Ritgerðaspurning 3 : Auður Flashcards
svör gætu verið 200-250 orð eða um 1-1,5 bls
Aðstæður í Reykjavík voru að sumu leiti óviðunandi í upphafi 20.aldar - að hvaða leiti? Hver var helsti hvatamaður fyrir bættu skipulagi? Hvernig setti hann fram hugmyndir sýnar og undir hvaða áhrifum var hans hugmyndafræði? Hvenær voru fyrstu skipulagslögin samþykkt? Nefnið helstu áhrifavalda byggðaþróunar í borginni á fyrri hluta aldarinnar (nefnið 3 atriði)
Upp úr 1900 voru heilbrigðisvandamál ríkjandi í Reykjavík, bærinn var sóðalegur. Byrjað var að leggja skólpræsi 1902 og taugaveiki kom upp í vatnsbólum árið 1906. Eftir brunann mikla í Reykjavík árið 1915 hófust skipulagsumræður og bann var sett við timburhúsum sama ár. Guðmundur Hannesson læknir skrifaði tímamótarit um byggingar og skipulagsmál árið 1916. Hann hafði innblástur og var undir áhrifum garðborgarstefnunar. Guðmundur lagði það til að viðmið yrðu sett um hæðir húsa, yfirbragð og samræmi bygginga, brunagafla og aðgreiningu á starfsemi sem var mikilvægt hreinlætisatriði. Hann fjallaði einnig um garða, torg og leiksvæði. Drög að fyrstu skipulagslögunum voru sett fram árið 1917 og samþykkt árið 1921.
Fyrsti skipulagsuppdrátturinn var svo gerður árið 1927 en það var í raunini bæði aðal- og deiliskipulag. Tækni og veitukerfi höfðu mikil áhrif á staðsetningu byggðar og á heilbrigðara umhverfi. Kreppann mikla hafði einnig mikil áhrif, fólk sætti sig við lélegan húsakost, mikið var um atvinnuleysi og fátækt. Áhrif hernámsins voru einnig mjög mikil, braggabyggðir risu, margir fengu vinnu, götur voru malbikaðar, flugvöllurinn var reistur í vatnsmýri. Þegar herinn fór flutti fólk í braggana sem voru mjög heilsuspillandi.
svör gætu verið 200-250 orð eða um 1-1,5 bls
Ræðið íslenska lagaramman í skipulagsgerð í sögulegu samhengi. Lagt var fram frumvarp til skipulagslaga árið 1921 sem var grunnur að lögum um skipulag kauptúna og sjávarþorpa, hver var höfundurinn og hvert var helsta inntakið? Árið 1964 höfðu ákveðnir þættir kerfisbundin áhrif í lögunum, hverjir voru þeir? Árið 1997 eru samþykkt skipulags og byggingalög og árið 1998 skipulagsreglugerð, hverjar voru helstu breytingar sem þeim fylgdu? Nefnið helstu áhrif skipulagsreglugerð árið 2010.
Íslenskur lagarammi árið 1917- frumvarp til skipulagslaga
Íslenskur lagarammi árið 1921-grunnur að lögum um skipulag sjávarþorpa og kauptúna, gerðir voru uppdrættir af flestum íslenskum þéttbýlisstöðum
Íslenskur lagarammi árið 1964- kerfisbundin áhrif í lögum, öll sveitafélög urðu skipulagsskild
Íslenskur lagarammi árið 1997- skipulagsstjórn ríkisins lögð niður og verkefni hennar færð til sveitafélaga og skipulagsstofnunar, aðalskipulag ber að gera fyrir öll sveitafélög. Möguleikar almennings til þáttöku í mörkun og stefnu í skipulagsmálum
Íslenskur lagarammi árið 1998- skipulagsgerð nr 400
landnotkunarflokkum gert nánari skil, umhverfisráðherra með yfirstjórn. Sveitastjórnir sjá um aðal- og deiliskipulög og í hverju sveitafélagi skal starfa skipulagsnefnd. Lög voru sett á um mat á umhverfisáhrifum.
Íslenskur lagarammi árið 2010- Skipulagslög númer 123, gera á grein fyrir áhrifum skipulagsáætlana og einstakra stefnumiða hennar á umhverfið, landskipulagsstefnan, skipulagsstofnun fær vald til að staðfesta áætlanir, rammahluti aðalskipulags, hverfaskipulag og gjaldtökuheimild hjá sveitafélögum við skipulagsgerðir