Aðl. og deil.. (Maggi) Flashcards
Skilgreinið deiliskipulagi:
-
Nær til reits eða svæðis sem myndar heildstæða einingu
Með því er átt við svæði með sömu landnotkun, svæði markað af götum eða bæjartorfu. - Í deiliskipulagi eru útfærð nánar stefna og ákvæði aðalskipulags.
- Deiliskipulag er grundvöllur bygginga- og framkvæmdaleyfa og er m.a. kveðið á um lóðastærðir, byggingarreiti, byggingarmagn, húsagerð, umferðarkerfi, útivistarsvæði og fjölda bílastæða.
Hver eru öll 6 skipulagsstigin á íslandi?
Landsskipulag, svæðisskipulag, rammaskipulag, aðalskipulag, deiliskipulag og hverfisskipulag
Út frá framreiknuðum íbúafjölda er hægt að áætla ákveða þætti sem hafa mikil áhrif í skipulagi, nefnið minnst 2 dæmi:
Hægt er að áætlaða fjöld nýrra íbúða, starfa og aukning á atvinnuhúsnæðis.
Út frá því er hægt að finna þörf fyrir húsnæði og þjónustu.
Skipulagsstofnun starfar samkvæmt hverju?
Skipulagslögum
lögum um umhverfismat áætlana
lögum um mat á umhverfisáhrifum
Hvað er Rammaskipulag og hverjir eru fjórir megin efnisflokkar?
Hluti af aðalskipulags. (gluggi í aðalskipulaginu til að þróa áfram)
Ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana.
Það eru fjórir megin efnisflokkar: stefnu um skipulag á miðhálendi íslands, stefnu um skipulag í dreifbýli, stefnu um búsetumynstur og dreifingu byggðar og stefnu um skipulagá haf- og strandsvæðum.
Oft notað í samkeppnum í borginni.
Deiliskipulagi er lýst með skipulagsskilmálum. nefnið dæmi um hvað þeir kveða á um:
Kveða á um: Landnotkun og notkun einstakra lóða, lóðamörk, byggingarmagn, nýtingarhlutfall, samgöngur, bílastæði og frágang lóða.
Skilgreinið aðalskipulag:
- Skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og skal taka til alls lands innan marka sveitarfélagsins.
Litir notaðir til að sjá hvað er rétt eða rangt - gott eða vont.
- Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.
- Stefnumörkun þess skal miða við minnst 12 ára tímabil en í upphafi hvers kjörtímabils skal sveitarstjórn meta hvort ástæða er til endurskoðunar.
- Forsendur fyrir gerð öll deiluskipulags.
- Háð samþykki sveitastjórnar og staðfestingu Skipulagsstofnunar eða umhverfisráðherra.
Hvað gerir Skipulagsráðgjafar?
Veita faglega aðstoð til sveitarfélaga og einkaaðila við gerð skipulags-áætlana svo sem um; Gagnaöflun, kynningu og samráð, mótun tillagna, umhverfismat tillagna og framsetningu tillagna.
Hver er hlutverk Sveitastjórnar?
Bera ábyrgð á gerð skipulagsáætlana fyrir svæðis-, aðal- og deiliskipulaga .
Veita framkvæmdaleyfi . Hafa eftirlit með að framkvæmd skipulags og framkvæmda- leyfisskyldum framkvæmdum. Halda skrá yfir allar jarðir, lönd og lóðir innan sveitarfélagsins sem verður hluti Landskrá fasteigna. Samþykkir skiptingu jarða, landa og lóða .
Nefnið nokkur dæmi um skipulagsskilmála sem að settir eru fram í deiliskipulagi:
Landnotkun og notkun einstakra lóða, Lóðamörk, Byggingarmagn, Nýtingarhlutfall, Samgöngur, Bílastæði, Frágang lóða eða Kvaðir.
Hvað gerir Skipulagsnefnd?
Finnst í hverju sveitarfélgai og er kosin af sveitarstjórn. Farið er með skipulagsmál þ.m.t. umhverfismat áætlana. Fjalla um stefnumörkun í skipulagsmálum og hafa forgöngu um gerð og breytingar á skipulagi. Annast kynningu og auglýsingu á skipulagi og annast grenndarkynningar. Fjalla um athugasemdir við auglýstum skipulagstillögum og gera tillögu til sveitarstjórna um endanlega afgreiðslu skipulagstillagna. Veita umsagnir um hvort framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og hafa eftirlit með því að framkvæmdir háðar framkvæmdaleyfi séu í samræmi við skipulag.
Hvaða skipulagsstig kveður á um landnotkunarflokka?
Aðalskipulag
Hvert er markmið alls skipulags?
Að fylgjast með og leiðbeina hverju samfélagi í gegnum breytingar sem þau verða fyrir þannig að allir njóti góðs af.
Hvar er svæðisskipulag lögbundið?
á höfuðborgarsvæðinu
Helstu verkþættir deiliskipulags?
- Lýsing er auglýst
- gögn og greining
- umhverfismat/valkostir
- tillögugerð og framsetning
- og svo málsmeðferð.