Calgary fjölskyldumats líkanið (CFAM) - viðhorf til sjúkdóma og fjölskyldna -7.11 Flashcards
Hverjir eru þrír þættir Calgary fjölskyldulíkansins
- Uppbygging fjölskyldunnar
- Þroski fjölskyldunnar
- virkni fjölskyldunnar
Til hvers notum við calgary fjölskyldumatslíkanið?
- Notum það til að skoða og meta fjölskylduna
- Það gefur okkur mynd af fjölskyldunni (hjálpar okkur að setja ramma um fjölskyldunnar, þetta er fjölskyldan og þetta er þátturinn sem við ætlum að vinna með.
Calgary fjölskyldumatslíkamið hjálpar hjúkrunarfræðingum að?
- skipuleggja upplýsingar sem er aflað
- greina styrkleika og vandamál fjölskyldunnar
- greina áherslur í hjúkrun fjölskyldunnar
Í calgary fjölskyldumatslíkaninu er allskonar sem við þurfum að hafa í huga en við erum ekki að meta þetta allt heldur erum við að fókusa á tvennt hvað er það?
- Fjölskyldutré - metum tengslanet
- Skoðum virkni fjölskyldunnar
Hvað gerir fjölskyldutréð?
Þetta er til að fá yfirsýn yfir hverjir tilheyra fjölskyldunni og hvernig aðstæður þeirra eru. Hjúkrunarfræðingur getur notað þetta til að átta sig á innri og ytri formgerð fjölskyldunnar.
Hvað gerir tengslanet?
Það dregur upp mynd af aðstæðum fjölskyldunnar. Það sýnir okkur tengsl innan hennar þ.e. átakanleg tengsl og jákvæð tengsl t.d. Með tenglslaneti sjáum við núverandi virkni fjölskyldunnar og umhverfisaðstæður hennar. Tengslanetið sýnir samskipti fjölskyldunnar við stærri stofnanir samfélagsins eins og skóla.
Hvað er skoðað við uppbyggingu fjölskyldunnar?
Innri þættir:
- Samsetning fjölskyldunnar (einhleypur, giftur, röðun systkina)
- Fjölskyldubönd
Ytri þættir:
- Stórfjölskyldan (ömmur, afar, frænkur, frændur)
- Stærri kerfi (kirkjan, skólinn)
Samhengi:
- Þjóðerni
- Þjóðfélagshópur
- Trúarbrögð
Hvað skoðum við í þroska fjölskyldunnar?
Áfangar/stig:
- Ungt fólk að fara að heiman, hjónaband, fjölskylda með ung börn, fjölskylda með unglinga, fjölskylda á síðara æviskeiði, starfslok, lífslok
Viðfangsefni:
- Ný hlutverk, móðir/faðir, gifting, skilnaður, takast á við missi nákominna
Tengsl fjölskyldumeðlima:
- Tengsl eiga við varanleg tilfinningatengsl milli tveggja einstaklinga
- Skoðum tengsl milli fjölskyldumeðlima
Hvað skoðum við varðandi virkni fjölskyldunnar?
Virkni fjölskyldu í daglegu lífi
- Hvernig koma einstaklingar í fjölskyldunni fram hver við annan
- Hvernig er fjölskyldulífið
- Viðfangsefni daglegs lífs
Tjáskipti
- Tilfinningaleg tjáskipti
- Tjáskipti með eða án orða
- Hringlaga samskipti
- Hlutverk, viðhorf og lausn vandamála
Afhverju er fjölskyldutré og tengslkort góð tæki?
Þessi tæki fókúsa á það sem skiptir máli
Fjölskyldutré (genogram) skýrir innri uppbyggingu fjölskyldunar, þetta er einfallt fæki
Tengslakort (ecomap)
- Skýrir tengsl fjölskyldunnar við utanaðkomandi aðila
- Stundum eru tengsl erfið og hindrun þannig það er mikilvægt að átta sig á stuðningsneti sjúklings (er það hindrun eða er hægt að nota stuðningsnetið)
Fjölsykldan býr yfir bjargráðum og hafa reynslu með að lifa með hvor öðru og kunna á sig, sumar eiga í meiri erfiðleikum við að takast á við eitthvað ákveðið en aðrar þannig við þurfum að lesa inn í þessar aðstæður, hvað þurfum við að skoða og kanna?
- Skilgreina vandann
- Þurfum að meta mismunandi tengsl innan fjölskyldunnar
- Kanna mun á viðhorfum fjölskyldumeðlima til vandans
- Fá ítarlegar upplýsingar
- Hugsum og ræðum tilgátur varðandi styrk og vanda
- Skoðum áhrif vandans á fjölskylduna og áhrif fjölskylduna á vandann
Hvernig hljómar einnar spurningar spurningin?
„Ef það væri ein spurning sem þú/þið gætuð fengið svar við, hver væri hún?”
Hvað viðhorf eru hjálpleg fyrir hjúkrunarfræðinga að hafa sem vinna með fjölskyldum? (þ.e.a.s. hvað er gott að hafa í huga varðandi viðhorf þegar við erum að vinna með fjölskyldum)
- Sjúkdómar geta kallað fram líkamlega eða tilfinningalega þjáningu meðal fjölskyldumeðlima.
Ef að t.d náin aðstandandi fær ekki rými til að spyrja eða fær ekki stuðning við að fá svör við áhyggjum sem hann þarf að fá til að geta fúnkerað sem stuðningsaðili sjúkings, geta menn þróað með sér kvíða, þunglyndi eða fleiri sjúkdóma - Sjúkdómar hafa áhrif á fjölskyldur.
- Sumar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga náin og kærleiksrík samskipti við fjölskyldumeðlimi en aðrar fjölskyldur eru ekki svo heppnar.
Hvað hefur áhrif á val meðferða samræðna?
- Heimssýn—worldview— Hvaða viðhorf höfum við til t.d starfs og sjúkdóma
- Samskiptaþekking
- Fagþekking og lífsreynsla
- Persónuleg reynsla
Hvað er gott að hafa í huga varðandi viðhorf um sjúkdóma?
- Sjúkdómar hafa áhrif á fjölskyldur og reynslu fjölskyldumeðlima
- Allir í fjölskyldunni upplifa “sjúkdóminn”; enginn einn fjölskyldumeðlimur “er með” krabbamein, MS, langvinna verki eða nýrnasjúkdóm. Frá því einkenna verður vart þar til greining og meðferð á sér stað verða fjölskyldumeðlimir fyrir áhrifum af sjúkdómseinkennum og hafa jafnframt áhrif á einkennin.
- Sjúkdómar og fjölskyldur eða fjölskyldumeðlimir eru tengd í gegnum gagnvirk tengsl