Skipulagsreglugerð (Maggi) Flashcards

1
Q

Aðalskipulag

A

Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitar- stjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfis- mál í sveitarfélaginu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Aðgengi fyrir alla

A

Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðingar eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Búsetumynstur

A

Dreifing og þéttleiki byggðar og búsetu, í þéttbýli og dreifbýli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Byggðamynstur

A

Lögun og yfirbragð byggðar þar með talið fyrirkomulag byggðar og land- notkunar, svo sem hæð og þéttleiki, tegund landnotkunar, gatnakerfi, gerð og uppröðun bygginga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Byggingarleyfi

A

Skriflegt leyfi byggingarfulltrúa eða Mannvirkjastofnunar til að byggja, breyta eða rífa hús eða önnur mannvirki eða breyta notkun þeirra, sbr. ákvæði laga um mannvirki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Deiliskipulag

A

Skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Dreifbýli

A

Svæði á láglendi utan svæða sem skilgreind eru sem þéttbýli í aðalskipulagi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Framkvæmdaleyfi

A

Leyfi til framkvæmda í samræmi við skipulag sem ekki eru háðar ákvæðum laga um mannvirki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Húsakönnun

A

Upplýsingar um byggð sem fyrir er og mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra bygginga, þar sem m.a. er skoðað byggingar- og menningarsögulegt samhengi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hverfisskipulag

A

Tegund deiliskipulags fyrir þegar byggð hverfi þar sem vikið er frá kröfum sem gerðar eru um framsetningu deiliskipulags fyrir nýja byggð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hverfisvernd

A

Ákvæði í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi um vernd á sérkennum eldri byggðar, annarra menningarsögulegra minja eða náttúruminja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Landnotkun

A

Ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Landsskipulagsstefna

A

Samræmd stefna ríkisins um skipulagsmál til tólf ára sem ráðherra lætur vinna og leggur fyrir Alþingi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Nýtingarhlutfall

A

Hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga á lóð eða reit + flatarmáls lóðar eða reits. Um skilgreiningu brúttóflatarmáls fer samkvæmt íslenskum staðli ÍST50.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Rammahluti aðalskipulags

A

Sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Sjálfbær þróun

A

Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum kynslóða til að mæta þörfum sínum. Í þessu felst að sókn eftir efnahagslegum gæðum verður að haldast í hendur við vernd umhverfisins og grunngæða jarðar. Skilja umhverfið í sama eða betra ástandi fyrir næstu kynslóð.

17
Q

Skipulagsreglugerð

A

Markmið reglugerðar þessarar eru:

a. að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulagsáætlanir þar sem efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi er haft að leiðarljósi,

b. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,

c. að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi,

d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana,

e. að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla.