Þróun á stuttum meðferðarsamræðum í klínískum vettvangi - 15.11 Flashcards
Er það rétt að talking is healing?
Já það er græðandi að fá að tjá sig um kvíðann sinn og áhyggjur.
Í Calgary fjölskyldumeðferðarlíkaninu er lögð áhersla á að efla, bæta og viðhalda virkni fjölskyldunnar á þremur sviðum hvaða svið eru það?
- Vitsmunassvið
- Tilfinningasvið
- Atferlissvið
í hverju velst vitsmunasvið?
- Hvaða vitneskja hefur manneskjan um sjúkdóminn
- Erum að vinna með hugsun og viðhorf
- Bendum á styrkleika
- Veitum upplýsingar og ráð
- Virkahlustun
- Eflum aðlögunarleiðir
Í hverju felst tilfinningasvið?
- Tölum um tilfinningar
- Staðfestum og viðurkennum tilfinningar/þjáningar
- Hvetjum til veikindafrásögu og metum fjölskyldustuðning
- Þurfum að hlusta og sýna skilning
Í hverju felst atferlissvið?
- Vinnum með hegðun, atferli og viðbrögð
- Verkleg færni kennd
- hvattning til hvíldar frá umönnun
- endurskoðum/búum til rútínu
Þegar verið er að taka fjölskylduviðtal er mikilvægt að pæla í
- Vettvanginn, þurfum að fá prívat stað til að geta tekið samtölin
- Hver er fjölskyldan
- Hvert er verkefnið (innskrift, útskirft)
Hvert er verklag fjölskyldusamtala?
- Tengslamyndun
- Mat – greining
- Meðferð – hjúkrun
- Meðferðarlok
Hvað þurfum við að hafa í huga varðandi tengslamyndunina?
- Einstaklingurinn er best skilinn í tengslum við fjölskylduna. Hvernig tengist hann fjölskyldunni sinni
- Með því að sinna aðstandendum fæst heildræn sýn
- Skýr rammi minnkar kvíða aðstandenda
- Sýna fjölskyldunni áhuga
- Aðstandendur tjá sig um grunnupplýsingar
- Nota meðferðaspurningar
- Fjölskyldutré og tengslakort
Í hverju felst meðferðin/hjúkrunin ?
- Ganga í takt með fjölskyldunni – samvinna á jafnræðisgrundvelli – samnýta þekkingu fjölskyldu og hjúkrunarfræðings
- Til að árangur náist þurfa hjúkrunarfræðingur og fjölskylda að ná góðu sambandi, smella saman, ná samræmi
Hvað er gert í meðferðarlokum?
- Meðferðarlok rædd
- Að sjá styrk og seiglu fjölskyldunnar
- Hrósa fjölskyldmeðlimum fyrir árangur
- Meta hvað hefur áunnist
- Bjóða áframhaldandi stuðning ef þess gerist þörf
- Samráð og tilvísun til annarra fagaðila eftir því sem við á
Í hvað skiptast meðferðaspurningar?
Línulegar og hringlaga
Hvað eru línulegar spurningar?
- Þær eru til að afla upplýsingar og gefa bein svör, kanna stöðu mála, lýsing, upplifun, hvenær,hvernig,hvar
- kalla ekki á úrvinnslu
Hvað eru hringlaga spurningar?
- þær eru til að hvetja til skylnings og breytinga.
- kalla á úrvinnslu
Í hvað skiptast hringlaga spurningar?
- Hugrænar
- Tilfinningalegar
- Hegðunarlegar
Komdu með dæmi um lykilspurningar
Hvað brennur helst á ykkur núna?
o Helstu áhyggjur dregnar fram
Á hvaða fjölskyldumeðlim hafa veikindin mest áhrif? Hver þjáist mest?
o Fær fjölskyldumeðlimi til að ræða um og gera sér grein fyrir áhrifum veikindanna á fjölskylduna
Hverjar eru helstu óskir þínar/ykkar fyrir aðstoð núna (vegna meðferðar/útskriftar)
o Skýrir frá væntingum, eykur líkur á samvinnu
Hvernig getum við stutt best við ykkur núna?
o Skýrir frá væntingum, eykur líkur á samvinnu
Hvað hefur reynst ykkur best/síst hjálplegt í svipuðum aðstæðum?
o Dregur fram styrkleika og það sem ekki hefur gagnast eins vel
Ef það væri ein spurning sem þú/þið gætuð fengið svar við núna, hver væri hún?
o Dregur fram aðaláhyggjuefni fjölskyldunnar