Saga geðhjúkrunar Flashcards
Kleppur er …
kleppur er víða
-Kleppur var stofnaður 1907
Þóra J Einarsson
(f. 1876 d. 1953)
- Lauk námi í geðhjúkrun frá Royal Infirmary í Edinborg árið 1903
- Yfirhjúkrunarkona á Kleppi frá 1907-1910
- “ég þarf að sofa eins og aðrir”
- Bendir á vanbúnað geðsjúkra á Kleppi árið 1908
- “Hér vantar svo margt, sem brýn þörf er á… “
- “Meðal annars vantar tvær stofur til að hafa í þá sjúklinga, sem hætt er við að fari sér að voða…og þurfa nákvæmrar hjúkrunar við.”
- “Þaðan mætti ekki hjúkrunarkonan víkja sér, hvað sem á lægi, hvorki nótt né dag, nema önnur kæmi í hennar stað.”
Jórunn Bjarnadóttir
(f. 1882 - d. 1938)
- Lauk hjúkrunarnámi í Noregi
- Yfirhjúkrunarkona á Kleppi frá 1910- 1938
- Brautryðjandi í hjúkrun geðsjúkra
- Gekk ótal langveikum í móðurstað
Guðríður Jónsdóttir
(f, 1903 - d.1997)
- Lauk námi í Osló og framhaldsnámi í geðhjúkrun frá Vordinborg í Danmörku
- Forstöðukona á Kleppi (1933-1963)
- Stundakennari í Hjúkrunarskóla Íslands
- Sat í stjónr Hjúkrunarfélags Íslands 1950-60
- Varaformaður HÍ 1956-60
María Finnsdóttir
(f. 1922 - d. 2017)
- Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands þegar tekur við forstöðukonustarfinu árið 1963-1970
- Glímir við stöðnun í þróun geðhjúkrunar
- Hefur sálfræði- og uppeldisfræðimenntun 1975
- Bætir aðbúnað geðsjúkra umtalsvert á Kleppi
Breyttar áherslu í geðhjúkrun 1960-1970
- Sjúklingar fengu að vera í eigin fötum og spariföt endurnýjuð til að styrkja sjálfsmynd þeirra
- Málmdiskum var skipt út fyrir venjulega postulínsdiska
- Falleg húsgögn keypt og deildir skreyttar með blómum og myndir settar á veggi
- Félagsleg virkni var aukin og hjúkrunarfræðingar urðu virkari í meðferðarstarfi
Þórunn Pálsdóttir
(f. 1937)
- Geðhjúkrunarfræðingur frá Osló og lauk framhaldsnámi í stjórnun við Royal College of Nursing í London
- Skipuð forstöðukona Kleppi 1. okt 1970. Hjúkrunarforstjóri á Kleppi til 1. okt 2000
Viðhorf til notenda og notendaáhrifa
Geðrækt markaðssett 2000
-forvarnar og fræðsluverkefni, samstarfsverkefni Landlæknis, geðsviðs LSH, og Geðhjálpar
Hugarafl stofnað 2003/Þjóð gegn þunglyndi 2003
– notendaþekking er farin að ryðja sér til rúms
Ráðherrafundur í Helsinki 2005
– áherslu á að fólk með geðraskanir sé virkir þátttakendur í samfélaginu
Átaksverkefnið Straumhvörf 2006-2010
– nær til 160 einstaklinga á landinu öllu
Sérstakt Hlutverkasetur 2009
– Notendur styðja notendur
Geðsvið Landspítala 2000-2009
– fækkun legudeilda, umtalsverð fækkun sjúkrarúma
– aukning í dag-og göngudeildarþjónustu
– vettvangsteymi/samfélagsteymi
– kröfur um notenda- og fjölskyldumiðaðri þjónustu
Fulltrúi notenda á geðsviði tekur til starfa 2006
– Tilraunaverkefni til 6 mánaða. Umbóta-og gæðaverkefni á
geðsviði Landspítala
Fulltrúi notenda á geðsviði - markmið
- að efla notendaþekkingu á geðsviði Landspítala hjá starfsfólki sviðsins
- að bæta ímynd og þjónustu geðsviðs Landspítala sýna fram á að fyrrverandi notendur eigi fullt erindi í vinnu með fagfólki á geðheilbrigðisstofnun
- að auka samvinnu við notendur þjónustu geðsviðs Landspítala
- að auka formlega samvinnu gæðaráðs geðsviðs við notendur
Fulltrúa notenda á geðsviði - ráðning
- Lítil hefð fyrir notendum sem þjónustuveitendum á Landspítala
- Vandmeðfarið hlutverk í byrjun
– gagnvart sjúklingum/notendum þjónustu geðsviðs
– gagnvart geðheilbrigðisstarfsfólki - Handleiðsla vegna nýs hlutverks og starfs
- Tengsl við önnur verkefni á geðsviði
- Byrja hægt og rólega
– viðmótsverkefni
– fræðsla til notenda á samfélagsúrræðum
– Gæðaráð geðsviðs
Wallcraft - notendur lögðu áherslu á þessa lykilþætti
- Starfsfólk geðdeilda þarf að sýna meiri umhyggju og stuðning
- Umbylta ætti bráðaþjónustu fyrir geðsjúka, endurskoða og bæta, ásamt því að útbúa og þróa notendamiðaða gæðavísa
- Læknar ættu að hafa áhuga á daglegu lífi en ekki bara ávísa lyfjum
- Það ætti að banna rafstuðsmeðferð (ECT) nema eftir ströngum klínískum leiðbeiningum
- Það ætti að vera meiri áhersla á fyrirbyggjandi meðferðir og forvarnir
- Samkvæmt rannsóknum hans vilja notendur vera með í stefnumótun hvaða áherslur eru settar í klínískum rannsóknum
PRÓF SPURNING
Í hverju felst batamiðuð geðhjúkrun?? og hvernig hefur hún komið okkur fyrir sjónir á geðdeildum
Allt um Hildegard Peplau
*Hún hefur verið kölluð móðir geðhjúkrunarfræðinnar
*Hún taldi hjarta geðhjúkrunar liggja í samtalsmeðferð
*Hún skilgreindi ólík hlutverk hjúkrunarfræðinga í geðheilbrigðisþjónustunni
*Hún skilgreindi hjúkrun sem „significant therapuetic process“