Sarcopenia Flashcards
Hvað er sarcopenia?
Beinagrindavöðvasjúkdómur
Skilgreind sem aldurstengd minnkun á vðövamassa, styrk og virkni
Hverjar eru helstu afleiðingar sarcopeniu?
Getur valdið auknum líkum á skaðlegum afleiðingum svo sem byltum, beinbrotum, líkamlegri fötlun og aukinni dánartíðni
Hvernig hefur sarcopenia áhrif á lífsgæði fólks?
Skert geta til að framkvæam ADL, veldur tapi á sjálfstæði, helsta orsök skertrar hreyfigetu, innlögn á hjúkrunarheimili
Hvaða sterku áhrifavaldar fylgja sarcopeniu?
Fyrir utan náttúrulega öldrun eru undirliggjandi sjúkdómar, fjöllyfjanotkun, vannæring og cachexia (niðurbrot á vöðva)
Hvað getur seinkað framþróun sarcopeniu?
Ákjósanlegur næringarstatus og líkamleg virkni
Getum við séð á fólki ef það er með sarcopeniu?
NEI! útlitið segir ekkert um sarcopeniu
Hvaða helstu þættir stuðla að þróun sarcopeniu?
Hreyfingarleysi, insúlínviðmám, offita, minnkaður styrkur andrógens (kynhormón) og vaxtarstyrks sermis og ónæg neysla próteins
Hvernig töpum við vöðvamassa?
Þegar niðurbrot vöðvapróteina er hraðir heldur en nýmyndun vöðvapróteina
Getur sarcopenia stafað af öðrum langvinnum sjúkdómum?
Já, langvinnir sjúkdómar sem hafa neikvæð áhrif á stoðkerfi og hreyfingu t.d. langvinn lungnateppa, langvinn hjartabilun, langvinnur nýrnasjúkdómur, sykursýki, HIV og krabbamein
Hver er talin vera tíðni sarcopeniu?
Árið 2017 var tíðni talin vera um 5-13% hjá sjúklingum 60 ára og eldri og 11-50% hjá 80 ára og eldri
Hvert er algengi sarcopeniu talið vera?
Árið 2017 var algengi talið vera 10% hjá sjúklingum 60 ára og eldri
Hverjar eru helstu orsakir sarcopeniu?
Minnkuð virkni
Ófullnægjandi næring
Öldunarferli (sarcopeniu má almennt rekja til náttúrulegs öldrunarferlis en í öldrunarferlinu verða vöðvar minni, veikari og hægari)
Hvað er SARC-F?
Spurningalisti þegar klínískar grunsemdir vakna um sarcopeniu - notað til að bera kennsl á einstalinga sem eru í hættu á að fá sarcopeniu
Hver eru helstu rauðu flöggin sem á að láta okkur hugsa um sarcopeniu?
Föll, máttleysi, hægur gönguhraði, erfiðleikar við að rísa úr stól, þyngdartap, vöðvarýrnun
Hvaða spurningar og skoðanir ætti að framkvæma í klínísku mati á sarcopeniu?
Spurja um einkenni eins og þyngdartap, tap á vöðvastyrk, orkuleysi og föll
Nýta skimunartæki sem meta næringarinntekt og hættu á vannæringu
Meta virkni sjúklings (hreyfingarleysi)