Skipulagsáætlun og Deiliskipulagi (Auður) Flashcards
Skilgreinið ‘Þéttleika byggðar’ samkvæmt skipulagsreglugerð. Nefnið dæmi um aðalskipulagsgerð þar sem aukinn þéttleiki byggðar spilaði stórt hlutverk.
Byggingarmagn miðað við flatarmál lands sem m.a. er lýst með nýtingarhlutfalli eða reikningsstærðum eins og íbúar/ha eða íbúðir/ha.
Dæmi: Reykjavík
Skipuleggja mestan þéttleika byggðar í næsta nágrenni við lykilbiðstöðvar strætisvagna. - borgarlínuna
Deiliskipulagi er lýst með ýmsum skipulagsskilmálum og í því sambandi er oft kveðið á um nýtingahlutfall . Skilgreinið nýtingahlutfall. (samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90. 2013) (má skissa mynd til útskýringar)
Hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga á lóð eða reit og flatarmáls lóðar eða reits. Um skilgreiningu brúttóflatarmáls fer samkvæmt íslenskum staðli ÍST50.
Í deiliskipulagi er kveðið nánar á um útfærslu á aðalskipulagi fyrir einstök svæði eða reiti innan sveitarfélags. Í hverskonar gögnum er þessi forskrift að mótun (byggðs) umhverfis sett fram og hver eru bindandi?
- í greinargerð
Bindandi ákvarðanir - á uppdráttum
Bindandi ákvarðanir - á skýringaruppdrætti og með líkönum/myndum ef með þarf
Ekki bindandi ákvarðanir
Nefnið minnst 4 dæmi um skipulagsskilmála sem eru að settir eru fram í deiliskipulagi.
- Landnotkun og notkun einstakra lóða
- Lóðamörk
- Byggingarmagn
- Nýtingarhlutfall
- Samgöngur
- Bílastæði
- Frágang lóða
- Kvaðir
Í deiliskipulagi eru áhrif skipulagsins skoðuð út frá ýmsum umhverfisþáttum. Nefnið minnst 8 umhverfisþætti sem algengt er að skoða í þessu sambandi? Hver meginmunurinn á skýringaruppdrætti og deiliskipulagsuppdrætti?
- Vistkerfi
- Auðlindir
- Landslag
- Ásýnd
- Útsýni
- Hljóðvist
- Loftgæði
- Hagkvæmni
- Veðurfar
- Varðveislugildi
- Svipmót byggðar og einstakra bygginga o.fl.
Deiliskipulagsuppdráttur
• bindandi ákvarðanir
Skýringaruppdrættir
• Ekki bindandi ákvarðanir