Heilabilunarsjúkdómar Flashcards
Hvað er væg vitræn skerðing?
Versnun á einu eða fleiri sviðum vitrænnar getu, sem hefur þó ekki áhrif á sjálfsbjargargetu einstaklingsins
Væg vitræn skerðing er í mörgum tilvikum forstig heilabilunar og þeir sem eru komnir með væga vitræna skerðingu eru í aukinni áhættu á að þróa með sér heilabilun
Hvað er heilabilun?
Heilabilun er lýsing á því ástandi þegar einstaklingur þarf meira eða minna að reiða sig á aðra vegna skerðingar á hugsun og vitrænni getu, en felur ekki í sér tiltekna orsök
Heilabilun er ekki ákveðinn sjúkdómur í sjálfu sér, það er margt sem getur valdið heilabilun, heldur ákveðið regnhlífarhugtak yfir einkenni sem margir sjúkdómar geta valdið
Hver eru greiningarskilmerki NIA-AA á heilabilun?
- Truflar athafnir daglegs lífs
- Um er að ræða breytingu frá fyrri færni
- Útskýrist ekki af bráðarugli eða alvarlegum geðsjúkdómi
- Vitrænu skerðingunni er lýst í sögutöku af sjúklngi og aðstandanda og er auk þess staðfest með hlutlægu vitrænu mati
- Vitræna skerðingin nær til a.m.k. tveggja af eftirtöldum þáttum vitrænnar getu:
a. Skerðingu á getu til að tileinka sér og muna nýjar upplýsingar
b. Skerðing á rökhugsun og færni til að framkvæma flóknar athafnir
c. Skerðing á úrvinnslu sjónrænna upplýsinga
d. Skerðing á tali
e. Breyting í hegðun/persónuleika
Hverjir eru helstu áhættuþættir fyrir heilabilun?
Lágt menntunarstig – ber ábyrgð á 7% áhættunar á að þróa með sér heilabilun
Heyrnartap
Höfuðáverkar
Hár blóðþrýstingur
Ofneysla áfengis
Offita
Reykingar
Þunglyndi
Hreyfingarleysi
Félagsleg einangrun
Loftmengun
Sykursýki
Allir þessir þættir leggja saman 40% af áhættuþáttunum fyrir heilabilun, hin 60% eru af óþekktum ástæðum
Hver eru helstu skimunarprófin sem meta vitræna getu?
MMSE
MoCA
Klukkuprófið
Hvernig er styttri uppvinnsla heilabilunar?
Eldri einstaklingar
Mikil/dæmigerð einkenni
MMSE <25
MMSE, klukkupróf
IQ code – lagður fyrir aðstandendur
Blóðprufur
TS af höfði
Hvernig er lengri uppvinnsla heilabilunar?
Yngri einstaklingar
Lítil/ódæmigerð einkenni
MMSE =/>25
MMSE, klukkupróf
IQ code
Taugasálfræðimat
Blóðprufur
SÓ af höfði
Mænuvökvi
Lyfjayfirferð
Hvað metur taugasálfræðilegt mat?
Minni
Stýrifærni
Sjónræn úrvinnsla
Athygli
Tal
Hvers konar blóðprufur ætti að taka við uppvinnslu á heilabilun?
Blóðhagur
Nýrnapróf (natríum, kalíum, kalsíum, kreatínín)
Vítamín (B12, fólat)
Langtímablóðsykur (HbA1c)
Lifrarpróf
Skjaldkirtilspróf
Blóðfitur
Staðreyndir og fun stuff um Alzheimer
Sjúkdómurinn endar á því að hafa áhrif á allann heilann, ekki bara minnið
Breytingar í heilanum byrja jafnvel áratugum áður en einkenni koma fram
Sjúkdómurinn byrjar í drekanum, hlutverk hans er að taka við nýjum upplýsingum og senda í langtímageymslu
Vægur Alzheimers
Minnistap, aðallega skammtímaminni
Talörðugleikar
Skapgerðarbreytingar/persónuleikabreytingar
Skert dómgreind
Meðalsvæsinn Alzheimers
Hegðunarbreytingar/persónuleikabreytingar
Versnandi minnistap, þó enn aðallega skammtímaminni
Ráp, eirðarleysi, árasarhneigð, ruglástand
Þarfnast aðstoðar við ADL
Svæsinn Alzheimers
Óstöðugleiki við gang
Tapar stjórn á þvagi og hægðum
Hreyfitruflanir
Kyngingarörðugleikar
Tal hverfur
Þarf alla aðstoð, krefst dvalar á hjúkrunarheimili
Hvernig er Alzheimer sjúkdómur greindur?
MMSE, klukkupróf
IQ code
Blóðprufur
Lyfjayfirferð
Myndgreining af heila
Mat taugasálfræðings
Mænuvökvi
Hvaða efni eru mæld í mænuvökvanum við greiningu á Alzheimer?
Beta-amyloid (lækkað)
Tau prótein (hækkað)
Fosó-tau prótein (hækkað)