Ritgerðaspurning 5 : Arnar Flashcards

1
Q

Fjallið örstutt um ferla og innihald skipulagsfræðarinnar.

A

Skipulagsfræði fjallar um ferla og innihald.
Ferlarnir hafa breyst frá því að vera “top down” eða sérfræðingaskipulag (incremental planning) yfir í “bottom-up” samráðsskipulag (collaborative planning).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Útskýrið hvað samráðsskipulag gengur út á og af hverju væri kannski betra að tala um samstarfsskipulag?

A

Samráðsskipulag gengur út á að taka tillit til notenda (íbúa) ásamt skoðanna þeirra og þarfa. Þetta lýsir einnig félagslegum þætti samráðsskipulagsins sem er mjög mikivægt.
Þó markmiðið sé að gera öllum vel þá þarf að hafa í huga að hvorki er hægt að sjá fyrir öllu né geðjast öllum. Því þarf að halda samskiptum við notendur opnum og ná til þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver eru þrjú stig á þátttöku íbúa í skipulagsgerð samkvæmt stiga Arnstein og hvar er talið að íslensk skipulagsmenning myndi vera staðsett í þeim stiga?

A

Þegar talað er um þátttökulýðræði er oft vísað í svokallaðan þátttökustiga (e. participation ladder) til að skilgreina vægi almennings í ferli ákvarðanatöku.
Líkön sem og þessi eru góð þegar leggja á mat á notendasamráð.

Stigi Arnstein hefur átta þátttökuþrep en hefur verið útfærður af Gunnari H Kristinssyni stjórnmálafræðiprófessor og er þessum átta þrepum skipt í þrjá flokka.

Kynning
Þar sem stjórnvöld kynna fyrirætlanir sínar án áhrifa íbúa.
1. þrep = Stjórnun (Manipulation)
2. þrep = Meðferð (Therapy)
Þessi þrep einkennast af algjöru valdleysi borgara.

Samstarf
Þar sem íbúum er sköpuð aðstaða til raunverulegra áhrifa.
3. þrep = Upplýsandi (Informing)
4. þrep = Ráðgefandi (Consulting)
5. þrep = Friðandi (Placating)
Betri Reykjavík er á öðru stigi. Valdhafandi gefa borgurum það sem þeir vilja án þess að láta vald sitt af hendi.

Valdaafsal
Þar sem stjórnvöld láta hluta af valdi sínu í hendur íbúa. (Með atkvæðagreiðslum og/eða hverfisstjórnum)
6. þrep = Samstarf (Partnership)
7. þrep = Fulltrúavald (Delegation)
8. þrep = Friðandi (Citizen control)
Hér hafa borgarar raunverulegt vald og mikil áhrif á ákvörðunatöku.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Nefnið dæmi um íslenska skipulagsgerð sem er samkvæm samráðsskipulagsaðferðinni.

A

**Betri Reykjavík
**Verkefnið er samráðsvefur þar sem íbúum gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir sínar og skoðanir á stefnu, áherslum, þjónustu og rekstri Reykjavíkurborgar. Tilgangur þess er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði.

Verkefnið á rætur rætur að rekja í kenningar um þátttökulýðræði (Darticipatory democracy) og umræðulýðræði (Deliberative democracy).

Þegar talað er um þátttökulýðræði er oft vísað í svokallaðan þátttökustiga (Sjá þátttökustiga Arnstein). Reykjavík er á öðru stigi og gefur borgurum það sem þeir vilja án þess að láta vald sitt af hendi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly