Skipulagsreglugerð (Maggi) Flashcards
Aðalskipulag
Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitar- stjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfis- mál í sveitarfélaginu.
Aðgengi fyrir alla
Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðingar eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra.
Búsetumynstur
Dreifing og þéttleiki byggðar og búsetu, í þéttbýli og dreifbýli.
Byggðamynstur
Lögun og yfirbragð byggðar þar með talið fyrirkomulag byggðar og land- notkunar, svo sem hæð og þéttleiki, tegund landnotkunar, gatnakerfi, gerð og uppröðun bygginga.
Byggingarleyfi
Skriflegt leyfi byggingarfulltrúa eða Mannvirkjastofnunar til að byggja, breyta eða rífa hús eða önnur mannvirki eða breyta notkun þeirra, sbr. ákvæði laga um mannvirki.
Deiliskipulag
Skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli.
Dreifbýli
Svæði á láglendi utan svæða sem skilgreind eru sem þéttbýli í aðalskipulagi.
Framkvæmdaleyfi
Leyfi til framkvæmda í samræmi við skipulag sem ekki eru háðar ákvæðum laga um mannvirki.
Húsakönnun
Upplýsingar um byggð sem fyrir er og mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra bygginga, þar sem m.a. er skoðað byggingar- og menningarsögulegt samhengi.
Hverfisskipulag
Tegund deiliskipulags fyrir þegar byggð hverfi þar sem vikið er frá kröfum sem gerðar eru um framsetningu deiliskipulags fyrir nýja byggð.
Hverfisvernd
Ákvæði í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi um vernd á sérkennum eldri byggðar, annarra menningarsögulegra minja eða náttúruminja.
Landnotkun
Ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað.
Landsskipulagsstefna
Samræmd stefna ríkisins um skipulagsmál til tólf ára sem ráðherra lætur vinna og leggur fyrir Alþingi.
Nýtingarhlutfall
Hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga á lóð eða reit + flatarmáls lóðar eða reits. Um skilgreiningu brúttóflatarmáls fer samkvæmt íslenskum staðli ÍST50.
Rammahluti aðalskipulags
Sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana.