri notkun á heilbrigðiskerfinu
Skertri vitrænni getu
Næringarskorti
Minni lífsgæðum
Auknum sjálfsvígum
Hærri dánartíðni
Hverjar eru helstu orsakir þunglyndis hjá öldruðum?
Þættir sem geta stuðlað að þunglyndi: heilsa, kyn (kona), slæm félagsleg og fjárhagsleg staða, persónuleiki, missir, skert færni, líffræðilegar ástæður (boðefni í heilanu, truflun á hormónakerfum)
Ýmis lyf: blóðþrýstingslyf, hjartalyf, sýklalyf
Alkóhólismi
Missir maka
Umönnunarbyrði (einstaklings með heilabilun)
Fjölskyldusaga um þunglyndi
Hvaða heilsufarslegir þættir geta stuðlað að þunglyndi?
Hjartasjúkdómar
Innkirtlasjúkdómar (skjaldkirtilssjúkdómar og sykursýki)
Krabbamein
Alzheimersjúkdómur (50%)
Parkinsonssjúkdómur (40%)
Heilaáfall (25%)
Næringar og efnaskiptasjúkdómar (B12 skortur, næringarskortur)
Veirusýkingar (herpes zoster, lifrarbólga)
Augnbotnahrörnun
Hvaða aðrir þættir eru áhættuþættir fyrir þunglyndi?
Sorg, fjölskyldusaga, flutningur á hjúkrunarheimili, breytingar á umhverfi, búa einn, missir (sjálfræði, einrými, líkamshluta, fjölskyldu, maka…)
Þunglyndi hjá fólki með Alzheimer eykur hættu á:…
Stofnanavistun
Aukinni umönnunarbyrði
Aukinni dánartíðni
Minni lífsgæðum
Alzheimer og þunglyndi - facts
50% þeirra sem eru með Alzheimersjúkdóm eru líka með alvarlegt þunglyndi
Orsakir þunglyndis hjá þeim sem eru með Alzheimersjúkdóm eru taldar geta verið vegna líffræðilegra tenginga á milli þessara sjúkdóma
Einnig vegna þess að einstaklingurinn er meðvitaður um stöðuga hrörnun og afturför