Samfélagsþjónusta fyrir aldraða, dagdvöl, dagþjálfun og göngudeildir Flashcards
Hver er markmið laganna um málefni aldraðra frá 1999 nr. 125?
Að aldraðir eigi völ a þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða
Einnig er markmið laganna að aldraðir geti eins lengi og unnt er búið við eðlilegt heimilislíf
Hvers konar þjónustu eiga hjúkrunarheimili að veita?
Hjúkrunar- og læknisþjónustu
Endurhæfingu
Þarf að vera sérstök aðstaða fyrir einstaklinga með heilabilunareinkenni á hjúkrunarheimilum?
Já
Hvers þarf sérstaklega að gæta að þegar hjúkrunarheimili eru byggð/sett upp/hönnuð?
Að stofnunin sé heimilisleg og að sem flestir íbúar hafi eigið herbergi
Fyrir hverja eru dvalarheimili, sambýli og þjónustíbúðir hannaðar?
Fyrir aldraða sem eru ekki færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu
Hvaða þjónustu eiga dvalarheimili, sambýli og íbúðir að veita?
Varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og val á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti, þrifum og félags- og tómstundarstarfi
Hjúkrun, læknishjálp og endurhæfing
Hver eru hlutverk þjónustumiðstöðva?
Veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu fyrir þá sem búa á því svæði sem hver þeirra sinnir
Að sinna velferðarþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur
Hvað er félagsleg heimilisþjónusta?
Þjónustan er veitt þeim sem búa í heimahúsum en geta ekki séð um heimilishald og persónulega umhirðu án aðstiðar vegna skertrar getu
Hvað er velferðartækni?
Velferðartækni getur verið hver sú tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi
Fyrir hverja er akstursþjónusta?
Þeir sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og eru ófærir um að nota almenninssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar
Fyrir hverja er heimsendur matur?
Þeir sem geta ekki eldað sjálfir heima eiga rétt á heimsendum mat
Hvað er dagdvöl?
Stuðningsúrræði fyrir þá sem búa enn heima og styður þá til að búið lengur heima. Í boði er leikfimi, fæði og hvíldaraðstaða
Hvað er dagþjálfun?
Dagdvöl þar sem áhersla er á endurhæfingu
Hvert er markmiðið með þjónustuíbúðum?
Markmið þeirra er að stuðla að sjálfstæðri búsetu sem lengst, ýmsar útfærslur
Hvað er boðið upp á í kirkjustarfi fyrir aldraða?
Boðið er upp á samsöng, helgistund, heimsóknir, tónleika, ferðir, spil og föndur