Lyf og aldraðir Flashcards
Hvað eru lyfjahvörf?
Verkun lyfja frá því þau koma inn í líkamann þar til þau eru útskilin
Hvað eru lyfhrif?
Samverkun lyfs og líkama: með hækkuðum aldri getur verkun lyfja ekki verið eins örugg (fyrirsjáanleg) eða breytt
Hvað er chronopharmacology?
Samband dægursveiflu líkamans og verkun lyfs getur truflast vegna breyttrar samverkunar
Hvað fylgir oft samverkandi sjúkdómum?
Fjöllyfjanotkun
Hverjar eru helstu aldurstengdu breytingarnar sem tengjast lyfjum?
Breyttur útskilnaður, umbreyting, dreifing
Nýrnastarfsemi
Próteinbinding
Hlutfall fitu og vöðva
Lifrarstarfsemi
Breytt jafnvægi (homeostasis) í miðtaugakerfi, hormónastjórnun, æðakerfi
Hefur allt hugsanleg áhrif á lyfhrif, helmingunartíma o.s.frv.
Hvaða aldurstengdu breytingar hafa áhrif á upptöku lyfja?
Tæmingahraði maga hægist
Sýrustig í maga minna, hærra pH
Þarmahreyfingar hægari
Minna blóðflæði í efri meltingarvegi
Upptaka eins lyfs getur truflast af öðru lyfi (milliverkun)
Hvaða aldurstengdu breytingar hafa áhrif á dreifingu lyfja?
Próteinbúskapur breytist, minni vöðvamassi
Minna S-albumin hjá þeim sem eru hrumir
Minni próteinbinding, meiri styrkur lyfs og getur þá orðið óbundið í blóði (t.d. kóvar)
Breytt dreifing próteinbundinna lyfja
Minna vatn í líkamanum, meiri styrkur lyfs í blóði getur leitt til eitrunar
Hlutfallslega meiri fita - fituleysanleg lyf eru þá geymd í fituvef og það getur lengt eða aukið verkun lyfsins og leitt til eitrunar - breytt dreifing fituleysanlegra lyfja
Minna útfall hjarta, breytingar á blóðflæði geta haft áhrif á umbrot og útskilnað lyfja
Hverjar eru helstu afleiðingar aldurstengdu breytingana á dreifingu lyfja?
Lyf geta safnast upp við langa notkun
Helmingunartími getur orðið mun lengri en hjá yngri einstaklingum
Hvaða aldurstengdu breytingar geta haft áhrif á umbrot og útskilnað lyfja?
Breytingar á blóðflæði og starfsemi lifrar geta haft áhrif á umbrot og útskilnað lyfja
Umbrot lyfja í lifur getur minnkað um 30-40%
Helmingunartími róandi lyfja getur lengst úr 37 tímum í 82 tíma
Nýrnastarfsemi minnkar með aldrinum með minnkuðum GFR
Af hverju þarf stundum minni skammta af lyfi fyrir aldraða?
Með aldri verður svörun við lyfjameðferð óáreiðanlegri og hærrara við aukaverkunum
Viðtakar, fjöldi þeirra, næmi eða áhrif í frumum geta breyst með aldri
Hver er skýringin á því að aldraðir þurfa oft minni skammta af lyfjum?
Brotthvarf lyfja úr líkamanum gengur hægar fyrir sig
Lyfin safnast fyrir og ná hærri styrk í blóði og millifrumuvökva
Úthreinsun lyfs í nýrun getur t.d. minnkað um helming frá 40-80 ára aldurs
Hvað er fjöllyfjanotkun (polypharmacy)?
Notkun á 5 eða fleiri lyfjum eða notkun margra lyfja fyrir sama vandamál
Hverju er aukin hætta á í fjöllyfjanotkun?
Milliverkunum lyfja og skaðlegum áhrifum af lyfjunum
Hvenær ætti að endurskoða lyfjameðferð?
Endurskoða í takt við heilsufar og framtíðarhorfur
Lyf geta verið forvarnir, hvaða lyf falla í þann flokk?
Heilavernd/hjartavernd: blóðþynning, háþrýstilyf, blóðfitulækkandi
Beinvernd: vítamín/kalk, beinverndandi lyf
Bólusetningar